Valmynd Gerast meðlimur

Golfmót

Golfmót ÍMARK 2019

Staðsetning: GKG

Dagsetning: 29. ágúst

Verð 9600 kr.

Golfmót ÍMARK 2019

Golfmót ÍMARK 29. ágúst

Hið árlega golfmót ÍMARK verður haldið hjá GKG í Garðabæ fimmtudaginn 29. ágúst, stundvíslega kl. 15.45 (ræst af öllum teigum samtímis kl. 16.00).
Leiknar verða 9 holur á Mýrinni. Leikið er eftir Texas Scramble fyrirkomulagi (Betri bolti), í 4 manna liðum. Mögulegt er að skrá saman 4 manna lið til keppni eða að skrá sig sem einstaklingur.
Glæsileg verðlaun í boði fyrir fyrstu sæti og fjölmörg aukaverðlaun. Verðlaunaafhending og veitingar strax að loknu móti.

Verð - Fjögurra manna hópur: 39.000 kr. - Einstaklingur: 9.600 kr. Innifalið í mótsgjaldi Hamborgari og drykkur að eigin vali hjá Mulligan í golfskála GKG að lokinni keppni.

Vinsamlegast skráðu þátttöku sem allra fyrst með því að senda póst á imark@imark.is. Takið fram nöfn liðsfélaga í holli og forgjöf þeirra. Skráningu lýkur föstudaginn 9. ágúst.