Lúðurinn


Íslensku auglýsingaverðlaunin 
Lúðurinn 2015, Íslensku auglýsingaverðlaunin, verða afhent föstudaginn 4.mars í Háskólabíói.

Verðlaunin eru veitt fyrir þær auglýsingar sem að voru birtar á árinu 2015 og í því samhengi heitir keppnin Lúðurinn 2015.

Húsið opnar kl.17 með fordrykk 

Hátíðin sjálf hefst stundvíslega kl.18

Frjálst sætaval.

Að lokinni verðlaunaafhendingu verður partý í anddyri Háskólabíós

Lúðurinn er opinn öllum sem stunda gerð eða dreifingu auglýsinga á Íslandi. Tilgangur keppninnar er að vekja athygli á vel gerðum auglýsingum og auglýsingaefni og veita aðstandendum þess verðskuldaða athygli.Flokkar  »
Nánar
Loka
Lúður - AAÁ
Athyglisverðasta auglýsing ársins, AAÁ, er lúður sem veitir frumlegum, skapandi og snjöllum hugmyndum sem eru útfærðar á framúrskarandi hátt viðurkenningu.

Veitt verða verðlaun í eftirtöldum  flokkum (AAÁ)
Kvikmyndaðar auglýsingar 
Útvarpsauglýsingar 
Prentauglýsingar 
Vefauglýsingar 
Samfélagsmiðlar 
Umhverfisauglýsingar og viðburðir 
Veggspjöld og skilti 
Bein markaðssetning 
Mörkun - ásýnd vörumerkis
Almannaheillaauglýsingar (Non profit) 

Herferð 

Auglýsing ársins - ,,Best in Show"     


Þátttaka í Lúðri  »
Nánar
Loka
Þátttökuréttur

Keppnin er opin öllum þeim sem stunda gerð auglýsinga á Íslandi. Skilyrði er að auglýsingin sé íslensk, þ.e. gerð af stofu/einyrkja á Íslandi fyrir íslenskt fyrirtæki eða íslenska vöru/þjónustu. Auglýsingin þarf að hafa birst á Íslandi, í auglýsingatíma eða á þriðja miðli í fyrsta skipti árið 2015 (ekki á eigin miðli auglýsanda).

Skilyrði fyrir þátttöku í flokknum Árangursríkasta auglýsingaherferðin, ÁRA, er að auglýsingaherferðin hafi birst á Íslandi milli 1. janúar 2014 og 31. desember 2015. Herferðir mega hafa hafist áður, en þær verða að hafa birst á þessu tímabili og hafa tengingu við það.

Innsendingar og skilafrestur
Tekið er á móti innsendingum í keppnina, dagana 11.desember 2015 - 18. janúar 2016.   

Að þessu sinni verður innsendingarfyrirkomulag með öðrum hætti en það hefur verið undanfarin ár.

Sækja þarf um þátttöku hér

Innan sólarhrings frá tilkynningu um þátttöku mun berast tölvupóstur til tengiliðs með nánari upplýsingum ásamt hlekk á Dropbox-vefsvæði Lúðursins þar sem finna má sniðmát fyrir innsendingarnar. Tekið verður á móti gögnum í þar til gerðu sniðmáti (sérhönnuðu Keynote skjali). Þar verður einnig tekið á móti öllum innsendingum í AAÁ flokka Lúðurs.

Athygli er vakin á því að Lúðra keppnin mun veita verðlaun fyrir athyglisverðustu auglýsingar ársins (AAÁ), en verðlaun í ÁRU keppnina verða afhent fyrr um daginn, eða á sjálfum ÍMARK deginum. Nánari upplýsingar um ÁRU keppnina er að finna hér.

Skilafrestur
Innsendingar verða að hafa borist ÍMARK fyrir kl. 24.00, mánudaginn 18. janúar 2016.
Í flokkum þar sem skila þarf sýnishornum af innsendingum er tekið á móti þeim á skrifstofu ÍMARK að Borgartúni 28 (3. hæð) á milli kl. 13.00 og 16.00 18. janúar 2016.

