Lúðurinn


Íslensku auglýsingaverðlaunin 


Lúðurinn 2016, Íslensku auglýsingaverðlaunin, verða afhent föstudaginn 10.mars í Elborgarsal Hörpu

Verðlaunin eru veitt fyrir þær auglýsingar sem að voru birtar á árinu 2016 og í því samhengi heitir keppnin Lúðurinn 2016

Lúðurinn er opinn öllum sem stunda gerð eða dreifingu auglýsinga á Íslandi. Tilgangur keppninnar er að vekja athygli á vel gerðum auglýsingum og auglýsingaefni sem og að veita aðstandendum þess verðskuldaða athygli.

Húsið opnar kl.17.00 með fordrykk og hefst hátíðin sjálf stundvíslega kl.18.00

Frjálst sætaval í Eldborgarsal Hörpu.

Að lokinni verðlaunaafhendingu verður partý í Hörpu til kl.21.00


Dagskrá Lúðrahátíðarinnar

17.00 – 18.00 Fordrykkur

18.00 – 19.30 Lúðrahátíðin, afhending verðlauna

19.30 – 21.00 Eftirpartý

Kynnir er Erpur Eyvindarson

Skráning fer fram hér


Flokkar  »
Nánar
Loka
Lúður 

Lúðurinn eru verðlaun sem veitir frumlegum, skapandi og snjöllum hugmyndum sem eru útfærðar á framúrskarandi hátt viðurkenningu.


Verðlaun eru veitt í eftirtöldum  flokkum 

1. Kvikmyndaðar auglýsingar 

2. Útvarpsauglýsingar 

3. Prentauglýsingar 

4. Vefauglýsingar 

5. Stafrænar auglýsingar

6. Samfélagsmiðlar 

7. Umhverfisauglýsingar og viðburðir 

8. Veggspjöld og skilti 

9. Bein markaðssetning 

10. Mörkun - ásýnd vörumerkis

11. Herferð 

12. Almannaheillaauglýsingar (Non profit) 
Þátttaka í Lúðri  »
Nánar
Loka
Þátttökuréttur

Keppnin er opin öllum þeim sem stunda gerð auglýsinga á Íslandi. Skilyrði er að auglýsingin sé íslensk, þ.e. gerð af stofu/einyrkja á Íslandi fyrir íslenskt fyrirtæki eða íslenska vöru/þjónustu. Auglýsingin þarf að hafa birst á Íslandi, í auglýsingatíma eða á þriðja miðli í fyrsta skipti árið 2016 og ekki á eigin miðli auglýsanda nema það sé skilgreint sérstaklega.

Innsendingar og skilafrestur
Tekið er á móti innsendingum í keppnina, dagana 21.desember 2016 - 23. janúar 2017.   

Að þessu sinni verður innsendingarfyrirkomulag með sama hætti og í fyrra.


Sækja þarf um þátttöku hér

https://goo.gl/forms/Zc0D9y4rykAeBLWK2

Innan tveggja sólarhringa frá tilkynningu um þátttöku mun berast tölvupóstur til tengiliðs með nánari upplýsingum ásamt hlekk á Dropbox-vefsvæði Lúðursins þar sem finna má sniðmát fyrir innsendingarnar. Í tölvupóstinum verður einnig google spreadsheet skrá, sem að fylla þarf út og að tiltaka allar innsendingar sem að stendur til að senda inn í keppnina. Tekið verður á móti öllum innsendum gögnum í þar til gerðu sniðmáti (sérhönnuðu Keynote skjali). Þetta á við innsendingar í öllum flokkum Lúðurs.

Athygli er vakin á því að lúðrar verða veittir á Lúðrahátíðinni föstudaginn 10.mars 2017, en verðlaun í ÁRU keppninni verða afhent fyrr um daginn, eða á sjálfum ÍMARK deginum. Nánari upplýsingar um ÁRU keppnina er að finna hér.

Skilafrestur
Innsendingar verða að hafa borist ÍMARK fyrir kl. 24.00, mánudaginn 23. janúar 2017.
Í flokkum þar sem skila þarf sýnishornum af innsendingum er tekið á móti þeim á skrifstofu ÍMARK að Auðbrekku 10 (3. hæð) á milli kl. 13.00 og 16.00 23. janúar 2017.

