Lúðurinn


Íslensku auglýsingaverðlaunin


Lúðurinn 2011 verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 24.febrúar í Hörpu. Hátíðin hefst klukka 20.00 með glæsilegum fordrykk í boði Ölgerðarinnar og með snittum frá meistunum Hörpudisks. Kynnir kvöldsins verður stjörnugrínistinn Þorsteinn Guðmundsson.

Lúðurinn, Íslensku auglýsingaverðlaunin, er opinn öllum sem stunda gerð eða dreifingu auglýsinga á Íslandi. Tilgangur keppninnar er að vekja athygli á vel gerðum auglýsingum og auglýsingaefni og veita aðstandendum þess verðskuldaða athygli.

Flokkar  »
Nánar
Loka

Lúður - AAÁ
Athyglisverðasta auglýsing ársins, AAÁ, er lúður sem veitir frumlegum, skapandi og snjöllum hugmyndum sem eru útfærðar á framúrskarandi hátt viðurkenningu.

Lúður - ÁRA
Árangursríkasta auglýsingaherferðin, ÁRA, er lúður sem veitir herferðum viðurkenningu sem skilað hafa framúrskarandi árangri.

Veitt verða verðlaun í eftirtöldum 16 flokkum:
Kvikmyndaðar auglýsingar - AAÁ
Útvarpsauglýsingar - AAÁ
Prentauglýsingar - AAÁ
Stafrænar auglýsingar - AAÁ
     • Hreyfimyndir
     • Vefauglýsingar
     • Samfélagsmiðlar
Umhverfisauglýsingar - AAÁ
Veggspjöld og skilti - AAÁ
Markpóstur - AAÁ
Viðburðir - AAÁ
Fyrirtækjaásýnd - AAÁ
Almannaheillaauglýsingar - AAÁ
     • Auglýsingar í ljósvakamiðlum (sjónvarps- og útvarpsauglýsingar)
     • Auglýsingar í öðrum miðlum
Val fólksins - AAÁ
Auglýsingaherferðir - AAÁ
Árangursríkasta auglýsingaherferðin - ÁRA

Þátttaka í Lúðri  »
Nánar
Loka
Lokað hefur verið fyrir innsendingar í Lúðri 2011.

Athugasemdir vegna Lúðurs

Formlegar athugasemdir vegna Lúðurs skal senda með tölvupósti á imark@imark.is og úrskurðarnefnd mun taka þær fyrir. Úrskurðarnefnd skipar stjórnarformann ÍMARK, framkvæmdastjóra ÍMARK og formann viðkomandi dómnefndar (AAÁ eða ÁRA). Formlegum athugasemdum er svarað með niðurstöðu úrskurðanefndar.

Innsendingar í AAÁ
Stjórn ÍMARK telur óráðlegt að seríur af auglýsingum keppi á stökum auglýsingum. Því verður ekki leyfilegt að senda inn seríur og áfram verður einungis sé hægt að skila inn stökum auglýsingum í hverjum flokki. Dómnefnd ræðir niðurstöður og tekur af allan vafa um að stakar auglýsingar í sömu seríu muni ekki að líða fyrir hvor aðra, þ.e. ef stigagjöf dómara dreifist á auglýsingar í sömu seríu verður tekin sérstaklega afstaða til þess.
Dálkur á innsendingarformi fyrir markmið er 100 stafabil. Ef þátttakandi telur sig þurfa að skýra betur út auglýsinguna, sem á helst við viðburði, fyrirtækjaásýnd og auglýsingaherferðir -þá möguleiki að gera það í skýringarmyndbandi/-glærukynningu sem skila skal í þeim flokki.
Athugið að formaður dómnefndar, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri ÍMARK áskila sér þann rétt að færa innsendingar á milli flokka áður en dómnefnd hittist ef þess er talið þurfa, þ.e. ef innsendingarefni er ekki í réttum flokki.

Innsendingar í ÁRA
Veitt eru verðlaun í einum (1) flokki í ÁRA – Árangursríkasta auglýsingaherferð ársins.
Ekki verður gerður sérflokkur fyrir Almannaheillaherferðir, dómnefnd metur þær herferðir á sömu forsendum og aðrar herferðir.
Skrifa skal greinagerðina inn í rafrænt form á úthlutuðu vefsvæði Outcome (í stað pdf skjalanna árið 2010) og öll fylgigögn (s.s. gröf, töflur, línurit, auglýsingar) skulu vera sett sem viðhengi við tilheyrandi rafrænt innsendingarform.


 

Þáttökureglur  »
Nánar
Loka

Lúður 2011 – ÞÁTTTÖKUREGLUR

1. Þáttökuréttur
Keppnin er opin öllum þeim sem stunda gerð og/eða dreifingu auglýsinga á Íslandi.
Skilyrði fyrir þátttöku í AAÁ flokkum er að auglýsingin sé íslensk og hafi birst í fyrsta sinn á árinu 2011. Íslensk auglýsing er auglýsing gerð af stofu/einyrkja á Íslandi fyrir íslenskt fyrirtæki eða íslenska vöru/þjónustu fyrir bæði íslenskan og erlendan markað.

