Félagsaðild

Starfsár ÍMARK er frá maí til apríl ár hvert.

Árgjald starfsárið 2014 - 2015 er 12.900 kr.

Háskólanemar og útskriftarnemar fá fría aðild veturinn 2014/2015, sjá frekari upplýsingar hér að neðan.


Sérkjör:
Þeir sem greiða félagsgjöldin fá m.a.:
• Aðgang að félagsvæði ÍMARK. 
• Lægri ráðstefnugjöld á Íslenska markaðsdeginum.
• Lægra verð á hádegisverðarfundum og aðra fundi félagsins.
• Lægra verð á verðlaunaafhendingu vegna Markaðsfyrirtækis- og markaðsmanns ársins.
• Lægra verð á verðlaunaafhendingu Íslensku auglýsingaverðlaunanna - Lúðurinn.
• Asláttur á þátttökugjöld á ráðstefnur og námsstefnur sem unnar eru í samstarfi við önnur félög.
• Boð í fyrirtækjaheimsóknir á vegum ÍMARK .
• Tækifæri til að fara í áhugaverðar námsferðir til útlanda á hagstæðu verði.
• Tækifæri á að taka þátt í starfi systurfélaga ÍMARK á Norðurlöndum.
• Atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins. 


Nám / Endurmenntun
Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík
10% afsláttur af styttri námskeiðum
5% afsláttur af lengra námi og námsbrautum.
Nánari upplýsingar veita starfsmenn Opna háskólans.
www.opnihaskolinn.is 

Opni háskólinn er með fjölmörg spennandi námskeið og námslínur tengt markaðsfræðum. 

Dæmi um námskeið:

  • Diplómanám í markaðsfræðum
  • Vörumerkjastjórnun
  • Markaðssetning þjónustu
  • Low budget marketing
  • Markaðsstarf í kröppum dansi
  • Vinnustofa í Virði trausts
  • Viðskipti um vefinn


Skráning nema í ÍMARK

Við skráningu í samtökin skal fylla inn í reitinn "Fyrirtæki" upplýsingar um að viðkomandi sé nemi eða útskriftarnemi af viðkomandi braut frá viðkomandi háskóla. Sýnidæmi hér að neðan;
• Fyrirtæki: Nemi í viðskiptafræðideild HÍ
• Fyrirtæki: Útskriftarnemi ´14 úr viðskiptafræðideild HÍ
Mjög mikilvægt er að fylgja sýnidæminu til að tryggja fría aðild 2014/2015!