Valmynd Gerast meðlimur

Morgunfundur

Hver er staða sjónvarps á íslenskum auglýsingamarkaði?

Staðsetning: Höfuðstöðvar Arion banka

Dagsetning: 25. október

Verð 3.900 kr.

Hver er staða sjónvarps á íslenskum auglýsingamarkaði?

 

ÍMARK og SÍA efna til morgunfundar um stöðu sjónvarps á íslenskum auglýsingamarkaði.

Fjallað verður um mælingar, birtingar og auglýsingagerð og dæmi fengin frá fyrirtæki sem hefur birt eftirtektarverðar sjónvarpsauglýsingar.

Eftirfarandi aðilar verða með erindi á fundinum

Guðni Rafn Gunnarsson, sviðstjóri fjölmiðlarannsókna hjá Gallup fer yfir mælingar á sjónvarpi og nýlegar niðurstöður á sjónvarðsáhorfi.

Jóhannes Karl Sigursteinsson, birtingastjóri hjá ENNEMM fjallar um staðsetningu sjónvarps í birtingaplaninu og hvað hefur breyst á s.l. árum.

Guðjón Jónsson, auglýsingaleikstjóri hjá Sagafilm ræðir um auglýsingagerð frá sjónarhóli leikstjórans og veltir upp spurningum um hvað það er sem lætur sjónvarpsauglýsingar hitta í mark.

Lára Margrét Möller, vörumerkjastjóri hjá Icelandair segir okkur frá því hvernig Icelandair hefur notað sjónvarpsauglýsingar í sínu markaðsstarfi.

Fundarstjóri er Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, formaður SÍA og framkvæmdastjóri Hvítahússins. 

 

Fundurinn hefst klukkan 09:00 og stendur til 10:30