Skilyrði fyrir þátttöku í flokknum Árangursríkasta auglýsingaherferðin – ÁRA er að auglýsingaherferðin birtust á Íslandi milli 1. janúar 2010 og 31. desember 2011. Herferðir mega hafa hafist áður en verða að hafa birst á þessu tímabili og hafa tengingu við það.

 

2. Flokkar
Veitt verða verðlaun í eftirtöldum 16 flokkum:
1. Kvikmyndaðar auglýsingar – AAÁ
2. Útvarpsauglýsingar – AAÁ
3. Prentauglýsingar – AAÁ
4. Stafrænar auglýsingar – AAÁ
     a.Hreyfimyndir
     b. Vefauglýsingar
     c. Samfélagsmiðlar
5. Umhverfisauglýsingar – AAÁ
6. Veggspjöld og skilti – AAÁ
7. Markpóstur – AAÁ
8. Viðburðir – AAÁ
9. Ásýnd fyrirtækis eða vörumerkis – AAÁ
10. Almannaheillaauglýsingar – AAÁ
     a. Ljósvakamiðlar
     b. Aðrir miðlar
11. Val fólksins – AAÁ
12. Auglýsingaherferðir – AAÁ
13. Árangursríkasta auglýsingaherferðin – ÁRA

 

3. Þátttaka í Lúðrinum
Tekið er á móti innsendingum á sérstöku vefsvæði hjá Outcome, sem sett verður upp fyrir keppnina, dagana 20.desember-16.janúar til kl.12. Athugið að eitt svæði er fyrir AAÁ flokka lúðursins og annað svæði er fyrir ÁRA lúðurinn.

Tengill á vefsvæði Outcome fyrir innsendingar í Lúðurinn, bæði fyrir AAÁ innsendingar og fyrir ÁRA innsendingar, er birtur á vefsíðu Lúðursins á heimasíðu ÍMARK 20.desember-10.janúar. Þátttakendur smella á tengil til að komast á upphafssíðu vefsvæðis Outcome fyrir innsendingar, en þar er fyllt inn í reiti upplýsingar til að fá úthlutað lykilorði að vefsvæðinu.

Þátttakendur skulu senda yfirlit yfir innsendingar einnig á netfang skrifstofu ÍMARK, imark@imark.is þegar lokið hefur verið við innsendingarnar; þar sem kemur fram heildarfjöldi innsendinga, nafn á hverri innsendingu og hvaða flokki hún tilheyrir. Undirrituð mun í framhaldi stemma yfirlit við innsendingar inn í kerfi Outcome og senda reikning á þátttakendur sem þarf að greiða á gjalddaga (sem verður fyrir fyrsta fund dómnefndar). Ef ekki er greitt innan tiltekins greiðslufrests verður innsendingarefni viðkomandi stofu/aðila sjálfkrafa dæmt úr leik.

Þátttökureglur verða birtar á vefsvæði Lúðursins á heimasíðu ÍMARK og hvet ég þátttakendur til að lesa þær vandlega. Innsendingar sem ekki fylgja þátttökureglum verða sjálfkrafa dæmdar úr leik án endurgreiðslu þátttökukostnaðar. Ef upp koma vandamál í sýningu á efni í prufukeyrslu sem er skilað samkvæmt þátttökureglum, mun undirrituð hafa samband við viðkomandi þátttakenda til að fá efni endursent en í þeim tilvikum þarf þátttakandi að bregðast strax við.

Athugið að allt efni í ÁRA lúðurinn skal skila inn á rafrænu formi á vefsvæði Outcome.

Fyrirspurnum er svarað á skrifstofu ÍMARK í síma 511 4888 eða í tölvupósti, netfang: imark@imark.is.
Ef innsent efni er ekki sent inn samkvæmt reglum má eiga von á að efnið verði ekki með í keppninni og þátttökugjald fyrnist.

4. Skilafrestur
Skilafrestur á bæði við AAÁ og ÁRA flokka.
Innsendingar verða að hafa borist vefsvæði Outcome fyrir kl. 12.00, mánudaginn 16. janúar 2012.
Í flokkunum þar sem skila þarf sýnishornum af innsendingum er tekið á móti þeim á skrifstofu ÍMARK að Klapparstíg 25 (5. hæð) á milli kl. 10.00 og 12.00, 13.janúar og 16.janúar 2012.

5. Þátttökugjald
Þátttökugjald er 10.000,- kr. fyrir hverja innsendingu í AAÁ að undanskildum flokknum auglýsingaherferðir AAÁ.
Þátttökugjald er 50.000,- kr. fyrir innsendingu í flokkinn auglýsingaherferðir AAÁ.
Þátttökugjald er 50.000,- kr. fyrir hverja innsendingu í ÁRA.

6. Greiðsla á þátttökugjaldi
Greiða skal þátttökugjald fyrir innsendingar inn í Lúðurinn samkvæmt reikningi ÍMARK er sendur verður á þátttakendur. Mikilvægt er að þátttakendur sendi inn yfirlit yfir innsendingar á skrifstofu ÍMARK, imark@imark.is, sem notað er til samanburðar á innsendingum inn í kerfi Outcome og í framhaldi til reikningagerðar.
Ef fullnaðargreiðsla fyrir innsendingunum á sér ekki stað innan tiltekins greiðslufrests verður innsendingarefni viðkomandi stofu/aðila sjálfkrafa dæmt úr leik.