Athugasemdir vegna Lúðurs
Formlegar athugasemdir vegna Lúðurs skal senda með tölvupósti á imark@imark.is og úrskurðarnefnd mun taka þær fyrir. Úrskurðarnefnd skipar stjórnarformann ÍMARK, framkvæmdastjóra ÍMARK og formaður dómnefndar Lúðurs. Formlegum athugasemdum er svarað með niðurstöðu úrskurðanefndar. Athugasemdir skulu berast undir nafni innsendanda og ábyrgðaraðila.

Innsendingar í Lúður
Stöðluð sniðmát (Keynote skjöl) skulu notuð og þar verður ekki tekið við samsettu kynningarmyndbandi sem kynnir innsendingu. Einungis er tekið við myndböndum sem voru beinn hluti af viðkomandi kynningarátaki, ljósmyndum sem sýna auglýsingar eða hluti í viðkomandi kynningu og hluti sem voru þáttur í kynningarátakinu (t.d. hlutir sem sendir eru á markhóp, líkt og t.d. í beinni markaðssetningu).

Við innsendingar skal hafa eftirfarandi í huga:

 • Fylgið alfarið innsendingar forminu og þeim leiðbeiningum sem fylgja

 • Allt sem fram þarf að koma og skila sér til dómnefndar þarf að vera innan innsendingarformsins og án viðhengja

 • Ekki er heimilt að breyta innsendingarforminu né bæta við það.

 • Ekki er heimilt að nota hreyfingu (animation) í innsendingunum þó Keynote/ PowerPoint bjóði upp á slíkt.

 • Sé þörf á að vekja sérstaklega athygli á tilteknum þáttum innsendra auglýsinga er gott að nýta síður fyrir frjálsa nýtingu til þess. Sem dæmi um slíkt væri t.d. að þysja inn á myndefni eða texta sem óskað er eftir að dómnefnd veiti sérstaka athygli.

 • Ekki er heimilt senda inn hlekki á vefsíður, samfélagsmiðla eða vefborða. Í slíkum tilfellum er heimilt að senda inn video-upptökur af virkni auglýsinga til útskýringa.

 • Aðeins er ætlast til að innsendingar innihaldi myndefni en ekki kvikmyndað efni eða hljóðsett nema í þeim flokkum sem krefjast þess sérstaklega (t.d. viðburðir)

 • Takmarka skal fjölda auglýsinga í hverri innsendingu eins og unnt er. Á þetta sérstaklega við um þegar auglýsinga-seríur eru sendar saman sem ein innsending. Áskilur dómnefnd sér rétt til að takmarka birtingu auglýsinga við 3 auglýsingar valdar af handahófi innan hverjar innsendingar.

 • Ekki er heimilt að birta myndefni eða grafík á þeim slæðum sem auglýsingar birtast dómnefnd hafi það ekki birst áheyrendum við upphaflega birtingu auglýsingar. T.d. í flokki útvarpsauglýinga skal aðeins setja inn hljóðskjal á þær slæður sem við á innan innsendingarforms.

 • Ekki er heimilt að hljóðsetja video-upptökur eða myndbönd með öðrum en þeim hljóðum sem birtust þeim sem sáu auglýsinguna upphaflega.

 • Í þeim tilfellum sem sama auglýsing er send inn í fleiri en einn flokk er mikilvægt að draga fram sérstaklega þá þætti sem dæma skal eftir miðað við skilgreiningu flokks sem við á hverju sinni.

 • Óheimilt er með öllu að framleiða innseindar sérstaklega, klippa saman efni, hljóðsetja eða vinna grafískt þannig að það geti haft áhrif á dómnefndarstörf eða geti gefið ranga mynd af því sem raunverulega átti sér upphaflega stað í tiltekinni auglýsingu/miðlunarleið.

 • Óheimilt er að senda með útskýringar á framleiðsluaðferð auglýsinga hafi það ekki komið fram í auglýsingunni sjálfri þegar hún birtist markaðnum. Dómnefnd dæmir eftir því hvernig auglýsing birtist áheyrendum upphaflega. 

