Valmynd Gerast meðlimur


17. október

Tilnefningar - Lúðurinn 2016

Til­nefn­ing­ar til Lúðurs­ins, Íslensku aug­lýs­inga­verðlaun­anna, voru birt­ar í dag en verðlaun­in verða af­hent föstu­dag­inn 10. mars í Hörpu. All­ar til­nefnd­ar aug­lýs­ing­ar er hægt að skoða hér

Þetta er í þrítug­asta og fyrsta sinn sem ÍMARK, í sam­ráði við Sam­band ís­lenskra aug­lýs­inga­stofa (SÍA), verðlaun­ar aug­lýs­ing­ar sem send­ar voru inn í sam­keppn­ina.

Aug­lýs­inga­stof­an Brand­en­burg hlaut flest­ar til­nefn­ing­ar í ár eða alls sex­tán tals­ins.

Verðlaunað verður í eft­ir­far­andi flokk­um: Kvik­myndaðar aug­lýs­ing­ar, út­varps­aug­lýs­ing­ar, prentaug­lýs­ing­ar, vefaug­lýs­ing­ar, sta­f­ræn­ar aug­lýs­ing­ar, sam­fé­lags­miðlar, um­hverfisaug­lýs­ing­ar og viðburðir, vegg­spjöld og skilti, bein markaðssetn­ing, mörk­un, her­ferðir, al­manna­heilla­aug­lýs­ing­ar og ÁRA.

Lúður­inn fer fram föstu­dag­inn 10. mars klukk­an 17 í Eld­borg­ar­sal Hörpu.

ÍMARK dag­ur­inn, sem hald­inn er sama dag, föstu­dag­inn 10. mars, er að þessu sinni helgaður sköp­un; sköp­un­ar­gleði og ár­angri af kynn­ing­ar- og aug­lýs­inga­starfi. ÍMARK dag­ur­inn verður hald­inn í Silf­ur­bergi í Hörpu frá klukk­an 9 til 16.

Ásta Pétursdóttir