Valmynd Gerast meðlimur


11. janúar

Nú standa yfir innsendingar í LÚÐURINN & ÁRUNA

Innsendingar í Lúðurinn 
 
Opnað hefur verið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2020. Almennur skilafrestur er til og með 19. janúar 2021. Sérstakt earlybird verð ef skilað er fyrir 12. janúar en eftir það hækkar verðið um 30%.  Ekki er hægt að skila inn eftir 19. janúar sem er endanlegur skilafrestur og verður ekki framlengdur.  Keppnin er opin öllum þeim sem stunda gerð og/eða dreifingu auglýsinga á Íslandi.
 
Innsendingarfyrirkomulag fyrir Lúðurinn 2020 verður með svipuðum hætti og síðustu ár.

 

Við kynnum til leiks nýjan flokk, ásamt því að hafa skerpt á mörkunarflokknum. 

PR
Hér skulu innsendingar sýna fram á það hvernig strategísk PR-vinnubrögð og skapandi aðferðir hafi verið notaðar til að koma tilteknum boðskap á framfæri. Hér er horft til þess hversu frumleg, skapandi og vel útfærð hugmyndin er. 

Mörkun

Mörkun eða endurmörkun fyrirtækis tekur til nýrra eða eldri vörumerkja. Um er að ræða breytingar á heildarásýnd vörumerkis, merki, útlit, tón o.s.frv. Sýna skal útlit fyrir og eftir breytingu sé um endurmörkun að ræða. 

ÁRU keppnina er að finna hér neðar.  
 
Lúðurinn 2020
Innan tveggja sólarhringa frá tilkynningu um þátttöku fær tengiliður tölvupóst með nánari upplýsingum ásamt hlekk á Dropbox-vefsvæði Lúðursins. Þar verða sniðmát fyrir innsent efni (Keynote skjöl) sem fylla þarf út. Hægt er að tilkynna þátttöku með því að smella á takkann hér að neðan. 
 
Tekið verður á móti öllum innsendum gögnum í þar til gerðu sniðmáti (sérhönnuðu Keynote skjali). Þetta á við innsendingar í öllum flokkum Lúðursins. Einnig þarf að fylla út sérhannað innsendingarblað sem framkallar innsendingarnúmer.
 
ATH - mikilvægt er að skráningar í excel skjali og nöfn á Keynote skjölum stemmi.     
 
Skilafrestur - Innsendingar verða að hafa borist ÍMARK fyrir kl. 24:00  þriðjudaginn  19. janúar 2021. Athugið að ef skilað er eftir 12. janúar hækkar verðið á innsendingunni um 30%. Ekki er tekið við innsendingum eftir 19. janúar.
 
Í flokkum þar sem skila þarf sýnishornum af innsendu efni er tekið á móti þeim á skrifstofu ÍMARK í Sigtúni 42 (2. hæð til vinstri) á milli kl. 13:00 – 16:00 mánudaginn 18. janúar 2021. 
 
Nánari upplýsingar um Lúðurinn 2020, þátttökureglur og fyrirkomulag má nálgast með því að senda tölvupóst á ludurinn@imark.is eða í síma 6948677.Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu og óvissu varðandi fjöldatakmarkanir og framhald sóttvarnaaðgegerða er ekki búið að ákveða endanlega dagsetningu fyrir Lúðurinn og Áruna en það verður tilkynnt um leið og það skýrist.

 

 

Áran 2020 
Innsendingarfrestur í Áruna er viku lengri en innsendingarfrestur í Lúðurinn. Fyrirkomulag verður með svipuðum hætti og í Lúðrinum. Veittur er sérstakur ÁRU verðlaunagripur en ekki Lúður. Verðlaunaafhendingin fer fram á sjálfum ÍMARK deginum.
 
Sigurvegarar flytja stutt erindi um helstu þætti herferðarinnar sem vinnur Áruna.  
 
Efni verður að hafa borist ÍMARK fyrir kl. 24:00 þriðjudaginn 26. janúar 2019. 
 
Nánari upplýsingar um ÁRU 2020, þátttökureglur og fyrirkomulag má nálgast með því að senda tölvupóst á ludurinn@imark.is eða í síma 899 0689.