 • Óheimilt er að taka fram árangur herferða í innsendingum sem og aðra tölfræði sbr áhorfstölur, fjölda “like”, o.þ.h. Ekki má reyna að “selja” dómnend ágæti auglýsingar eða árangurs herferða. Útskýringartexta má aðeins setja inn til að auglýsa tilefnin birtingar nema þess sé þörf svo dómnefnd geti skilið samhengi hennar. (Birting á síðasta degi skóla, á degi sólmyrkva osfrv. Útskýra má notkun á miðli sé hún óhefðbundin og óljós og komist illa til skila innan innsendingar. 

 • Sé það vilji innsendanda að vekja sérstaklega áhuga dómnefndar á textagerð eða handriti auglýsingar skal allur texti fyglja með innseindingu með auðlesanlegum hætti. Inná viðbótar slæðum kynninga eðs sem sér textaskjal samhliða innsendingu (Textedit, Word, o.s.frv.). Á þetta jafnt við um lesinn texta, prentaðan eða birtan á skjá með öðrum hætti.

 • Efni sem sent er inn í Lúðurinn áskilur ÍMARK sér rétt til að birta opinberlega í tengslum við kynningu keppninnar og frétta í kjölfar hennar. Er það á ábyrgð innsendanda að tryggja að öll réttindi fyrir því séu til staðar. 

 • Merkja skal innsendingar í flokk almannaheillaauglýsinga sérstaklega sem slíkar. Dómnefnd mun veita tilnefingar og Lúður fyrir bestu almannaheillaauglýsingar úr öllum flokkkum.


Seinni umferð

 • Ekki er óskað eftir gögnum vegna seinni umferðar


Þáttökureglur  »
Nánar
Loka

Lúður 2016 – ÞÁTTTÖKUREGLUR

1. Þáttökuréttur
Keppnin er opin öllum þeim sem stunda gerð og/eða dreifingu auglýsinga á Íslandi.

Skilyrði er að auglýsingin sé íslensk, þ.e. gerð af stofu/einyrkja á Íslandi fyrir íslenskt fyrirtæki eða íslenska vöru/þjónustu. Auglýsingin þarf að hafa birst á Íslandi, í auglýsingatíma eða á þriðja miðli í fyrsta skipti árið 2016  og ekki á eigin miðli auglýsanda nema það sé skilgreint sérstaklega.

2. Flokkar

Veitt verða verðlaun í eftirtöldum flokkum 

 1. Kvikmyndaðar auglýsingar 
 2. Útvarpsauglýsingar 
 3. Prentauglýsingar 
 4. Vefauglýsingar 
 5. Stafrænar auglýsingar
 6. Samfélagsmiðlar 
 7. Umhverfisauglýsingar og viðburðir
 8. Veggspjöld og skilti 
 9. Bein markaðssetning 
 10. Mörkun - ásýnd vörumerkis
 11. Almannaheillaauglýsingar
 12. Herferðir
 

3. Þátttaka í Lúðri 2016

Tekið er á móti innsendingum í keppnina, dagana 21.desember 2016 - 23. janúar 2017

Að þessu sinni verður innsendingarfyrirkomulag með sama hætti og í fyrra. Tekið verður á móti gögnum í þar til gerðu sniðmáti (sérhönnuðu Keynote skjali). Innan tveggja sólarhringa frá tilkynningu um þátttöku mun berast tölvupóstur til tengiliðs með nánari upplýsingum ásamt hlekk á Dropbox-vefsvæði Lúðursins þar sem finna má sniðmát fyrir innsendingarnar. Þar verður einnig tekið á móti öllum innsendingum í  flokka Lúðurs. Athugið að innsendingar í Lúður og ÁRU er ekki eins háttað í ár.  Nánari upplýsingar um ÁRU keppnina er að finna undir ÁRU flipanum á heimasíðunni. 

Reikningur verður sendur á þátttakendur samkvæmt yfirliti innsendinga til ÍMARK og athugið að það þarf að greiða reikninginn á gjalddaga (sem verður eftir fyrsta fund dómnefndar). Ef ekki er greitt innan tiltekins greiðslufrests verður innsendingarefni viðkomandi þátttakanda sjálfkrafa dæmt úr leik.

