Valmynd Gerast meðlimur

LÚÐURINN AFHENTUR Í 33. SINN

Staðsetning:

Dagsetning: 16. apríl

LÚÐURINN AFHENTUR Í 33. SINN

LÚÐURINN AFHENTUR Í 33. SINN

ÍMARK, félag íslensk markaðsfólks, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA), verðlaunar nú í þrítugasta og þriðja sinn auglýsingar sem að sendar voru inn í samkeppnina Lúðurinn, Íslensku auglýsingaverðlaunin.

Verðlaunaafhendingin fer fram með öðru sniði í ár en tíðkast hefur vegna fjöldatakmarkana en verður hún í beinni útsendingu föstudaginn 16. apríl kl.18:00.

Uppskera íslenska auglýsingabransans verður þá fagnað en má segja að þrátt fyrir ástandið í þjóðfélaginu þá hafi það hvorki bitnað á fjölda innsendinga né á gæðum í framleiddu efni. Innsendingar til Íslensku auglýsingaverðlaunana hófu að berast í upphafi þessa árs og rann frestur út þann 19. janúar síðastliðinn. Við tók ferli dómnefndar sem skipuð var af miklu fagfólki og erum við afar stolt af því að kynjahlutfallið í dómnefndinni hafi verið jafnt í ár í fyrsta skipti. Yfir 320 innsendingar bárust í 15 flokkum og eru 70 innsendingar tilnefndar til Lúðurs.


Tilkynnt verður um tilnefningar til verðlaunanna fimmtudaginn 8. apríl á á vef mbl.is, í Morgunblaðinu og á ludurinn.is en verðlaunin sjálf verða eins og áður segir afhent í beinni útsendingu á mbl.is 16. apríl næstkomandi kl.18:00

Allir sem hafa áhuga á markaðsmálum og vilja vera vel upplýstir, ættu ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara. Kynnar Lúðursins eru Villi Netó og Björk Guðmundsdóttir.