Valmynd Gerast meðlimur


03. mars

Nýr stjórnarmaður í ÍMARK

Gunnar tekur sæti Hólmfríðar Einarsdóttur viðskiptafræðings sem víkur úr stjórn að eigin ósk. Breytingarnar í stjórninni voru samþykktar á nýliðnum stjórnarfundi ÍMARK.

„Gunnar er viðskiptafræðingur (Cand.oecon) frá Háskóla Íslands með meistaragráðu í Alþjóða markaðsfræði frá University of Strathclyde í Glasgow.

Áður en Gunnar réð sig til Isavia vann hann við sölustýringu og markaðs- og samskiptamál hjá Íslandsbanka frá 2006 til 2013. Þar áður var hann yfir markaðs- og þróunarmálum hjá Lýsingu.

Gunnar var formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar 2002 til 2012 og var varaformaður nefndar á vegum Alþjóðasamtaka flugvalla í Evrópu (ACI Europe) sem fjallar um samskipti og markaðsmál á netinu frá 2013 til 2015,“

Ásta Pétursdóttir