Athugasemdir vegna Lúðurs
Formlegar athugasemdir vegna Lúðurs skal senda með tölvupósti á imark@imark.is og úrskurðarnefnd mun taka þær fyrir. Úrskurðarnefnd skipar stjórnarformann ÍMARK, framkvæmdastjóra ÍMARK og formann viðkomandi dómnefndar (AAÁ). Formlegum athugasemdum er svarað með niðurstöðu úrskurðanefndar.

Innsendingar í AAÁ
Í fyrri umferð skulu stöðluð sniðmát (Keynote skjöl) notuð og þar verður ekki tekið við samsettu kynningarmyndbandi sem kynnir innsendingu. Einungis er tekið við myndböndum sem voru beinn hluti af viðkomandi kynningarátaki, ljósmyndum sem sýna auglýsingar eða hluti í viðkomandi kynningu og hluti sem voru þáttur í kynningarátakinu (t.d. hlutir sem sendir eru á markhóp, líkt og t.d. í beinni markaðssetningu).

Við innsendingar skal hafa eftirfarandi í huga:

Fyrri umferð

 • Allt sem fram þarf að koma og skila sér til dómnefndar þarf að vera innan sniðmátsins (innsendingarforminu)
 • Ekki má breyta sniðmátinu 
 • Ekki er heimilt að nota nokkurs konar hreyfingu í innsendingum þó Keynote/Power Point bjóði upp á slíkt
 • Sé þörf á að verkja sérstaklega athygli að tilteknum þáttum innsendra auglýsinga, er gott að nýta slæður fyrir frjálsa nýtingu til þess. Sem dæmi um slíkt væri t.d. að zoom-a inn á myndefni eða texta sem óskað er eftir að dómnefnd veiti sérstaka athygli
 • Ekki er heimilt að senda inn linka á vefsíður, samfélagsmiðla eða vefborða. Í slíkum tilfellum er heimilit að senda inn video-upptökur af virkni auglýsinga til útskýringa.
 • Í fyrri umferð er eingöngu ætlast til að innsendingar innihaldi myndefni en ekki kvikmyndað efni eða hljóðsett nema í þeim flokkum sem krefjast þess sérstaklega.
 • Ekki er heimilt að hljóðsetja video-upptökur eða myndbönd með öðrum en þeim hljóðum sem birtust þeim sem sáu auglýsinguna upphaflega
 • Allur texti sem kemur fram í augýsingu skal fylgja með innsendingu í sér textaskrá (textedit, word, osfrv.) Á þetta jafnt við um lesinn texta, prentaðan eða birtan á skjá með öðrum hætti.

Seinni umferð

 • Þeir sem komast áfram í seinni umferð dómnefndar fá tilkynningu þess efnis
 • Í seinni umferð eru heimilaðar video innsendingar skv. þátttökureglum
 • Nákvæmur kredit-listi (vegna fagverðlauna) yfir eftirfarandi fagsvið skal fylgja innsendingum í seinni umferð: Hönnuðir, texta-og hugmyndasmiður, markaðsráðgjafi á stofu, starfsfólk fyrirtækis (markaðsdeildar) sem að verki komu, leikstjóri, framleiðandi, ljósmyndari og aðrir sem að verki komu og rétt þykir að tiltaka
 • Fyrir seinni umferð verður gefinn kostur á að vinna innsendingu betur og senda inn til ÍMARK. Viðbótum við þær innsendingar skal skila 7 dögum eftir að dómnefnd hefur lokið fyrri umferð. 
 • Seinni umferð dómnefndar fer fram 10 dögum eftir fyrri umferð. 
 • Í seinni umferð áskilur ÍMARK sér þann rétt að birta innsent efni opinberlega í tengslum við kynningu á Lúðrahátíðinni og í fréttum tengdum henni.


Þáttökureglur  »
Nánar
Loka

Lúður 2015 – ÞÁTTTÖKUREGLUR

1. Þáttökuréttur
Keppnin er opin öllum þeim sem stunda gerð og/eða dreifingu auglýsinga á Íslandi.

Skilyrði er að auglýsingin sé íslensk, þ.e. gerð af stofu/einyrkja á Íslandi fyrir íslenskt fyrirtæki eða íslenska vöru/þjónustu. Auglýsingin þarf að hafa birst á Íslandi, í auglýsingatíma eða á þriðja miðli í fyrsta skipti árið 2015 (ekki á eigin miðli auglýsanda).

