04.
ágú.

Vel heppnað golfmót ÍMARK

Golfmót ÍMARK fór fram á 9 holu...
10.
jún.

Þrír nýir í stjórn ÍMARK

Aðalfundur ÍMARK fór fram 20.maí...
20.
maí

Aðalfundur ÍMARK

Aðalfundur ÍMARK verður haldinn...
22.
apr.

Háskólafundur - Brú milli fræða og...

ÍMARK og viðskiptadeildir Háskóla...
17.
mar.

Lúðraveisla í Háskólabíói - Sigurvegar...

Þetta var í tutt­ug­asta og ní­unda...

Sameiginlegur fundur SÍA og ÍMARK um kynja(ó)jafnvægi í auglýsingagerð og markaðsmálum.

Á sameiginlegum fundi SÍA (Sambands íslenskra auglýsingastofa) og ÍMARK og í fundarsal Arion banka, þriðjudaginn 7.febrúar sl. var rædd staða jafnréttis- og kynjamála í auglýsingageiranum, fyrir fullu húsi.

Leitast var svara við spurningum eins og: Hvaða máli skiptir kynjajafnvægi við mótun markaðsskilaboða? 

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, setti fundinn. Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, formaður SÍA, kynnti því næst niðurstöður nýrrar könnunar um kynjahlutföll í auglýsinga- og markaðsmálum. Að lokinni kynningu hennar tóku við pallborðsumræður. 

Þátttakendur í pallborði voru Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Dóra Ísleifsdóttir, prófessor í grafískri hönnun við LHÍ, Kristinn G. Bjarnason, framkvæmdastjóri sölu- & markaðssviðs Toyota, Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg og Selma Rut Þorsteinsdóttir, listrænn stjórnandi hjá Pipar TBWA. Fundarstjóri var Elísabet Sveinsdóttir markaðskona.

Hægt er að horfa á myndbandsupptöku frá viðburðinum hér