11. janúar
Nú standa yfir innsendingar í LÚÐURINN & ÁRUNA
Nú erua innsendingar í Lúðurinn í fullum gangi. Minnum á að earlybird (30% afsl.) fresturinn rennur út á morgun, þriðjudag á miðnætti. Almennur skilafrestur er til og með 19. janúar. Skilfrestur fyrir Áruna er viku síðar eða 26. janúar.
Í flokkum þar sem skila þarf sýnishornum af innsendu efni er tekið á móti þeim á skrifstofu ÍMARK í Sigtúni 42, 2 hæð mánudaginn 18. janúar milli kl.13-16.
Nánari upplýsingar má fá með því að senda okkur línu eða hringja í Þóru Hrund í síma 6948677.
Eldri fréttir
15. janúar 2021
NOVA valið markaðsfyrirtæki ársins 2020 Fjarskiptafyrirtækið NOVA hefur verið valið markaðsfyrirtæki ársins 2020. Markaðsverðlaun ÍMARK voru veitt í gær 14. desember af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni við hátíðlega athöfn í Hörpu. Við hjá ÍMARK óskum við þeim innilega til hamingju.27. nóvember 2020
Dómnefnd hefur valið efstu fimm fyrirtækin Dómnefnd hefur komið að niðurstöðu um hvaða topp fimm fyrirtæki tróna á toppnum eftir að hafa yfirfarið innsend gögn frá fyrirtækjum. Aldrei hafa verið fleiri innsendingar og samkeppnin mikil, enda margar innsendingarnar alveg framúrskarandi í ár. Næst á dagskrá er dómnefndardagur þar sem fyrirtækin halda ítarlegri kynningu á markaðsstarfi fyrirtækisins fyrir dómnefnd ÍMARK. Fyrirtækin eru Krónan, Síminn, Arion banki, 66°Norður og Nova.20. nóvember 2020
ÍMARK hefur aldrei fengið sendar inn fleiri tilnefningar Nú stendur yfir val á markaðsfyrirtæki ársins 2020 en ÍMARK, samtök markaðsfólks á Íslandi hefur veitt Markaðsverðlaunin frá árinu 1991. Nú hefur verið lokað fyrir innsendingar á tilnefningum og hefur tíu manna dómnefnd hafið störf, en aldrei hafa verið sendar fleiri tilnefningar en í ár.