2. Flokkar

Veitt verða verðlaun í eftirtöldum flokkum (AAÁ):

 • Kvikmyndaðar auglýsingar 
 • Útvarpsauglýsingar 
 • Prentauglýsingar 
 • Vefauglýsingar 
 • Samfélagsmiðlar 
 • Umhverfisauglýsingar og viðburðir
 • Veggspjöld og skilti 
 • Bein markaðssetning 
 • Mörkun - ásýnd vörumerkis
 • Almannaheillaauglýsingar
 • Herferðir
 • Auglýsing ársins - ,,Best in Show"
 

3. Þátttaka í Lúðri 2015

Tekið er á móti innsendingum í keppnina, dagana 11.desember 2015 - 18. janúar 2016

Að þessu sinni verður innsendingarfyrirkomulag með öðrum hætti en það hefur verið undanfarin ár. Tekið verður á móti gögnum í þar til gerðu sniðmáti (sérhönnuðu Keynote skjali). Innan sólarhrings frá tilkynningu um þátttöku mun berast tölvupóstur til tengiliðs með nánari upplýsingum ásamt hlekk á Dropbox-vefsvæði Lúðursins þar sem finna má sniðmát fyrir innsendingarnar. Þar verður einnig tekið á móti öllum innsendingum í AAÁ flokka Lúðurs. Athugið að innsendingar í Lúður og ÁRU er ekki eins háttað í ár.  Nánari upplýsingar um ÁRU keppnina er að finna undir ÁRU flipanum á heimasíðunni. 

Reikningur verður sendur á þátttakendur samkvæmt yfirliti innsendinga til ÍMARK og athugið að það þarf að greiða reikninginn á gjalddaga (sem verður eftir fyrsta fund dómnefndar). Ef ekki er greitt innan tiltekins greiðslufrests verður innsendingarefni viðkomandi þátttakanda sjálfkrafa dæmt úr leik.

Innsendingar sem ekki fylgja þátttökureglum verða sjálfkrafa dæmdar úr leik án endurgreiðslu þátttökukostnaðar. Ef upp koma vandamál í sýningu á innsendingarefni í prufukeyrslu (sem er skilað samkvæmt þátttökureglum) er haft samband við viðkomandi þátttakanda til að fá efni endursent en í þeim tilvikum þarf þátttakandi að bregðast strax við.

Athugið að allt efni í ÁRA skal skila inn á rafrænu formi á vefsvæðinu

Fyrirspurnum er svarað á skrifstofu ÍMARK í síma 8990689 eða í tölvupósti á imark@imark.is.

Ef innsent efni er ekki sent inn samkvæmt reglum má eiga von á að efnið verði ekki með í keppninni og þátttökugjald fyrnist.

4. Skilafrestur

Innsendingar verða að hafa borist ÍMARK fyrir kl. 24.00, mánudaginn 18. janúar 2016.

Í flokkum þar sem skila þarf sýnishornum af innsendingum er tekið á móti þeim á skrifstofu ÍMARK að Borgartúni 28 (3. hæð) á milli kl. 13.00 og 16.00 18.janúar 2016


5. Þátttökugjald

Þátttökugjald er 10.000,- kr. fyrir hverja innsendingu í AAÁ að undanskildum flokknum Herferðir AAÁ.

Þátttökugjald er 50.000,- kr. fyrir innsendingu í flokkinn Herferðir AAÁ.

Þátttökugjald er 50.000,- kr. fyrir hverja innsendingu í ÁRA.


6. Greiðsla á þátttökugjaldi
Greiða skal þátttökugjald fyrir innsendingar inn í Lúðurinn samkvæmt reikningi ÍMARK er sendur verður á þátttakendur. Ef fullnaðargreiðsla fyrir innsendingunum á sér ekki stað innan tiltekins greiðslufrests verður innsendingarefni viðkomandi stofu/aðila sjálfkrafa dæmt úr leik.

Til athugunar: 

Í verði innsendinga er gert ráð fyrir að sending frá hverri stofu komi tilbúin samkvæmt reglum. Allar breytingar á innsendingum og lagfæringar eftir að gögn eru komin til ÍMARK þarf að gera skriflega til ÍMARK og geta falið í sér aukakostnað fyrir þátttakendur. Því er mikilvægt að vanda undirbúning og frágang innsendinga við skil.


