10. nóvember
Sendu inn þína tilnefningu
Þann 14. desember næstkomandi verður val dómnefndar á markaðsfyrirtæki ársins 2020 kynnt. ÍMARK veitir því fyrirtæki sem hefur sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi síðustu tvö árin verðlaunin. Félögum ÍMARK gefst kostur á taka þátt í valinu með því að senda inn tilnefningar ásamt rökstuðningi sem dómnefnd hefur til hliðsjónar. Stjórn ÍMARK hvetur alla félagsmenn til að taka þátt og senda inn tilnefningu. Frestur til að senda inn tilnefningar er til og með 15. nóvember.
Eldri fréttir
15. janúar 2021
NOVA valið markaðsfyrirtæki ársins 2020 Fjarskiptafyrirtækið NOVA hefur verið valið markaðsfyrirtæki ársins 2020. Markaðsverðlaun ÍMARK voru veitt í gær 14. desember af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni við hátíðlega athöfn í Hörpu. Við hjá ÍMARK óskum við þeim innilega til hamingju.11. janúar 2021
Nú standa yfir innsendingar í LÚÐURINN & ÁRUNA Nú erua innsendingar í Lúðurinn í fullum gangi. Minnum á að earlybird (30% afsl.) fresturinn rennur út á morgun, þriðjudag á miðnætti. Almennur skilafrestur er til og með 19. janúar. Skilfrestur fyrir Áruna er viku síðar eða 26. janúar. Í flokkum þar sem skila þarf sýnishornum af innsendu efni er tekið á móti þeim á skrifstofu ÍMARK í Sigtúni 42, 2 hæð mánudaginn 18. janúar milli kl.13-16. Nánari upplýsingar má fá með því að senda okkur línu eða hringja í Þóru Hrund í síma 6948677.27. nóvember 2020
Dómnefnd hefur valið efstu fimm fyrirtækin Dómnefnd hefur komið að niðurstöðu um hvaða topp fimm fyrirtæki tróna á toppnum eftir að hafa yfirfarið innsend gögn frá fyrirtækjum. Aldrei hafa verið fleiri innsendingar og samkeppnin mikil, enda margar innsendingarnar alveg framúrskarandi í ár. Næst á dagskrá er dómnefndardagur þar sem fyrirtækin halda ítarlegri kynningu á markaðsstarfi fyrirtækisins fyrir dómnefnd ÍMARK. Fyrirtækin eru Krónan, Síminn, Arion banki, 66°Norður og Nova.