Valmynd Gerast meðlimur


09. mars

Vinningshafar í Lúðrinum 2019

föstudaginn 6. mars, var ÍMARK dagurinn haldinn hátíðlegur á Hilton Reykjavik Nordica. Þetta er stærsti árlegi viðburðurinn á vegum ÍMARK þar sem fagfólk kemur saman og hlýðir á erlenda sem innlenda fyrirlesara sem miðla ýmsum fróðleik tengdum markaðs- og kynningarmálum. Fyrirlesarar alls staðar að úr heiminum komu og þar á meðal voru Martin Rinqvist, Laura Jordan Bembach, Mark Ritson og Vikki Ross. Ólafur Þór Gylfason kynnti einnig niðurstöður úr markaðskönnun og vali á auglýsingastofu og vörumerki ársins en Icelandair hlaut titilinn í ár og Hvíta húsið var valið auglýsingastofa ársins. Verðlaunin ÁRAN, árangursríkasta auglýsingaherferðin 2019, var einnig veitt á ráðstefnunni en það var Arion banki sem hlaut verðlaunin í þetta sinn fyrir herferðina Stafræn bankaþjónusta sem var unnin af Hvíta húsinu.

Rúsínan í pylsuendanum á ÍMARK deginum er alltaf Lúðurinn, Íslensku auglýsingaverðlaunin, þar sem auglýsingastofur keppast um að hreppa verðlaun fyrir bestu auglýsingarnar á hinum ýmsu sviðum. Þetta var í 34. sinn sem Lúðurinn var veittur en alls voru þeir fjórtán talsins í ár. Auglýsingastofan Brandenburg bar sigur úr býtum með fjölda Lúðra annað árið í röð en þau hlutu sex lúðra en voru með 19 tilnefningar. Orkan var það fyrirtæki sem fékk flesta Lúðra en Brandenburg er einmitt auglýsingastofan þeirra það var fyrir herferðina Passaðu þig hjá Orkunni, Passaðu þig á jólaösinni og  NamasTE — Jafnaðu þig á próflestrinum. Hvíta húsið hlaut þrjá  lúðra, ENNEMM og Kontor Reykjavík tvo hver og Pipar/TBWA hlaut einn Lúður.

Nánar má sjá vinningshafa hér