Markaðsverðlaun

ÍMARK hefur veitt íslensku markaðsverðlaunin frá árinu 1991 og eru verðlaunin afhent í nóvember ár hvert. Þau eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum á líðandi ári og sannað þykir að sýnilegur árangur hafi náðst. Við ákvörðun um verðlaunahafa er tekið mið af fagmennsku við markaðsmálin og að fjárhagslegt öryggi sé til staðar.

Með inngöngu ÍMARK í Samtök norrænna markaðsfélaga hóf ÍMARK árið 1998 að velja Markaðsmann ársins en hann er með í vali á Markaðsmanni Norðurlanda.