Valmynd Gerast meðlimur


17. janúar

Lúðurinn - Frestur til að senda inn efni framlengdur til 19. janúar

Frestur til að senda inn efni í Lúðurinn framlengdur til föstudaagsins 19. janúar
Innsendingarfyrirkomulag fyrir Lúðurinn verður með svipuðum  hætti og í fyrra. ÁRU keppnina er að finna hér neðar.
 
Innan tveggja sólarhringa frá tilkynningu um þátttöku mun berast tölvupóstur til tengiliðs með nánari upplýsingum ásamt hlekk á Dropbox-vefsvæði Lúðursins þar sem finna má sniðmát fyrir innsendingarnar (Keynote skjöl) sem fylla þarf út.
 
ATH. -  mikilvægt er að nákvæmt samræmi sé í skráningum í Excel skjali og nöfnum á Keynote skjölum.
 
Tekið verður á móti öllum innsendum gögnum í þar til gerðu sniðmáti (sérhönnuðu Keynote skjali). Þetta á við innsendingar í öllum flokkum Lúðurs. Einnig þarf að fylla út sérhannað innsendingarblað sem framkallar innsendingarnúmer. ATH - mikilvægt er að skráningar í excel skjali og nöfn á keynote skjölum stemmi. 
 

Í flokkum þar sem skila þarf sýnishornum af innsendingum er tekið á móti þeim á skrifstofu ÍMARK í Sigtúni 42 (2. hæð til vinstri) kl. 13.00 - 15.00, 18. janúar 2018. 
Nánari upplýsingar um Lúður 2018, þátttökureglur og fyrirkomulag eru 
hér og í síma: 899 0689 eða í tölvupósti ludurinn@imark.is.
 
 
Lúðurinn 9. mars 2018.
Athygli er vakin á því að lúðrar verða veittir á Lúðrahátíðinni föstudaginn 9.mars 2018, en verðlaun í ÁRU keppninni verða afhent fyrr um daginn, eða á sjálfum ÍMARK deginum.
 
 
INNSENDINGAR Í ÁRUNA 
Athygli er vakin á því að innsendingarfrestur er tveimur vikum lengri en innsendingarfrestur í Lúðurinn. Fyrirkomulag verður með svipuðum hætti og í Lúðrinum. Veittur er sérstakur ÁRU verðlaunagripur en ekki Lúður. Verðlaunaafhendingin fer fram á sjálfum ÍMARK deginum, föstudaginn 9. mars 2018. 
 
Sigurvegarar flytja stutt erindi um helstu þætti vinningsherferðar.
 
Skilafrestur
Innsendingar verða að hafa borist ÍMARK fyrir kl. 24.00, miðvikudaginn 31. janúar 2018.

Eldri fréttir