Valmynd Gerast meðlimur


08. desember

Námsferð ÍMARK til Amsterdam

Farið verður í námsferð á vegum ÍMARK til Amsterdam dagana 15. - 18 maí 2019. Framsækin fyrirtæki verða heimsótt í skemmtilegum félagsskap markaðsfólks.  
 
Fá sæti eru í boði og því um að gera að tryggja sér sæti sem fyrst. Flogið verður út á miðvikudagsmorgni 15. maí og heim aftur laugardeginum 18. maí.
 
Á fimmtudeginum og föstudeginum verða hemsóknir í framúrskarandi markaðsfyrirtæki. Þar ber helst að nefna auglýsingastofuna Cult & Ace þar sem starfsmenn segja okkur frá spennandi verkefnum sem þau hafa unnið. Farið verður í heimsókn til Rituals og Secrid fyrirtækja sem hafa vaxið gríðarlega hratt á síðastliðnum árum. Fleiri fyrirtæki í heimsókninni verða svo kynnt innan skamms. 
 
Verð miðað við tvo í herbergi er 150.000 krónur. Innifalið er flug, ferðakostnaður til og frá flugvelli, gisting í 3 nætur með morgunmat og sameiginlegur kvöldverður á fimmtudegi og föstudegi. 
 
Aðeins 25 sæti eru í boði og því um að gera að skrá sig sem fyrst.
 
Forskráning er hafin, staðfestingargjald þarf svo að greiða 15. janúar 2019. 
 
Nánari upplýsingar má nálgast með því að senda póst á imark@imark.is