Til athugunar: Í verði innsendinga er gert ráð fyrir að sending frá hverri stofu komi tilbúin samkvæmt reglum. Allar breytingar á innsendingum og lagfæringar eftir að gögn eru komin til Outcome þarf að gera skriflega til ÍMARK og getur falið í sér aukakostnað fyrir þátttakendur. Því er mikilvægt að vanda undirbúning og frágang innsendinga við skil.


7. Skilgreining á AAÁ flokkum:
7.1. Kvikmyndaðar auglýsingar
Kvikmyndaðar auglýsingar eru auglýsingar gerðar fyrir sjónvarp og kvikmyndahús.

7.2. Útvarpsauglýsingar
Útvarpsauglýsingar eru auglýsingar gerðar eingöngu fyrir útvarp (ekki t.a.m. hljóðrásir af sjónvarpsauglýsingum).

7.3. Stafrænar auglýsingar

Stafrænar auglýsingar eru auglýsingar gerðar fyrir internetið og skiptist þessi flokkur í þrennt;
     a. Hreyfimyndir eða „animated“ auglýsingar fyrir netið og farsíma.
     b. Vefauglýsingar (stafrænar auglýsingar er birtast á öðrum miðli en auglýsingaaðila), microsíður (sérsíða gerð fyrir ákveðið verkefni, t.d. herferðasíða), leikir sem ætlaðir eru til að vekja athygli á vöru eða þjónustu, eða Apps auglýsingar í farsíma. Vefsíður eiga ekki heima í þessum flokki.
     c. Samfélagsmiðlar; besta notkun á samfélagsmiðlum. T.a.m. viral auglýsingar, leikir eða annað sem er sérstaklega framleitt fyrir samfélagsmiðla.

7.4. Prentauglýsingar
Prentauglýsingar eru allar auglýsingar sem gerðar eru til birginga í dagblöðum og/eða tímaritum.

7.5. Umhverfisauglýsingar
Umhverfisauglýsing getur verið þrívíðir hlutir í umhverfinu eða sýningarbásar.

7.6. Veggspjöld og skilti
Veggspjöld og skilti er tvívíð grafík á umhverfisskilti og/eða hefðbundin plaköt.

7.7. Markpóstur
Markpóstur getur verið prentaður, á rafrænu formi, hlutur eða gjörningur sem sendur er á ákveðinn hóp.

7.8. Viðburðir
Viðburður er uppákoma eða atburður tengdur kynningu á vöru eða þjónustu fyrirtækis. Einnig telst í flokkinn viðburðir þar sem umgjörð og skilaboð eru notuð til þess að byggja upp ímynd fyrirtækis gagnvart viðskiptavinum sem og starfsmönnum.
Viðburður á að vera frumlegur/nýstárlegur, en getur tengst stærri viðburði sem er ekki nýstárlegur.

7.9. Ásýnd fyrirtækis eða vörumerkis
Ásýnd fyrirtækis eða vörumerkis getur verið merki fyrirtækis/vörumerkis og/eða heildarútlit, prentaðir hlutir eða þrívíðir. Ásýnd tekur til útlitslegra þátta á karakter fyrirtækis/vörumerkis sem notað er til að byggja upp ímynd fyrirtækis/vörumerkis gagnvart viðskiptavinum sem og starfsmönnum.

7.10. Almannaheillaauglýsingar
Almannaheillaauglýsingar eru auglýsingar sem ekki eru gerðar í þeim tilgangi að skila eigendum sínum hagnaði eða fjárhagslegum ávinningi (non profit). Sem viðmið eru þessar auglýsingar til þess fallnar að breyta hegðun/hugsun markhópsins en peningar eða verðmæti skipta ekki um hendur. Markmið sé að hafa áhrif eða skila umbjóðendum betri lífsskilyrðum t.d. auglýsingar um forvarnarmál, umhverfismál, heilsufarsmál, trúmál, minnihlutamál, mannréttindamál, menntamál, öryggismál, friðarmál, góðgerðarmál, pólitísk mál og styrktarmál fyrirtækja sem ekki eru tengd kynningu á vöru eða þjónustu. Í þennan flokk tilheyra einnig auglýsingar sem gerðar eru fyrir stéttarfélög. Í þessum flokki eru einstakar auglýsingar en ekki herferðir.

Almannaheillaauglýsingar má eingöngu senda inn í þennan flokk en ekki í aðra flokka keppninnar. Almannaheillaauglýsingum er skipt í tvo flokka:
     a. Auglýsingar sem hafa birst í ljósvakamiðlum (sjónvarp, útvarp)
     b. Auglýsingar sem hafa birst í öðrum miðlum (prentað efni, dagblöð, tímarit, markpóstur, rafrænt og annað).