Innsendingar sem ekki fylgja þátttökureglum verða sjálfkrafa dæmdar úr leik án endurgreiðslu þátttökukostnaðar. Ef upp koma vandamál í sýningu á innsendingarefni í prufukeyrslu (sem er skilað samkvæmt þátttökureglum) er haft samband við viðkomandi þátttakanda til að fá efni endursent en í þeim tilvikum þarf þátttakandi að bregðast strax við.

Fyrirspurnum er svarað á skrifstofu ÍMARK í síma 8990689 eða í tölvupósti á imark@imark.is.

Ef innsent efni er ekki sent inn samkvæmt reglum má eiga von á að efnið verði ekki með í keppninni og þátttökugjald fyrnist.

4. Skilafrestur

Innsendingar verða að hafa borist ÍMARK fyrir kl. 24.00, mánudaginn 23. janúar 2017.

Í flokkum þar sem skila þarf sýnishornum af innsendingum er tekið á móti þeim á skrifstofu ÍMARK að að Auðbrekku 10 (3. hæð) á milli kl. 13.00 og 16.00 23. janúar 2017. 


5. Þátttökugjald

Þátttökugjald er 10.000,- kr. fyrir hverja innsendingu í Lúðri að undanskildum flokknum Herferðir 

Þátttökugjald er 50.000,- kr. fyrir innsendingu í flokkinn Herferðir


6. Greiðsla á þátttökugjaldi
Greiða skal þátttökugjald fyrir innsendingar inn í Lúðurinn samkvæmt reikningi ÍMARK er sendur verður á þátttakendur. Ef fullnaðargreiðsla fyrir innsendingunum á sér ekki stað innan tiltekins greiðslufrests verður innsendingarefni viðkomandi stofu/aðila sjálfkrafa dæmt úr leik.

Til athugunar: 

Í verði innsendinga er gert ráð fyrir að sending frá hverri stofu komi tilbúin samkvæmt reglum. Allar breytingar á innsendingum og lagfæringar eftir að gögn eru komin til ÍMARK þarf að gera skriflega til ÍMARK og geta falið í sér aukakostnað fyrir þátttakendur. Því er mikilvægt að vanda undirbúning og frágang innsendinga við skil.

Fjársektum (dagsektum) verður beitt við frávikum frá innsendingarreglum, kr. 50.000,- pr. dag / frávik.


7. Skilgreining á flokkum Lúðurs:

7.1. Kvikmyndaðar auglýsingar

Auglýsingar, leiknar, ljósmyndaðar eða teiknaðar, sem gerðar eru fyrir sjónvarp, kvikmyndahús eða vefmiðla. Leyfilegt er að senda inn fleiri en eina kvikmyndaða auglýsingu séu þær hluti af sömu herferð.

Hlaða skal öllu efni inn í Keynote-skjalið, án viðhengja. Ekki má bæta við glærum. Í þessum flokki eru 10 glærur fyrir frjálsa nýtingu. Nánari skýringar í Keynote-skjalinu.


7.2. Útvarpsauglýsingar
Auglýsingar sem eingöngu eru gerðar fyrir útvarp. Hljóðrásir af sjónvarpsauglýsingum eru ekki gildar. Leyfilegt er að senda inn fleiri en eina útvarpsauglýsingu séu þær hluti af sömu herferð.

Hlaða skal öllu efni inn í Keynote-skjalið, án viðhengja. Ekki má bæta við glærum. Nánari skýringar í Keynote-skjalinu.


7.3. Vefauglýsingar
Geta ekki verið míkróvefir, herferðavefur eða leikir á eigin miðlum þar sem þeir færast yfir í stafrænar auglýsingar. Vefauglýsingar geta verið allar vefauglýsingar í keyptum vefplássum, þar með talið google display auglýsingar, facebookauglýsingar, auglýsingar á fréttaveitum og þess háttar. 

Hlaða skal öllu efni inn í Keynote-skjalið, án viðhengja. Ekki má bæta við glærum.  Nánari skýringar eru í Keynote-skjalinu.

