Valmynd Gerast meðlimur

ÍMARK dagurinn

ÍMARK dagurinn 6. mars 2020

Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica

Dagsetning: 06. mars

Verð 39.900 kr.

ÍMARK dagurinn 6. mars 2020

ÍMARK dagurinn 2020
 
Fyrirlesarar á ÍMARK deginum 6. mars 2020. 
Takmarkað sætaframboð, tryggðu þér miða!


Ráðstefnan verður haldiná Hilton Reykjavík Nordica
milli klukkan 09:00 og 16:00 föstudaginn 6. mars. 
 
Dagskrá: 
08:30 - 09:00  Innskráning gesta, morgunhressing 
09:00 - 09:10  Setning ráðstefnunnar 

09:10 - 10:10  Martin Rinqvist 
10:10 - 10:20  Stutt hlé
10:20 - 11:10  Laura Jordan Bembach 
11:10 - 12:00  ÁRA - Árangursríkasta auglýsingaherferðin

12:00 - 13:00  Hádegismatur 

13:00 - 14:30  Mark Ritson
14:30 - 14:45  Stutt hlé 
14:45 - 15:15 
Markaðskönnun MMRÓlafur Þór Gylfason
15:15 - 16:00  Vikki Ross
 
 
Martin Rinqvist  

Oatly
IT’S LIKE ADVERTISING, BUT MADE FOR HUMANS. 
 
Martin Rinqvist er ákaflega reynslumikill markaðsmaður, hann hefur stýrt stefnumótun og hugmyndavinnu fyrir mörg risa vörumerki og unnið til fjölda verðlauna fyrir störf sín. Í dag starfar hann sem hönnunarstjóri hjá Oatly og hefur síðastliðin ár unnið að uppbyggingu og ásýnd vörumerkisins með hrein út sagt frábærum árangri. 
 
 

Laura Jordan Bembach 
 
Láttu ekkert hindra sköpunarkraftinn!  

Laura Jordan Bembach er einn af  stofnendum og yfir hönnunarstjóri á Mr. President. Hún hefur á síðastliðnum 20 árum einbeitt sér að framúrstefnulegum aðferðum í hönnun. Hún hefur unnið fjölda verðlauna fyrir auglýsingar og er leiðandi frumkvöðull á sviði auglýsinga, samskipta og hönnunar. Hún var útnefnd ein af áhrifamestu manneskjunum í Bretlandi af Debrett’s 500. 
 
 

  Mark Ritson
 
Hvað skiptir (ekki) máli í markaðsmálum?
 
Mark Ritson er einn eftirsóttasti ráðgjafi og fyrirlesari á sviði markaðsmála í heiminum í dag. Hann er sérfræðingur á sviði vörumerkja og hefur verið leiðandi í umræðu um markaðsmál og vörumerki. Hann hefur unnið fyrir fjöldann allan af stórum fyrirtækjum sem ráðgjafi og má með sanni segja að hann sé einn fremsti markaðssérfræðingurinn í heiminum í dag. 
 
Markaðskönnun MMR
 
Ólafur Þór Gylfason - Markaðskönnun MMR 
Niðurstöður úr markaðskönnun og vali á auglýsingastofu og vörumerki ársins.
 
 
Vikki Ross
 
Óáhugaverða hugmyndin mín...  
My bland idea... 
 
Vikki Ross hefur síðustu 24 ár sérheft sig í vörumerkjum og rödd vörumerkja en hún hefur komið að textagerð og hönnun á rödd margra stærstu fyrirtækja í heiminum. Hún var valin af Creative Equals ein af topp 30 konum í skapandi starfsgreinum. Einnig hlaut hún sérstök verðlaun fyrir framúrskarandi framlag til markaðsmála. 
 
ÍMARK félagar fá sérstök kjör á miðum bæði á ÍMARK daginn og Lúðurinn.

 Ef þú ert ÍMARK félagi þá virkjar netfangið þitt afsláttinn á netinu, þ.e.a.s. ef hann er rétt skráður í gagnagrunn. 

Ef þú ert ÍMARK félagi og afslátturinn virkjast ekki í kaupaferli vinsamlega sendu póst á imark@imark.is