7.11. Auglýsingaherferðir
Auglýsingaherferðir eru auglýsingar sem ná sterkum heildaráhrifum gegnum ólíka miðla. Hér skiptir máli hvernig hugmyndin í herferðinni er aðlöguð að mismunandi miðlum.

Auglýsingar í flokki auglýsingaherferða þurfa að samanstanda af a.m.k. þremur auglýsingum í þremur miðlum.


8. Skil á efni í AAÁ flokkum:

8.1. Kvikmyndaðar auglýsingar

Mpeg4 / Quicktime/ H 264
1024 x 576 punktastærð
Stærð skráar á að vera að hámarki 25MB
Auglýsing skal vera í fullri lengd, en að hámarki 2 mínútur.

Einnig skal skila inn einni mynd rafænt í jpg 1024x768 í RGB fyrir mögulega birtingu vegna tilnefningar.

8.2. Útvarpsauglýsingar

MP3 format
Stærð skráar á að vera að hámarki 10MB
Auglýsing skal vera í fullri lengd, en að hámarki 2 mínútur.

8.3. Prentauglýsingar

Skilað í 100% stærð (A3 eða A2) á skrifstofu ÍMARK, prentað á 100-140 gramma hvítan pappír.

Skil innsendingarefni á skrifstofu ÍMARK: Upplýsingum um innsent efni skal fylgja með, þ.e. upplýsingum um heiti auglýsingastofu, titil auglýsingu (ath.mikilvægt að sé það sama og fyllt er inn í rafræna innsendingarform Outcome) og auglýsanda. Mjög mikilvægt að þessar upplýsingar fylgi með fyrir flokkunarvinnu fyrir dómnefndarstörf.

Einnig skal skila inn einni mynd rafænt í jpg 1024x768 í RGB fyrir mögulega birtingu vegna tilnefningar.

8.4. Stafrænar auglýsingar

Skilað inn sem samsettu efni á eftirfarandi formati;
Mpeg4/Quicktime/H264/glærukynning á PPT
1024 x 576 punktastærð á Mpeg4/Quicktime/H264 en 1024x768 í RGB fyrir myndir í PPT
Stærð skráar á að vera að hámarki 25MB

Skýringarmmyndband skal ekki vera lengra en 2 mínútur og þar skal vera sýnd virkni ef um gagnvirkt efni er að ræða. Skýringar á t.d.starfsemi fyrirtækis, markhóp, markmiðum og virkni má koma fram í myndbandi, en ekki upplýsingar sem tengjast ekki snilld eða útfærslu hugmyndanna, t.a.m. upplýsingar um árangur eða viðurkenningar eiga ekki að koma fram í myndbandi.

Einnig skal skila inn einni mynd rafænt í jpg 1024x768 í RGB fyrir mögulega birtingu vegna tilnefningar.

8.5. Umhverfisauglýsingar

Skilað inn sem samsettu efni á eftirfarandi formati;
Mpeg4/Quicktime/H264/glærukynning á PPT
1024 x 576 punktastærð á Mpeg4/Quicktime/H264 en 1024x768 í RGB fyrir myndir í PPT
Stærð skráar á að vera að hámarki 25MB

Skýringarmyndband skal ekki vera lengra en 60 sek. Skýringar á t.d.starfsemi fyrirtækis, markhóp, markmiðum og virkni má koma fram í myndbandi, en ekki upplýsingar sem tengjast ekki snilld eða útfærslu hugmyndanna, t.a.m. upplýsingar um árangur eða viðurkenningar eiga ekki að koma fram í myndbandi.

Einnig skal skila inn einni mynd rafænt í jpg 1024x768 í RGB fyrir mögulega birtingu vegna tilnefningar.

8.6. Veggspjöld og skilti

Skilað inn sem samsettu efni á eftirfarandi formati;
Mpeg4/Quicktime/H264/glærukynning á PPT
1024 x 576 punktastærð á Mpeg4/Quicktime/H264 en 1024x768 í RGB fyrir myndir í PPT
Stærð skráar á að vera að hámarki 25MB

Skýringarmyndband skal ekki vera lengra en 60 sek. Skýringar á t.d.starfsemi fyrirtækis, markhóp, markmiðum og virkni má koma fram í myndbandi, en ekki upplýsingar sem tengjast ekki snilld eða útfærslu hugmyndanna, t.a.m. upplýsingar um árangur eða viðurkenningar eiga ekki að koma fram í myndbandi.

Veggspjöldum má skila inn, eða útprenti á veggspjaldi í stærð A3 eða A2 prentað á 100-140 gramma hvítan pappír, á skrifstofu ÍMARK í stað samsetts efnis.
Skil innsendingarefni á skrifstofu ÍMARK: Upplýsingum um innsent efni skal fylgja með, þ.e. upplýsingum um heiti auglýsingastofu, titil auglýsingu (ath.mikilvægt að sé það sama og fyllt er inn í rafræna innsendingarform Outcome) og auglýsanda. Mjög mikilvægt að þessar upplýsingar fylgi með fyrir flokkunarvinnu fyrir dómnefndarstörf.

Einnig skal skila inn einni mynd rafænt í jpg 1024x768 í RGB fyrir mögulega birtingu vegna tilnefningar.

