Valmynd Gerast meðlimur


28. september

Þétt setinn salur á Peter Fader

Peter Fader, prófessor í markaðsfræði við Wharton School í University of Pennsylvania í USA, hefur um árabil rannsakað kauphegðun viðskiptavina (Customer Centricity) og notkun á gögnum til þess að spá fyrir um hegðun einstakra hópa.

Fader kom til Íslands á dögunum og hélt fyrirlestur á morgunfundi ÍMARK, þar sem hann veitti viðstöddum innsýn í þær rannsóknir sem hann hefur gert á kauphegðun fólks síðastliðin þrjátíu ár. Fader hefur hjálpað fjölda fyrirtækja að átta sig á virði viðskiptavina og auðveldað þeim að taka ákvaðanir byggðar á þeim gögnum sem eru til staðar hjá flest öllum fyrirtækjum.

Salurinn var þétt setinn og við þökkum öllum sem mættu fyrir frábæran fund.