Valmynd Gerast meðlimur


05. janúar

INNSENDINGAR Í LÚÐURINN 2018

INNSENDINGAR Í LÚÐURINN 2018
 
Opnað hefur verið fyrir innsendingar í Lúðri 2018 og verður tekið á móti innsendingum til og með 17. janúar 2018,  
en keppnin er opin öllum þeim sem stunda gerð og/eða dreifingu auglýsinga á Íslandi.
 
Innsendingarfyrirkomulag fyrir Lúðurinn verður með svipuðum  hætti og í fyrra. ÁRU keppnina er að finna hér neðar.
 
Innan tveggja sólarhringa frá tilkynningu um þátttöku mun berast tölvupóstur til tengiliðs með nánari upplýsingum ásamt hlekk á Dropbox-vefsvæði Lúðursins þar sem finna má sniðmát fyrir innsendingarnar (Keynote skjöl) sem fylla þarf út.
 
ATH. -  mikilvægt er að nákvæmt samræmi sé í skráningum í Excel skjali og nöfnum á Keynote skjölum.
 
Tekið verður á móti öllum innsendum gögnum í þar til gerðu sniðmáti (sérhönnuðu Keynote skjali). Þetta á við innsendingar í öllum flokkum Lúðurs. Einnig þarf að fylla út sérhannað innsendingarblað sem framkallar innsendingarnúmer. ATH - mikilvægt er að skráningar í excel skjali og nöfn á keynote skjölum stemmi. 
 
 
Skilafrestur
Innsendingar verða að hafa borist ÍMARK fyrir kl. 24.00, miðvikudaginn 17. janúar 2018. Í flokkum þar sem skila þarf sýnishornum af innsendingum er tekið á móti þeim á skrifstofu ÍMARK í Sigtúni 42 (2. hæð til vinstri) kl. 13.00 - 16.00, 16. janúar 2018. Nánari upplýsingar um Lúður 2018, þátttökureglur og fyrirkomulag eru hér og í síma: 899 0689 eða í tölvupósti ludurinn@imark.is.
 
 
Lúðurinn 9. mars 2018.
Athygli er vakin á því að lúðrar verða veittir á Lúðrahátíðinni föstudaginn 9.mars 2018, en verðlaun í ÁRU keppninni verða afhent fyrr um daginn, eða á sjálfum ÍMARK deginum.
 
 
INNSENDINGAR Í ÁRUNA 
Athygli er vakin á því að innsendingarfrestur er tveimur vikum lengri en innsendingarfrestur í Lúðurinn. Fyrirkomulag verður með svipuðum hætti og í Lúðrinum. Veittur er sérstakur ÁRU verðlaunagripur en ekki Lúður. Verðlaunaafhendingin fer fram á sjálfum ÍMARK deginum, föstudaginn 9. mars 2018. 
 
Sigurvegarar flytja stutt erindi um helstu þætti vinningsherferðar.
 
Skilafrestur
Innsendingar verða að hafa borist ÍMARK fyrir kl. 24.00, miðvikudaginn 31. janúar 2018.