Valmynd Gerast meðlimur

ÍMARK dagurinn

Lúðurinn 2019

Staðsetning: Hilton Reykjavik Nordica

Dagsetning: 06. mars

Verð 6900 kr.

Lúðurinn 2019

 

ÍMARK, samtök íslensks markaðsfólks, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA), verðlaunar nú í þrítugasta og fjórða sinn auglýsingar sem sendar voru inn í samkeppnina Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin.

Verðlaunaafhendingin fer fram föstudaginn 6. mars kl. 19 á Hilton. Fyrr um daginn verður ÍMARK dagurinn haldinn hátíðlegur, þar sem fjórir erlendir fyrirlesarar flytja erindi. Allir sem hafa áhuga á markaðsmálum og vilja vera vel upplýstir um það sem þar er efst á baugi ættu ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara. Skráning og nánari upplýsingar á imark.is.

 

LÚÐURINN
Lúðurinn eru verðlaun sem veitt eru frumlegum, skapandi og snjöllum hugmyndum, sem útfærðar eru á framúrskarandi hátt. Dómnefnd Lúðurs í ár er skipuð 11 aðilum, tilnefndum af ÍMARK og SÍA. Dómnefndarferlið er opið og niðurstöður rekjanlegar.

 

Dagskrá 

17:30 - 18:30 Fordrykkur 
18:30 - 20:30 Lúðrahátíð 
20:30 - 23:00 Eftirpartý