7.4. Stafrænar auglýsingar
Hér erum að ræða flokk fyirr auglýsingamiðlun á eigin miðlum. Undir þennan flokk fellur stafrænt efni á eigin miðlum, herferðar heimasíður, míkrósíður, snjalltækja öpp, farsímavefir, leikjasíður og önnur stafræn auglýsingamiðlun. (ATH ekki er verðlaunað fyrir varanlega vefi auglýsenda).


7.5. Prentauglýsingar

Auglýsingar sem gerðar eru til birtingar í dagblöðum og/eða tímaritum. Leyfilegt er að senda inn fleiri en eina prentauglýsingu séu þær hluti af sömu herferð.

Hlaða skal öllu efni inn í Keynote-skjalið, án viðhengja. Ekki má bæta við glærum.  Nánari skýringar eru í Keynote-skjalinu.


7.6. Umhverfisauglýsingar og viðburðir

Þrívíð grafík á umhverfisskilti, sýningarbásar eða viðburðir sem vekja athygli á vöru og/eða þjónustu eða byggja upp ímynd fyrirtækis gagnvart viðskiptavinum eða starfsmönnum.

Hlaða skal öllu efni inn í Keynote-skjalið, án viðhengja. Ekki má bæta við glærum. Í þessum flokki eru 5 glærur fyrir frjálsa nýtingu. Nánari skýringar eru í Keynote-skjalinu.


7.7. Veggspjöld og skilti

Tvívíð grafík á t.d. umhverfisskilti og eða hefðbundin plaköt. Leyfilegt er að senda fleiri en eina auglýsingu séu þær hluti af sömu herferð.

Hlaða skal öllu efni inn í Keynote-skjalið, án viðhengja. Ekki má bæta við glærum.  Nánari skýringar eru í Keynote-skjalinu.

7.8. Bein markaðssetning

Bein markaðssetning í t.d. prentuðu eða rafrænu formi, hlutur eða gjörningur sem sendur er á fyrirfram skilgreindan hóp í þeim tilgangi að framkalla bein viðbrögð. Lágmarksfjöldi markhóps er 300 einstaklingar/fyrirtæki.

Hlaða skal öllu efni inn í Keynote-skjalið, án viðhengja. Ekki má bæta við glærum.  Nánari skýringar eru í Keynote-skjalinu.


7.9. Mörkun - ásýnd vörumerkis

Mörkun eða endurmörkun fyrirtækis tekur til nýrra eða eldri vörumerkja. Um er að ræða breytingar á merki eða heildarútliti. Sýna skal útlit fyrir og eftir breytingu sé um endurmörkun að ræða.

Hlaða skal öllu efni inn í Keynote-skjalið, án viðhengja. Ekki má bæta við glærum. Nánari skýringar eru í Keynote-skjalinu.

7.10. Almannaheillaauglýsingar (non-profit)

Í þessum flokki er ekki óskað eftir sérstökum innsendingum. Almannaheillaauglýsingar er heimilt að senda inn í þá flokka sem við á hverju sinni og mun dómnefnd veita Lúður fyrir bestu innsendu almannaheillaauglýsinuna sem valin er úr öllum flokkum. 

Hægt er að merkja sérstaklega við í sniðmáti innsendingar ef um almannaheillaauglýsingu er að ræða.

Skilgreining á almannaheillaauglýsingum er eftirfarandi:

Fyrirtæki/samtök sem skila eigendum sínum hagnaði eða fjárhagslegum ávinnigin (,,non-profit") falla undir almannaheillaflokkinn.

Auglýsingar í þessum flokki eru til þess fallnar að breyta hegðun/hugsun markhópsins og hafa áhrif á eða skila umbjóðendum betri lífsskilyrðum, t.d. auglýsingar um forvarnarmál, umhverfismál, heilsufarsmál, trúmá, minnihlutamál, mannréttindamál, menntamál, öryggismál, friðarmál, góðgerðarmál, pólitísk mál og auglýsingar stéttarfélaga. Ímyndarauglýsingar ,,profit" fyrirtækja eiga ekki heima í þessum flokki. 