8.7. Markpóstur

Markpósti skal skilað inn á skrifstofu ÍMARK í því formi sem hann var sendur til markhóps ef um hlut er að ræða. Markpóstur í rafrænu formi eða gjörningur skal skilað inn sem samsettu efni á eftirfarandi formati;
Mpeg4/Quicktime/H264/glærukynning á PPT
1024 x 576 punktastærð á Mpeg4/Quicktime/H264 en 1024x768 í RGB fyrir myndir í PPT
Stærð skráar á að vera að hámarki 25MB

Skýringarmyndband skal ekki vera lengra en 60 sek. Skýringar á t.d.starfsemi fyrirtækis, markhóp, markmiðum og virkni má koma fram í myndbandi, en ekki upplýsingar sem tengjast ekki snilld eða útfærslu hugmyndanna, t.a.m. upplýsingar um árangur eða viðurkenningar eiga ekki að koma fram í myndbandi.

Skil innsendingarefni á skrifstofu ÍMARK: Upplýsingum um innsent efni skal fylgja með, þ.e. upplýsingum um heiti auglýsingastofu, titil auglýsingu (ath.mikilvægt að sé það sama og fyllt er inn í rafræna innsendingarform Outcome) og auglýsanda. Mjög mikilvægt að þessar upplýsingar fylgi með fyrir flokkunarvinnu fyrir dómnefndarstörf.

Einnig skal skila inn einni mynd rafænt í jpg 1024x768 í RGB fyrir mögulega birtingu vegna tilnefningar.

8.8. Viðburðir

Skilað inn sem samsettu efni á eftirfarandi formati;
Mpeg4/Quicktime/H264/glærukynning á PPT
1024 x 576 punktastærð á Mpeg4/Quicktime/H264 en 1024x768 í RGB fyrir myndir í PPT
Stærð skráar á að vera að hámarki 25MB

Skýringarmyndband skal ekki vera lengra en 60 sek. Skýringar á t.d.starfsemi fyrirtækis, markhóp, markmiðum og virkni má koma fram í myndbandi, en ekki upplýsingar sem tengjast ekki snilld eða útfærslu hugmyndanna, t.a.m. upplýsingar um árangur eða viðurkenningar eiga ekki að koma fram í myndbandi.

Einnig skal skila inn einni mynd rafænt í jpg 1024x768 í RGB fyrir mögulega birtingu vegna tilnefningar.

8.9. Ásýnd fyrirtækis eða vörumerkis

Skilað inn sem samsettu efni á eftirfarandi formati;
Mpeg4/Quicktime/H264/glærukynning á PPT
1024 x 576 punktastærð á Mpeg4/Quicktime/H264 en 1024x768 í RGB fyrir myndir í PPT
Stærð skráar á að vera að hámarki 25MB

Skýringarmyndband skal ekki vera lengra en 60 sek. Skýringar á t.d.starfsemi fyrirtækis, markhóp, markmiðum og virkni má koma fram í myndbandi, en ekki upplýsingar sem tengjast ekki snilld eða útfærslu hugmyndanna, t.a.m. upplýsingar um árangur eða viðurkenningar eiga ekki að koma fram í myndbandi.

Einnig skal skila inn einni mynd rafænt í jpg 1024x768 í RGB fyrir mögulega birtingu vegna tilnefningar.

8.10. Almannaheillaauglýsingar

Efni skal skilað inn samkvæm t sambærilegu efni í öðrum flokkum.

8.11. Auglýsingaherferðir

Skilað inn sem samsettu efni á eftirfarandi formati;
Mpeg4/Quicktime/H264/glærukynning á PPT
1024 x 576 punktastærð á Mpeg4/Quicktime/H264 en 1024x768 í RGB fyrir myndir í PPT
Stærð skráar á að vera að hámarki 25MB

Skýringarmyndband skal ekki vera lengra en 2 mínútur. Skýringar á t.d.starfsemi fyrirtækis, markhóp, markmiðum og virkni má koma fram í myndbandi, en ekki upplýsingar sem tengjast ekki snilld eða útfærslu hugmyndanna, t.a.m. upplýsingar um árangur eða viðurkenningar eiga ekki að koma fram í myndbandi.

Einnig skal skila inn einni mynd rafænt í jpg 1024x768 í RGB fyrir mögulega birtingu vegna tilnefningar.

9. Skilgreining á ÁRA flokki:

9.1. Árangursverðlaunum er ætlað að beina sjónum að herferðum sem skilað hafa framúrskarandi árangri. Lykilþáttur í að mati dómnefndar er sönnun á árangri herferðarinnar. Herferðir verða að samhæfa á árangursríkan hátt fjölþætta færni sem þarf til að gera góða markaðsáætlun: Áætlanagerð, markaðsrannsóknir, birtingaáætlanir, hugmyndaauðgi og viðskiptastjórnun.