7. Skilgreining á AAÁ flokkum:

7.1. Kvikmyndaðar auglýsingar

Auglýsingar, leiknar, ljósmyndaðar eða teiknaðar, sem gerðar eru fyrir sjónvarp, kvikmyndahús eða vefmiðla. Leyfilegt er að senda inn fleiri en eina kvikmyndaða auglýsingu séu þær hluti af sömu herferð.

Hlaða skal öllu efni inn í Keynote-skjalið, án viðhengja. Ekki má bæta við glærum. Í þessum flokki eru 14 glærur fyrir frjálsa nýtingu. Nánari skýringar í Keynote-skjalinu.


7.2. Útvarpsauglýsingar
Auglýsingar sem eingöngu eru gerðar fyrir útvarp. Hljóðrásir af sjónvarpsauglýsingum eru ekki gildar. Leyfilegt er að senda inn fleiri en eina útvarpsauglýsingu séu þær hluti af sömu herferð.

Hlaða skal öllu efni inn í Keynote-skjalið, án viðhengja. Ekki má bæta við glærum. Nánari skýringar í Keynote-skjalinu.


7.3. Vefauglýsingar
Auglýsingar sem birtast í keyptu rými í vefumhverfi. Auglýsing getur einnig verið míkróvefur, herferðarvefur, leikir sem ætlaðir eru til að vekja athygli á vöru eða þjónustu eða auglýsingar í farsíma. Varanlegir vefir auglýsanda eiga ekki heima í þessum flokki. Leyfilegt er að senda inn fleiri en eina vefauglýsingu séu þær hluti af sömu herferð.

Hlaða skal öllu efni inn í Keynote-skjalið, án viðhengja. Ekki má bæta við glærum.  Nánari skýringar eru í Keynote-skjalinu.


7.4. Prentauglýsingar

Auglýsingar sem gerðar eru til birtingar í dagblöðum og/eða tímaritum. Leyfilegt er að senda inn fleiri en eina prentauglýsingu séu þær hluti af sömu herferð.

Hlaða skal öllu efni inn í Keynote-skjalið, án viðhengja. Ekki má bæta við glærum.  Nánari skýringar eru í Keynote-skjalinu.


7.5. Umhverfisauglýsingar og viðburðir

Þrívíð grafík á umhverfisskilti, sýningarbásar eða viðburðir sem vekja athygli á vöru og/eða þjónustu eða byggja upp ímynd fyrirtækis gagnvart viðskiptavinum eða starfsmönnum.

Hlaða skal öllu efni inn í Keynote-skjalið, án viðhengja. Ekki má bæta við glærum. Í þessum flokki eru 5 glærur fyrir frjálsa nýtingu. Nánari skýringar eru í Keynote-skjalinu.


7.6. Veggspjöld og skilti

Tvívíð grafík á t.d. umhverfisskilti og eða hefðbundin plaköt. Leyfilegt er að senda fleiri en eina auglýsingu séu þær hluti af sömu herferð.

Hlaða skal öllu efni inn í Keynote-skjalið, án viðhengja. Ekki má bæta við glærum.  Nánari skýringar eru í Keynote-skjalinu.

7.7. Bein markaðssetning

Bein markaðssetning í t.d. prentuðu eða rafrænu formi, hlutur eða gjörningur sem sendur er á fyrirfram skilgreindan hóp í þeim tilgangi að framkalla bein viðbrögð. Lágmarksfjöldi markhóps er 300 einstaklingar/fyrirtæki.

Hlaða skal öllu efni inn í Keynote-skjalið, án viðhengja. Ekki má bæta við glærum.  Nánari skýringar eru í Keynote-skjalinu.


7.8. Mörkun - ásýnd vörumerkis

Mörkun eða endurmörkun fyrirtækis tekur til nýrra eða eldri vörumerkja. Um er að ræða breytingar á merki eða heildarútliti. Sýna skal útlit fyrir og eftir breytingu sé um endurmörkun að ræða.

Hlaða skal öllu efni inn í Keynote-skjalið, án viðhengja. Ekki má bæta við glærum. Nánari skýringar eru í Keynote-skjalinu.