7.11. Samfélagsmiðlar

Flokkur samfélagsmiðla á nú við um herferðir í samfélagsmiðlum utan keyptra auglýsingasvæða. Dómnefnd skal horfa til hversu snjöll notkun samfélagasmiðla er og hvernig skilaboðum og hugmynd er komið á framfæri.  (Sérstaklega er tekið fram að þessi flokkur er ekki ,,like"-talning.)

Hlaða skal öllu efni inn í Keynote-skjalið, án viðhengja. Ekki má bæta við glærum. Nánari skýringar eru í Keynote-skjalinu.


7.12. Herferð

Hugmynd útfærð á ólíka og snjalla vegu í ólíkum miðlum með áherslu á að nýta sér ólíka eiginleika miðlanna.

Hlaða skal öllu efni inn í Keynote-skjalið, án viðhengja. Ekki má bæta við glærum. Nánari skýringar eru í Keynote-skjalinu.


Fagverðlaun

Dómnefnd getur ákveðið að veita sérstök verðlaun fyrir metnaðarfulla og fagmannlega vinnu í eftirtöldum flokkum. Ekki er sent inn í þennan flokk.

 1. Textagerð
 2. Art Direction
 3. Ljósmyndun
 4. Kvikmyndataka
 5. Hreyfimyndagrafík
 6. Nýstárleg notkun á miðlum

Dómnefnd er frjálst að verðlauna annað handverk sem þótti skara framúr á árinu til viðbótar við það sem talið er upp.

Dómnefnd  »
Nánar
Loka

Dómnefnd og dómnefndarstörf

Fyrst og fremst er það hlutverk dómnefndar að skila af sér niðurstöðu sem almenn sátt ríkir um innan dómnefndar. Dómnefnd hefur umtalsvert frelsi um túlkun efnisatriða og má beita ýmsum aðferðum til að komast að niðurstöðu, svo lengi sem almenn sátt dómnefndar sé þar að baki. Er það á ábyrgð formanns að tryggja að svo sé.

í dómnefnd sitja að jafnaði 12 aðilar. Sjö aðilar skulu tilnefndir af SÍA og skal hver og einn gegna stöðunni ,,Creative Director" eða ,,Art Director". Þrír aðilar skulu tilnefndir af ÍMARK, auk formanns dómnefndar sem leiðir dómnefndarstörf og hefur ekki atkvæðisrétt. Að lokum verða tveir fulltrúar frá auglýsingastofum sem að tilheyra ekki SÍA, og skulu þeir gegna stöðu ,,Creative Director" eða ,,Art Director". 

Dæmt er í tveimur umferðum. Í fyrri umferð skal innsendingum fækkað niður í þann fjölda sem að dómnefnd telur að eigi möguleika á tilnefningu. Er það í verkahring dómnefndar að ákveða hversu margar tilnefningar skulu vera í hverjum flokki. Faglegur rökstuðningur dómnefndar skal ávallt fylgja slíkum ákvörðunum. 

Enginn víkur sæti vegna vanhæfni heldur sitja allir dómnefndarmenn inni í öllum kosningum. Mæti dómarar ekki til dómnefndarstarfa missa þeir sæti sitt á meðan sá hluti dómnefndarstarfa á sér stað. Dómurum er ekki heimilt að senda fyrir sig staðgengil. Dómnefndarstörf fara fram með skriflegum hætti þar sem dómarar kvitta undir sín atkvæði og því er kosningin rekjanleg niður á nafn dómara. Niðurstöður verða ekki gerðar opinberar nema ástæða sé talin til þess sérstaklega að mati stjórnar ÍMARK. Ef dómnefnd er ósammála og til atkvæðagreiðslu kemur, verður hægt að sjá atkvæði hvers dómara að keppni lokinni.

Dómnefnd ræðir saman opinskátt um verkin og kemst að sameiginlegri niðurstöðu. Rökstuðningur skal fylgja öllum niðurstöðum. Ef sameiginleg niðurstaða fæst ekki verða greidd atkvæði um sigurvegara. Ef atkvæðagreiðsla gefur ekki niðurstöðu er það hlutverk formanns dómnefndar að skera úr um málin. Formaður dómnefndar ber ábyrgð á niðurstöðum og kynnir þær á verðlaunaafhendingu. 

Starfsmaður ÍMARK annast ritarastörf og skráningu á dómnefndarfundi.