Valmynd Gerast meðlimur


19. febrúar

Sex auglýsingastofur verðlaunaðar á Lúðrinum

Auglýsingastofurnar ENNEMM og Janúar Markaðshús fengu flest verðlaun eða fjóra lúðra hvor á hinni árlegu afhendingu Íslensku markaðsverðlaunanna, Lúðrinum, sem haldin var við hátíðlega athöfn í Hörpu í kvöld. Næst á eftir var Brandenburg með þrjá lúðra og H:N Markaðssamskipti með tvo lúðra. Jónsson og Le´macks og Tjarnargatan framleiðslufyrirtæki hlutu einn lúður hvor. Alls voru þrettán auglýsingastofur tilnefndar.