Valmynd Gerast meðlimur

ÍMARK dagurinn 2019

ÍMARK dagurinn 2019

 

ÞEMA HÉR!

Fyrirlesarar dagsins

TOBIAS DEGSELL

Frá orðum til aðgerða

Vald og stórfengleiki sköpunar. Ástæður þess að samstarf gengur ekki upp, og hvernig á að laga það. Að byggja brýr í stað veggja. Það er auðvelt að fá hugmynd en útfærslan skiptir mestu máli.

Tobias Degsell er mjög reyndur og hrífandi fyrirlesari. Hann hefur haldið fyrirlestra og leitt málstofur um allan heim frá árinu 2010. Degsell talar um flókna hluti með það að markmiði að gera þá auðskiljanlega.
 
Tobias er frumkvöðull en áður en hann snéri sér alfarið að frumkvöðlastarfsemi og ráðgjöf vann hann í fjölmörg ár sem safnvörður hjá Friðarverðlaunasafni Nóbels í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hann er hrifinn af gögnum og er góður í að koma auga á mynstur. Í dag aðstoðar hann fyrirtæki og stofnanir víðsvegar um heim að hugsa og haga sér á nýjan hátt.

JP HANSON

Er útkoman takmark eða tilviljun?

Hvað geta fyrirtæki gert til þess að tryggja að markaðsdeildir þeirra skili árangri, bæði til langs og skamms tíma. Markaðsdeildum í dag hættir til að vinna með niðurstöður sem fengar eru af yfirborðinu, en það leiðir oft á tíðum til aðgerða sem eru ekki góðar fyrir fyrirtækið. Hvað geta fyrirtæki gert til þess að tryggja að markaðsdeildir þeirra skili árangri og hvaða fórnir þarf að færa á leiðinni að áhrifaríkri niðurstöðu.

JP Hanson er framkvæmdastjóri Rouser, alþjóðlegs ráðgjafafyrirtækis sem er með höfuðstöðvar sínar í Stokkhólmi í Svíþjóð. Rouser sérhæfir sig í ráðgjöf sem miðar að því að styrkja vörumerki og auka skilvirkni markaðsaðgerða fyrirtækja.

ÓLAFUR ÞÓR GYLFASON

Markaðskönnun MMR

Niðurstöður markaðskönnunar MMR um auglýsingastofur kynntar.

Katharina Borgenstierna

Stundum sigrarðu, stundum lærirðu

Risastórar breytingar hafa átt sér stað á síðustu fimm árum – auk þess mætum við samkeppni úr algjörlega nýjum og óvæntum áttum og þá verður erfiðara að halda öllu á floti. En hverjir eru samnefnarar þeirra sem komast af? Hvernig vinna þau með áætlanir? Hvaða tól, ferli og aðferðir eru þau að nota? Og síðast en ekki síst, hvernig menning styður við nýsköpun?

Katharina Borgenstierna hefur yfir tuttugu ára reynslu af því að keyra í gegn breytingar með markaðssetningu, sölu og stafrænni innleiðingu. Seint á tíunda áratugnum stofnaði hún Jobline (nú Monster) sem MD í Noregi, Danmörku og Frakklandi. Síðar varð hún sölustjóri hjá Song Networks, gekk til liðs við ráðgjafaheiminn hjá Creuna og tók svo þátt í stofnun umboðsfyrirtækisins Cheil sem viðskiptastjóri Norðurlandanna. Í dag er hún yfir rekstrareiningadeild Valtech í Svíþjóð sem hjálpar fyrirtækjum að bæta þjónustu við viðkiptavini sína með hönnunarhugsun og tilraunakennda nálgun á breytingum að leiðarljósi.

Wiemer Snijders

Markaðssetning er út takti við raunveruleikann. Hvað er til ráða?

Nú er tiltæk gnægð gagna og tækni til þess að við getum skilið betur fólkið sem við seljum vörur okkar og þjónustu. Það er hins vegar gagnslaust, ef við kunnum ekki að nota það á áhrifaríkan hátt. Því miður er það allt of oft staðreyndin. Fyrirtæki reiða sig í auknum mæli á skammtímalausnir, því þær veita skjóta endurgjöf. Við virðumst einnig vera hrifin af lausnum og úrræðum sem hafa lítil tengsl við raunverulega kauphegðun. Við erum ekki í takt við raunveruleikann. Markmið erindisins er að veita innsýn í það hvernig markaðsfólk getur bætt sig, fengið innblástur frá framförum í markaðsvísindum og þannig tengja okkur aftur við raunveruleikann. Vörpum upp skýrari mynd af því hvað þarf að breytast – og hvert hlutverk okkar er í þeim breytingum.

Wiemer Snijders er meðeigandi The Commercial Works. Hann vinnur með viðskiptavinum við að skilja og nýta sér staðreyndir og gögn til þess að draga úr flækjum og auka áhrif fjárfestinga þeirra í markaðssetningu. Viðskiptavinir hans koma frá mörgum löndum og úr mismunandi iðnaði í B2C og B2B mörkuðunum. Wiemer er jafnframt ritstjóri ritgerðarsafnsins Eat Your Greens: Fact-Based Thinking to Improve Your Brand’s Health, sem leiðir saman 37 bestu markaðsfræðinga heimsins, þar á meðal Bob Hoffman, Byron Sharp, Faris Yakob, Mark Ritson, Peter Field, Rory Sutherland, Sue Underman, Tess Alps og Tom Goodwin.