Valmynd Gerast meðlimur

Gerður Huld markaðsmanneskja ársins 2021

Staðsetning:

Dagsetning: 01. janúar

Gerður Huld markaðsmanneskja ársins 2021

Markaðsmanneskja ársins 2021 er Gerður Huld Arinbjarnardóttir.

Gerður sem gengur oft undir nafninu Gerður í BLUSH hefur náð ótrúlegum árangri í rekstri fyrirtækis síns á síðustu árum. Fyrirtækið hefur hlotið viðurkenningar fyrir framúrskarandi rekstur og er eitt af tilnefndum fyrirtækjum til verðlaunanna Bestu íslensku vörumerkin sem verða afhent síðar í mánuðinum.

Gerður hefur vakið afar mikla athygli fyrir framgöngu sína í viðskiptalífinu á síðustu árum. Hún hefur verið mikill fánaberi síns fyrirtækis og náð að koma kynlífsvörum afar vel og faglega á framfæri. Hún hefur sýnt að hún er afar góð rekstrarmanneskja og með mikla styrkleika í markaðsmálum. Gerður er afar vel að verðlaununum komin og óskum við henni innilega til hamingju með þau og hlökkum afar mikið til að fylgjast með henni í framtíðinni.