Valmynd Gerast meðlimur

Markaðsverðlaun

Markaðsfyrirtæki ársins 2018

Staðsetning: Hilton Reykjavik Nordica

Dagsetning: 13. desember

Verð 5.900 kr.

Markaðsfyrirtæki ársins 2018

Þann 13. desember næstkomandi mun frú Eliza Jean Reid, afhenda markaðsfyrirtæki ársins 2018 verðlaun.

Það er fyrirtæki sem dómnefnd á vegum ÍMARK hefur valið úr hópi fjölda markaðsfyrirtækja sem tóku þátt. Athöfnin fer fram á Hilton Reykjavík Nordica kl. 12:00-13:30.

Markaðsverðlaun ÍMARK falla í skaut því fyrirtæki sem dómnefndin telur að hafi náð framúrskarndi árangri í markaðsmálum undanfarin tvö ár. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum undanfarin tvö ár og sannað þykir að sýnilegur árangur hafi náðst. Valið byggir á ítarlegu ferli dómnefndar þar sem lagt er mat á fagmennsku við markaðsstarfið, árangur og að fjárhagslegt öryggi sé til staðar.

 

Nánari útlistun:

Markaðsverðlaun ÍMARK 2018, samtaka markaðsfólks á Íslandi, verða afhent fimmtudaginn 13. desember á Nordica Reykjavik, Hótel Hilton.

Frú Eliza Jean Reid, forsetafrú, mun veita Markaðsfyrirtæki ársins 2018 verðlaunin og María Hrund Marinósdóttir formaður ÍMARK og markaðsstjóri Borgarleikhússins mun stýra dagskrá verðlaunafhendingarinnar. 

ÍMARK hefur veitt Markaðsverðlaunin frá árinu 1991 en þetta er í 26. Skipti sem verðlaunin eru veitt. Markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku í markaðsstarfi íslenskra fyrirtækja.

Boðið verður upp á hádegismat samhliða athöfninni