Valmynd Gerast meðlimur


24. október

Fyrirtæki verður til - Erindi í Háskóla Íslands

Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga og hraður vöxtur þess frá stofnun árið 2009 verður umfjöllunarefni í fyrirlestraröðinni Fyrirtæki verður til þriðjudaginn 29. október 2013. Erindið verður í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst það klukkan 12 og stendur í tæpa klukkustund. Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda, mun fara yfir sögu Meniga frá hugmyndstigi til dagsins í dag. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, flytur stutt ávarp við upphaf fundarins.