Valmynd Gerast meðlimur


10. mars

ÍMARK dagurinn 2017 í Hörpu, föstudaginn 10.mars sl.

ÍMARK dagurinn var að þessu sinni helgaður sköpun; sköpunargleði og árangri af kynningar- og auglýsingastarfi. Hvernig er sambúð skapandi agaðrar hugmyndavinnu og markaðsstarfs sem krefst árangurs sem fyrst? Frummælendur komu úr ýmsum áttum og áttu það sameiginlegt að vera í fremstu röð í heiminum í sínu fagi. Tveir úr heimi stefnumótunar, almannatengill og hugmyndamaður. Öll sögðu þau sögur af verkefnum sínum, og lögðu þær í sameiginlegan pott til að komast að niðurstöðu um sambúð frumlegrar hugsunar og markaðarins.