Greinargerðin og sönnun á árangri er mikilvægasti þáttur innsendingarinnar. Greinargerðin þarf að innihalda lýsingu á markaði og samkeppnisumhverfi, markaðsáætlun og markmiðum og síðast en ekki síst sönnun á árangri herferðarinnar. Greinargerðin er grunnurinn að einkunnargjöfinni. Reynslan hefur sýnt að sigurinnsendingar eru:
     - Beinskeyttar: Þær segja sögu sína í auðlesnum og skrumlausum stíl.
     - Skýrar og auðskildar: Innsendingar þurfa að skýrar og aðgengilegar.
     - Hnitmiðaðar: Takmarka skal efnið við rýmið sem veitt er í staðlaða forminu. Innsendingar sem fara fram úr því verða dæmdar ógildar.
     - Sönnun á árangri er skýr: Mikilvægt er að sína fram á raunverulegann árangur með rökstuddum hætti.

Auglýsingaherferðir sem birtust á Íslandi milli 1. janúar 2010 og 31. desember 2011 eru gjaldgengar keppnina. Herferðir mega hafa hafist áður en verða að hafa birst á þessu tímabili og hafa tengingu við það. Leyfilegt er að endursenda inn herferðir oftar en eitt keppnisár, svo framalega sem þær hafa tengingu við viðkomandi tímabil og hafa ekki unnið til verðlauna í þessum flokki. Innsending verður að fela í sér minnst einn eftirfarandi miðla: Sjónvarp, útvarp, prentmiðil, vefmiðil eða umhverfisauglýsingar. Það er skilyrði að einn af þeim miðlum sem sendir eru inn sé lykildrifkraftur í árangri herferðarinnar eins og hann er kynntur í greinargerðinni.

Ástæður fyrir ógildingu innsendinga í ÁRA

Eftirfarandi leiðir til ógildingar innsendinga og fyrningar þátttökugjalds:
     a. Ófullnægjandi sönnun um árangur – Allar upplýsingar sem settar eru fram sem „sönnun um árangur“ verða að vísa í ákveðna heimild. Þetta mega vera upplýsingar frá auglýsanda, auglýsingastofu eða rannsóknarfyrirtæki. Áskilinn er réttur til að sannreyna nákvæmni þeirra gagna sem lögð eru fram með viðeigandi heimildum. Vanti heimildir leiðir það sjálfkrafa til útilokunar.
     b. Handskrifaðar greinargerðir – Innsendingum verður að skila á rafrænu formi á Outcome svæði sem úthlutað er af ÍMARK.
     c. Skil á efni er ekki samkvæmt þátttökureglum.

10. Skil á efni í ÁRA flokki

10.1. Auglýsingaherferðir ÁRA

Skrifa skal greinagerð inn í rafrænt form á Outcome svæði sem úthlutað er af ÍMARK. Gröf, töflur og línurit skal skila inn í jpg formati 1024x768 í RGB eða sem pdf skjali og setja sem viðhengi á rafrænu forminu. Athugið að í pdf skjölum sem eru skiluð inn eiga einungis að vera gröf, töflur og/eða línurit, enginn viðbótar texti á greinagerð.

Auglýsingum skal skilað inn einnig sem viðhengi á rafrænu forminu.

Kvikmyndaðar auglýsingar skal skila inn sem Mpeg4 / Quicktime/ H 264. 640 x 385 punktastærð. Stærð skráar á að vera að hámarki 20MB. Auglýsing skal vera í fullri lengd, en að hámarki 2 mínútur.

Útvarpsauglýsingar skal skila inn í MP3 formati. Stærð skráar á að vera að hámarki 10MB. Auglýsing skal vera í fullri lengd, en að hámarki 2 mínútur.

Prentauglýsingar skal skila inn sem jpg 1024x768 í RGB eða pdf skjali. Stærð skráar á að vera að hámarki 3MB.

Markpóstur skal skila inn sem jpg 1024x768 í RGB eða pdf skjali. Stærð skráar á að vera að hámarki 3MB.

Viðburðir og innanbúðakynning skal skila inn sem jpg 1024x768 í RGB eða pdf skjali. Stærð skráar á að vera að hámarki 3MB.

Umhverfisauglýsingar, veggspjöld og skilti skal skila inn sem jpg 1024x768 í RGB eða pdf skjali. Stærð skráar á að vera að hámarki 3MB.

Netauglýsingar / gagnvirkir miðlar (stafrænar auglýsingar) skal skila inn netslóð á auglýsinguna eða sem jpg 1024x768 í RGB eða swf skrá ef auglýsingin er ekki sjáanleg á netinu. Stærð skráar á að vera að hámarki 3MB.

 

Dómnefnd  »
Nánar
Loka

Í Lúðri 2011 starfa tvær dómnefndir, annars vegar dómnefnd AAÁ og hins vegar dómnefnd ÁRA. Dómnefnd AAÁ skipar 13 manns og dómnefnd ÁRA skipar 11 manns. Markmið dómnefndar AAÁ er að verðlauna þær auglýsingar sem skara fram úr og meta auglýsingar út frá tveimur forsendum; annars vegar hversu frumleg, skapandi og snjöll er hugmyndin, og hinsvegar hversu vel er hugmyndin útfærð. Markmið dómnefndar ÁRA er að verðlauna þær auglýsingaherferðir sem skilað hafa framúrskarandi árangri með sannanlegum hætti.

