Valmynd Gerast meðlimur


30. nóvember

Mannamót miðvikudaginn 30.nóvember

Mannamót ÍMARK var haldið á Bryggjunni Brugghúsi þann 30.nóvember síðastliðinn. Fjölmennt var á staðnum en yfir 100 manns mættu. Að þessu sinni voru þau Anna Fríða, markaðsfulltúi Dominos, og Ghostlamp með erindi.

Anna Fríða fjallaði um hvernig Domino's hefur nýtt samfélagsmiðla sína sem markaðs- og þjónustutól. Domino‘s er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki sem leggur sig hart fram að þjónusta viðskiptavini sínum með hröðum og öruggum hætti í gegnum samfélagmiðla. Anna Fríða fjallaði einnig um hvernig Domino's metur árangur sinn, ástæða þess af hverju þau ákváðu að hætta á Snapchat og af hverju Domino's einblínir á ákveðna samfélagmiðla en ekki aðra.

Fyrir hönd Ghostlamp voru þau Jón Bragi Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri og svo Alda Karen Hjaltalín , sölu og markaðsstjóri með erindi. Ghostlamp er vettvangur sem tengir saman áhrifafólk á samfélagsmiðlum við fyrirtæki sem vilja auglýsa til fylgjenda þeirra. Ghostlamp hefur þróað nýja tækni sem gerir þeim kleift að finna áhrifafólk á samfélagsmiðlum, flokka það niður í hópa eftir staðsetningu og áhugasviði og gefa því einkunn útfrá áhrifum þeirra á miðlunum.
Þau fjölluðu um áhrifavalda markaðssetningu, þróun á auglýsingarmarkaði og hvernig Ghostlamp leiðir fyrirtæki inní nýja tíma. Einnig fjölluðu þau um EPIC, sem er nýr mælikvarði á snertiverði á viðbrögðum markhópa og hvernig hann er frábrugðin öðrum mælikvörðum, hvernig Ghostlamp virkar og taka dæmi um herferðir og árangur sem fyrirtæki hafa náð með notkun Ghostlamp. 

Ásta Pétursdóttir