7.9. Almannaheillaauglýsingar (non-profit)

Í þessum flokki er ekki óskað eftir sérstökum innsendingum. Almannaheillaauglýsingar er heimilt að senda inn í þá flokka sem við á hverju sinni og mun dómnefnd veita Lúður fyrir bestu innsendu almannaheillaauglýsinuna sem valin er úr öllum flokkum. 

Hægt er að merkja sérstaklega við í sniðmáti innsendingar ef um almannaheillaauglýsingu er að ræða.

Skilgreining á almannaheillaauglýsingum er eftirfarandi:

Fyrirtæki/samtök sem skila eigendum sínum hagnaði eða fjárhagslegum ávinnigin (,,non-profit") falla undir almannaheillaflokkinn.

Auglýsingar í þessum flokki eru til þess fallnar að breyta hegðun/hugsun markhópsins og hafa áhrif á eða skila umbjóðendum betri lífsskilyrðum, t.d. auglýsingar um forvarnarmál, umhverfismál, heilsufarsmál, trúmá, minnihlutamál, mannréttindamál, menntamál, öryggismál, friðarmál, góðgerðarmál, pólitísk mál og auglýsingar stéttarfélaga. Ímyndarauglýsingar ,,profit" fyrirtækja eiga ekki heima í þessum flokki. 


7.10. Samfélagsmiðlar

Stök auglýsing eða herferð fyrir samfélagsmiðla. Dómnefnd skal horfa til hversu snjöll notkun samfélagsmiðla er og hvernig skilaboðum og hugmynd er komið á framfæri. (Sérstaklega er tekið fram að þessi flokkur er ekki ,,like"-talning.)

Hlaða skal öllu efni inn í Keynote-skjalið, án viðhengja. Ekki má bæta við glærum. Nánari skýringar eru í Keynote-skjalinu.


7.11. Herferð

Hugmynd útfærð á ólíka og snjalla vegu í ólíkum miðlum með áherslu á að nýta sér ólíka eiginleika miðlanna.

Hlaða skal öllu efni inn í Keynote-skjalið, án viðhengja. Ekki má bæta við glærum. Nánari skýringar eru í Keynote-skjalinu.


7.12. Auglýsing ársins - ,,Best in Show"

Dómnefnd velur auglýsingu ársins úr öllum flokkum

Dómnefnd getur ákveðið að færa auglýsingu á milli flokka. Rökstuðningur mun ávallt fylgja slíkum ákvörðunum.


Fagverðlaun

Dómnefnd getur ákveðið að veita sérstök verðlaun fyrir metnaðarfulla og fagmannlega vinnu í eftirtöldum flokkum. Ekki er sent inn í þennan flokk.

 1. Textagerð
 2. Art Direction
 3. Ljósmyndun
 4. Kvikmyndataka
 5. Hreyfimyndagrafík
 6. Nýstárleg notkun á miðlum


8. Form innsendinga í AAÁ flokkum: 

Stöðluð innsendingarform skulu notuð fyrir fyrri umferð, sjá sniðmátið (Keynote-skjöl). Í fyrri umferð er ekki tekið við samsettu kynningarmyndbandi sem kynnir innsendingu. Einungis er tekið við myndböndum sem voru beinn hluti af viðkomandi kynningarátaki, ljósmyndum sem sýna auglýsingar eða hluti í viðkomandi kynningu og hluti sem voru þáttur í kynningarátakinu (t.d. hlutir sem sendir eru á markhóp, líkt og t.d. í beinni markaðssetningu).


Dómnefnd  »
Nánar
Loka

Dómnefnd og dómnefndarstörf

í dómnefnd sitja að jafnaði 9 aðilar. Sjö aðilar skulu tilnefndir af SÍA og skal hver og einn gegna stöðunni ,,Creative Director". Tveir aðilar skulu tilnefndir af ÍMARK, auk formanns dómnefndar sem leiðir dómnefndarstörf og hefur ekki atkvæðisrétt. 

Dómnefndarstörf fara fram í tveimur umferðum. Í fyrri umferð skal innsendingum fækkað niður í 3-8 og er það í verkahring dómnefndar að ákveða hversu margar tilnefningar skulu vera í hverjum flokki. Dómnefnd getur ákveðið að veita engin verðlaun í tilgreindum flokki. Faglegur rökstuðningur dómnefndar skal ávallt fylgja slíkum ákvörðunum. 

