04.
ágú.

Vel heppnað golfmót ÍMARK

Golfmót ÍMARK fór fram á 9 holu...
10.
jún.

Þrír nýir í stjórn ÍMARK

Aðalfundur ÍMARK fór fram 20.maí...
20.
maí

Aðalfundur ÍMARK

Aðalfundur ÍMARK verður haldinn...
22.
apr.

Háskólafundur - Brú milli fræða og...

ÍMARK og viðskiptadeildir Háskóla...
17.
mar.

Lúðraveisla í Háskólabíói - Sigurvegar...

Þetta var í tutt­ug­asta og ní­unda...

Pé err og hefðbundin markaðssetning - Morgunfundur ÍMARK 18.maí

Pé err og hefðbundin markaðssetning - hvað er að frétta af sambúðinni?

Morgunfundur ÍMARK um almannatengsl, 18. maí í fundarsal Orkuveitunnar á Bæjarhálsi.

Hvaða rými eiga almannatengsl að hafa í nútíma markaðssamskiptum? Hvað segja almannatenglar, fréttamenn, auglýsingastofufólk, viðskiptavinurinn og opinberir aðilar?

Eru hefðbundin markaðssetning og almannatengsl tvíhöfða skepna? Eru almannatengsl sniðug leið eða ólöglegt brask? Hvar eru mörkin í fjölmiðlun nútímans sem sýna skil almannatengsla, keyptrar kynningar og ritstjórnarefnis?

  

"Ekki-fréttir og áhrifavaldar"

Már Másson, yfirmaður markaðsmála hjá Bláa lóninu

Mörk auglýsinga og fréttaflutnings virðast sífellt óskýrari. Fyrirtæki nýta sér æ meir almannatengsl og efnismarkaðssetningu (content marketing) til að koma ímynd sinni, vörum og þjónustu á framfæri.  Sama má segja um tilkomu áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Á slík nálgun alltaf við? Rýrir hún trúverðugleika fyrirtækja og fjölmiðla?

 

"Hvernig styður pé err við markaðsstarfið?"

Kristján Hjálmarsson, viðskipta-og almannatengslastjóri hjá HN:Markaðssamskiptum

Hvernig er best að styrkja markaðsstarf með skipulögðum almannatengslum? Hver er munurinn á PR og auglýsingum, hvert er verðmæti almannatengsla miðað við auglýsingar, heimur fréttamannsins, tímasetningar.  Dæmi um vel heppnuð almannatengsl og dæmi um það sem getur farið miður.

 

"Duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum: Skyldur áhrifavalda og fyrirtækja"

Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri hjá Neytendastofu. 

Hvaða lagakröfur gilda um auglýsingar á samfélagsmiðlum? Hverjar eru áherslur í starfi stofnunarinnar á þessu sviði.

Færst hefur í vöxt að fyrirtæki greiði svonefndum áhrifavöldum fyrir kynningu á vörum og þjónustu, á rafrænum miðlum jafnt sem í prenti. Neytendur virðast treysta fremur meðmælum frá vinum, kunningjum og áhrifavöldum en hefðbundnum auglýsingum. Neytendum er hins vegar ekki alltaf ljóst að verið sé að reyna að nýta sér traust þeirra í markaðslegum tilgangi.

 

„Blessaður, meistari!“ - um ástar/haturssamband plöggara og fjölmiðla.

Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans

Atli stofnaði Nútímann árið 2014, hann er harður stuðningsmaður Tindastóls í körfubolta, hefur komið víða við, meðal annars verið fréttastjóri á Fréttablaðinu, starfsmaður í afgreiðslukæli í Mjólkurbúi Flóamanna, ritstjóri tímaritsins Monitor og sjónvarpsmaður í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV. 

 

Fundarstjóri: Einar Ben. meðeigandi/ framkvæmdastjóri Tjarnargötunnar og stjórnarmaður í ÍMARK.

 

Staður: Orkuveitan við Bæjarháls 1
Tími: Fimmtudagur 18. maí kl. 08.30 – 10.30.


Skráðu þig hér á morgunfundinn