Valmynd Gerast meðlimur

ÍMARK dagurinn

ÍMARK dagurinn 6. mars 2020

Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica

Dagsetning: 06. mars

Verð 39.900 kr.

ÍMARK dagurinn 6. mars 2020

Fyrirlesarar á ÍMARK deginum 6. mars 2020. 

Ráðstefnan verður haldin á Reykjavík Hilton Nordica milli klukkan 09:00 og 16:00 6. mars. 
Martin Rinqvist  
Oatly  
Martin Rinqvist er ákaflega reynslumikill hönnunarstjóri, hann hefur stýrt hugmyndavinnu fyrir mörg risa vörumerki og unnið til fjölda verðlauna fyrir störf sín. Í dag starfar hann sem hönnunarstjóri hjá Oatly og hefur síðas liðin ár unnið að uppbyggingu og ásýnd vörumerkisins með hrein út sagt frábærum árangri. 

Laura Jordan Bembach 

Láttu ekkert koma í veg fyrir góða hugmynd  

Laura Jordan Bembach er einn af  stofnendum og yfir hönnunarstjóri á Mr. President. Hún hefur á síðastliðnum 20 árum einbeitt sér að framúrstefnulegum aðferðum í hönnun. Hún hefur unnið fjölda verðlauna fyrir auglýsingar og er leiðandi frumkvöðull á sviði auglýsinga, samskipta og hönnunar.
Vikki Ross

Óáhugaverða hugmyndin mín... 
Vikki Ross Síðustu 24 ár hefur Vikki sérheft sig í vörumerkjum og rödd vörumerkja en hún hefur komið að textagerð og hönnun á rödd margra stærstu fyrirtækja í heiminum. Hún var valin af Creative Equals ein af topp 30 konum í skapandi starfsgreinum. Einnig hlaut hún sérstök verðlaun fyrir framúrskarandi framlag til markaðsmála. 

Mark Ritson

Hvað skiptir (ekki) máli í markaðsmálum?
Mark Ritson er einn eftirsóttasti ráðgjafi og fyrirlesari á sviði markaðsmála í heiminum í dag. Hann er sérfræðingur á sviði vörumerkja og hefur verið leiðandi í umræðu um markaðsmál og vörumerki. Hann hefur unnið fyrir fjöldann allan af stórum fyrirtækjum sem ráðgjafi og má með sanni segja að hann sé einn fremsti markaðssérfræðingurinn í heiminum í dag. 
ÍMARK félagar fá sérstök kjör á miðum bæði á ÍMARK daginn og Lúðurinn. 
Ef þú ert ÍMARK félagi þá virkjar netfangið þitt afsláttinn á netinu, þ.e.a.s. ef hann er rétt skráður í gagnagrunn. 
Almennt verð er 49.900
ÍMARK verð er 39.900

Afsláttur ÍMARK félaga virkjast í skrefi 2 í kaupaferli hjá skráðum félögum sem búnir eru að greiða félagsgjald. Ef afsláttur virkjast ekki vinsamlega sendið póst á imark@imark.is.

Nánari upplýsingar um hópa eða aðrar pantanir má nálgast með því að senda póst á imark@imark.is eða í síma 899 0689.