Valmynd Gerast meðlimur

Mannamót

Mannamót

Staðsetning: Bryggjan brugghús

Dagsetning: 01. janúar

Verð frítt inn kr.

Mannamót

Mannamót ÍMARK á Bryggjunni, miðvikudaginn 16. janúar milli 12:00 og 13:15
 
Næsta Mannamót ÍMARK verður haldið miðvikudaginn 16. janúar frá kl.12.00 - 13.15 á Bryggjunni.
 
Magga Dóra fjallar um upplifunarhönnun og hvað skiptir máli þegar þróa á vörur og þjónustu.
 
Engin vara er eyland, heldur skiptir máli hver notar hana, hvaða væntingar viðkomandi hefur og hvaða árangri hann vill ná. Með upplifunarhönnun reynum við að setja okkur í spor notenda og skilja samhengið sem varan lifir í og sjá fyrir hvaða hughrif notkun skapar til að reyna að skilja hvernig hægt er að styðja notendur til að ná árangri og koma í veg fyrir að upplifun þeirra af vörunni sé neikvæð.
 
Magga Dóra er tölvunarfræðingur með bakgrunn í sálfræði og hefur því alltaf haft áhuga á því hvernig fólk og tækni spila saman. Hún er með víðtæka reynslu af þróun stafrænna lausna hérlendis og erlendis.
 
 
Guðmundur Jóhannsson veltir upp spurningunni - „Þarf allt að vera snjallt?“ Hann skyggnist aðeins inn í heim tækninnar og skoðar helstu strauma og stefnur í snjallvæddum heimi.
 
Guðmundur Jóhannsson er samskiptafulltrúi Símans. Hann er nörd sem elskar tölvur og tækni.  Í hverri viku fræðir hann landsmenn um tækniheiminn í Morgunútvarpinu á RÁS2.
 
 
Allir velkomnir, aðgangur er ókeypis. 
 
Fyrir þá sem vilja nýta tímann og fá sér hádegismat í leiðinni þá verður hægt að kaupa súpu við innganginn. 
 
Einnig er hægt að panta mat fyrirfram í skráningarforminu.  
 
Fiskur dagsins = 1990 kr.
Hamborgari = 1990 kr.
Vegan hamborgari = 1990 kr.