Valmynd Gerast meðlimur

Þátttökuréttur, reglur, innsendingar og skilafrestur

Þátttökuréttur

Keppnin er opin öllum þeim sem stunda gerð auglýsinga á Íslandi. Skilyrði er að auglýsingin sé íslensk, þ.e. gerð af stofu/einyrkja á Íslandi fyrir íslenskt fyrirtæki eða íslenska vöru/þjónustu. Auglýsingin þarf að hafa birst á Íslandi, í auglýsingatíma eða á þriðja miðli í fyrsta skipti á árinu (ári fyrir verðlaunin) og ekki á eigin miðli auglýsanda nema það sé skilgreint sérstaklega.

Skráningareyðublað má nálgast hér 

Verð 
Flokkar 1-11 og 13-14: 12.000 krónur hver innsending.
Flokkur 12: 55.000 krónur hver innsending.
Ára: 60.000 krónur hver innsending  

Innsendingar og skilafrestur

Innan tveggja sólarhringa frá tilkynningu um þátttöku berst tölvupóstur til tengiliðs með nánari upplýsingum ásamt hlekk á Dropbox-vefsvæði Lúðursins þar sem finna má sniðmát fyrir innsendingarnar ásamt Excel skjali sem að fylla þarf út og að tiltaka allar innsendingar sem að stendur til að senda inn í keppnina. Tekið verður á móti öllum innsendum gögnum í þar til gerðu sniðmáti (sérhönnuðu Keynote skjali). Þetta á við innsendingar í öllum flokkum Lúðurs. 

Almennur skilafrestur er til 11. janúar 2020. Ef óskað er eftir frest leggst 30% aukagjald á innsendingar. Ekki er hægt að skila inn eftir 15. janúar sem er endanlegur skilafrestur og verður ekki framlengdur.
 
Í flokkum þar sem skila þarf sýnishornum af innsendingum er tekið á móti þeim á skrifstofu ÍMARK í Sigtúni 42 (2. hæð til vinstri) kl. 13.00 - 16.00, 16. janúar 2018.
 
Athygli er vakin á því að lúðrar verða veittir á Lúðrahátíð sjálfri, en verðlaun í ÁRU keppninni eru afhent á ÍMARK deginum.