Við dómgæslu ber dómurum að gæta fyllsta hlutleysis í dómum sínum og láta fagmennsku ráða niðurstöðu.

Dómnefnd AAÁ
Dómnefnd skal skipa 13 manns er skiptist eftirfarandi;

ÍMARK - 3 aðilar
• Fulltrúar ÍMARK stjórnar, stjórn getur valið fulltrúa utan stjórnar ÍMARK.
SÍA - 7 aðilar
• Fulltrúi hverrar SÍA auglýsingastofu, fulltrúi skal vera í stöðu innan stofunnar er samsvarar til ´creative director´.
Minni fyrirtæki og einyrkjar - 1 aðili
• Fulltrúi skal vera í stöu er samsvarar til ´creative director´.
Háskólasamfélagið - 2 aðilar
• Fulltrúar úr háskólasamfélaginu á sviði er tengist markaðssviði og auglýsingagerð.

 

 

Hjörvar Harðarson

Hönnunarstjóri, ENNEMM

 

Stefán Snær Grétarsson

Teiknistofustjóri, Fíton

 

Ragnheiður Sigurðardóttir

Teiknistofustjóri, H:N Markaðssamskipti

Gunnar Arnarson

Framkvæmdastjóri hönnunarsviðs, Hvíta húsið

 

Einar Örn Sigurdórsson

Hönnunarstjóri, Íslenska

Þorvaldur Sverrisson

Stefnumótunarstjóri, Jónsson & Le´macks

 

Selma Þorsteinsdóttir

Hönnunarstjóri, Pipar /TBWA

 

Gréta V. Guðmundsdóttir

Grafískur hönnuður, Plánetan

 

Guðmundur Arnar Guðmundsson

Markaðsstjóri, Wowair

 

Elísabet Austman

Exhibition Manager, Marel

 

 Laila Sæunn Pétursdóttir

Markaðs- og fjáröflunarstjóri,

Krabbameinsfélagið

 

Friðrik Larsen

Lektor við Viðskiptadeild, HR

Formaður dómnefndar

 

Atli Hilmarsson

Grafískur hönnuður, LHÍ

 

 

Vinnufyrirkomulag dómnefndar AAÁ

Innsendingar eru dæmdar í tveimur umferðum. Í fyrri umferð fer dómnefnd yfir, og ræðir sín á milli, allar innsendingar og velur að hámarki 10 í hverjum flokki. Þær innsendingar sem valdar eru komast í seinni umferð. Farið er sameiginlega yfir efni á tölvutæku formi á skjávarpa eða sýnishorn skoðuð á staðnum. Kosning er nafnlaus og fer þannig fram aðhver dómari velur að hámarki 5 auglýsingar í hverjum flokki sem að hans mati á að komast áfram. Kosið og talið er á staðnum og dómnefndinni gerð úrslit kunnug. Dómnefndin ræða þvínæst úrslitin og gerð er sú krafa að dómnefndarmeðlimir þurfa að vera sammála niðurstöðunni til að þau standi (meirihluti ræður). Dómurum er sem sagt frjálst að breyta niðurstöðunni ef það er sameiginleg ákvörðun þeirra að gera svo.

Í seinni umferð er farið er yfir þær innsendingar sem komust áfram. Dómnefndarmeðlimir skoða innsendingar vandlega og ræða sín á milli. Farið er sameiginlega yfir efni á tölvutæku formi á skjávarpa eða sýnishorn skoðuð á staðnum. Þvínæst er leynileg kosning en hún verður rekjanlegt af framkvæmdaaðila (framkvæmdastjóra ÍMARK). Hver dómari gefur þremur auglýsingum stig (5 stig fyrir þá innsendingu sem þeir telja besta, gefa 3 stig fyrir annað sætið og 1 fyrir það þriðja) í hverjum flokki sem að þeirra mati eigi að fá tilnefningu. Dómarar mega ekki taka þátt í kosningu, og vera viðstaddir, ef þeir eru beint eða óbeint tengdir innsendingunum sem um ræðir. Endanleg niðurstaða er munnlegt samkomulag dómnefndarinnar (meirihluti ræður).
Þrjár til fimm innsendingar eru tilnefndar til Lúðurs og ein af þeim vinnur Lúður.

Dómnefnd ÁRA

Dómnefnd skal skipa 11 manns er skiptist í eftirfarandi;

ÍMARK - 2 aðilar
     • Stjórnarmeðlimir, fulltrúar ÍMARK stjórnar.
Rannsóknarfyrirtæki - 2 aðilar
     • Fulltrúar rannsóknarfyrirtækja er gera markaðsrannsóknir.
Háskólasamfélagið - 1-2 aðilar
     • Fulltrúar úr háskólasamfélaginu á sviði er tengist beint markaðssviði eða viðskiptasviði.
Atvinnulífið - 5-6
     • Stjórn ÍMARK ákveður 5-6 fulltrúa atvinnulífsins.