Dómnefnd ræðir saman opinskátt um verkin og kemst að sameiginlegri niðurstöu. Rökstuðningur skal fylgja öllum niðurstöðum. Ef sameiginleg niðurstaða fæst ekki verða greidd atkvæði um sigurvegara. Ef atkvæðagreiðsla gefur ekki niuðrstöðu er það hlutverk formanns dómnefndar að skera úr um málin. Formaður dómnefndar ber ábyrgð á niðurstöðum og kynnir þær á verðlaunaafhendingu. 

Störf dómnefndar verða opinber og aðgengileg eftir keppnina. Ef dómnefnd er ósammála og til atkvæðagreiðslu kemur, verður hægt að sjá atkvæði hvers dómara að keppni lokinni.

Starfsmaður ÍMARK annast ritarastörf og skráningu á dómnefndarfundi.


Almannaheillaauglýsingar
Landssamtökin Geðhjálp /Hjálparsími Rauða krossins 1717
Tjarnargatan framleiðslufyrirtæki
Rauði krossinn
Hvíta húsið
Amnesty
Brandenburg
Krabbameinsfélagið
Brandenburg
Á allra vörum
Pipar /TBWA auglýsingastofa
Árangursríkasta auglýsingaherferðin - ÁRA
Íslandsstofa
Íslenska auglýsingastofan
The color run
Manhattan Marketing
Arion banki
Hvíta húsið
Dunkin´Donuts
Brandenburg
Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf
Pipar/TBWA auglýsingastofa
Bein markaðssetning
365
Pipar/TBWA auglýsingastofa
Vinnumálastofnun, Öryrkjabandalag íslands, Þroskahjálp
Árnasynir
Kvika
H:N Markaðssamskipti
WOW
Brandenburg
Reykjavík Letterpress
Reykjavík Letterpress
Herferðir
Icelandair
Íslenska auglýsingastofan
Sorpa
Brandenburg
Orkusalan
Brandenburg
Síminn
Íslenska auglýsingastofan
Íslandsstofa
Íslenska auglýsingastofan
Kvikmyndaðar auglýsingar
Sorpa
Brandenburg
Icelandair
Íslenska auglýsingastofan
Icelandair
Íslenska auglýsingastofan
Krabbameinsfélagið
Brandenburg
VÍS
ENNEMM
Mörkun - Ásýnd vörumerkis
Sauðfjárbændur (Landssamtök sauðfjárbænda)
Jónsson & Le´macks
Kvika
H:N Markaðssamskipti
Kría
ENNEMM
Matur og drykkur
Jónsson & Le´macks
Kjörís
Brandenburg
Prentauglýsingar
Cintamani
Brandenburg
Alvogen
Kontor Reykjavík
Domino´s
Brandenburg
Bleika slaufan
Brandenburg
Orkusalan
Brandenburg
Samfélagsmiðlar
Pipar/TBWA auglýsingastofa
Pipar/TBWA auglýsingastofa
Nathan & Olsen
Íslenska auglýsingastofan
WOW
Brandenburg
365
Pipar/TBWA auglýsingastofa
Íslandsstofa
Íslenska auglýsingastofan
Umhverfisauglýsingar og viðburðir
Öryggismiðstöðin
Pipar/TBWA auglýsingastofa
Icelandair
Íslenska auglýsingastofan
66Norður
Jónsson & Le´macks
Nova
Brandenburg
Landsvirkjun
Gagarín
Útvarpsauglýsingar
Síminn
ENNEMM
WOW
Brandenburg
Sorpa
Brandenburg
Arion banki
Hvíta húsið
Vefauglýsingar
Landsbankinn
Jónsson & Le´macks
365
Pipar / TBWA auglýsingastofa
365
Pipar / TBWA auglýsingastofa
Umhverfis-og skipulagssvið Reykjavíkurborgar
Brandenburg
The color run Ísland
Kontor Reykjavík / Manhattan Marketing
Veggspjöld og skilti
Blindrafélagið
Pipar/TBWA auglýsingastofa
Alvogen
Kontor Reykjavík
Hönnunarmiðstöð Íslands
Ármann Agnarsson / Jónas Valtýsson
Borgarleikhúsið
ENNEMM
I-light
Leynivopnið