 

Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir

Markaðstjóri Pennans & Eymundsson

 

Gunnar Thorberg

Framkvæmdastjóri Kapall markaðsráðgjöf

 

Einar Einarsson  

Framkvæmdastjóri Capacent rannsóknir

Formaður dómnefndar

 

Brynjólfur Eyjólfsson

Senior Manager - Rannsóknir & Greiningar

Fyrirtækjaráðgjöf - PWC

 

dr. Valdimar Sigurðsson

Dósent við Viðskiptadeild HR 

 

Auður Hermannsdóttir

Aðjúnkt við Viðskiptafræðideild HÍ 

 

Dagný Pétursdóttir

Framkvæmdastjóri Bláa lónsins

 

Björgvin Guðmundsson

Ritstjóri Viðskiptablaðsins

 

Elísabet Sveinsdóttir

Markaðsstjóri Advania

 

Sigríður Margrét Oddsdóttir

Forstjóri Já


 

Vinnufyrirkomulag dómnefndar ÁRA

Dómarar fara yfir innsendingar í tveimur umferðum. Í fyrri umferð fara dómarar yfir allar innsendingar á tölvutæku formi og gefa einkunn frá 1 upp í 100. Lykilþáttur í mati dómara er að meta gæði greininagerðarinnar og sönnun á árangri herferðarinnar.

Í seinni umferð hittist dómnefnd og fer yfir niðurstöður fyrri umferðar. Dómnefnd getur breytt niðurstöðunni ef rík ástæða þykir til þess og hefur einnig leyfi til að kalla eftir viðbótar upplýsingum frá einstaka innsendingaraðila.
Þrjár til fimm innsendingar eru tilnefndar til Lúðurs og eina af þeim vinnur Lúður.
Almannaheillaauglýsingar / ljósvakamiðlar
Vínbúðin
ENNEMM
Umferðarstofa
Hvíta húsið
Barnaheill – Save the Children á Íslandi
Hvíta húsið
VR
Fíton
Almannaheillaauglýsingar/aðrir miðlar
Meistaramánuður og Jónsson & Lemack´s
Jónsson & Le´macks
VR
Fíton
Actavis
Hvíta húsið
Barnaheill – Save the Children á Íslandi
Hvíta húsið
Auglýsingaherferðir
Síminn
ENNEMM
Icelandair
Íslenska
Kringlan
Jónsson & Le´macks
Geysir
E&Co.
Iceland Express
Fíton
Árangursríkasta Auglýsingaherferðin
Líf - styrktarfélag
Hvíta húsið
Hópkaup
PIPAR\TBWA auglýsingastofa
Tónlist.is
ENNEMM
Icelandair
Íslenska
Innnes
H:N Markaðssamskipti
Ásýnd fyrirtækis eða vörumerkis
Grillmarkaðurinn
Jónsson & Le´macks
Landsvirkjun
Jónsson & Le´macks
Kex-hostel
Jónsson & Le´macks
Cintamani
Íslenska
Landsbankinn
Jónsson & Le´macks
Kvikmyndaðar auglýsingar
365
Fíton
Icelandair
Íslenska
Landsbankinn
Jónsson & Le´macks
mbl.is
Íslenska
Icelandair
Íslenska
Markpóstur
Pósturinn
Hvíta húsið
Geysir
E&Co.
Vodafone
Fíton
Gagarín
Gagarín
365
Fíton
Prentauglýsingar
Cintamani
Íslenska
Cintamani
Íslenska
NÓI SÍRÍUS
Fíton
Geysir
E&Co.
Mjólkursamsalan
Hvíta húsið
Stafrænar auglýsingar / hreyfimyndir
Hámark / VÍfilfell
Vatikanið auglýsingastofa ehf.
FM957 - 365 miðlar
True North
Síminn
ENNEMM
Plain Vanilla
Jónsson & Le´macks
Icelandair
Íslenska
Stafrænar auglýsingar / samfélagsmiðlar
Síminn
ENNEMM
Íslandsstofa
Íslenska
TM
Jónsson & Le´macks
Icelandair
Íslenska
Íslandsbanki
Hvíta húsið
Stafrænar auglýsingar / vefauglýsingar
Ergo
Hvíta húsið
66°NORÐUR
Jónsson & Le´macks
Landsvirkjun
Jónsson & Le´macks
Síminn
ENNEMM
Síminn
ENNEMM / Locals Recommend
Umhverfisauglýsingar
Pósturinn
Hvíta húsið
Síminn
ENNEMM
Sjóvá
Hvíta húsið
Vörður
Íslenska
Orkusalan
Fíton
Útvarpsauglýsingar
Geysir
E&Co.
Toyota
Íslenska
Mjólkursamsalan
Hvíta húsið
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Jónsson & Le´macks
Pósturinn
Hvíta húsið
Val fólksins
Geysir
E&Co.
Veggspjöld og skilti
Flugfélag Íslands
Íslenska
Geysir
E&Co.
LÍFÍS
Fíton
Icelandair
Íslenska
Cintamani
Íslenska
Viðburðir
Icelandair
Íslenska
Íslandsstofa
Íslenska
ENNEMM
ENNEMM
Landsvirkjun
Gagarín
Sagenhaft
Saga Events og Fíton