Valmynd Gerast meðlimur

Markaðsmál

Markaðsmál á tímum heimsfaraldurs

Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica

Dagsetning: 25. september

Verð 5900 kr. kr.

Markaðsmál á tímum heimsfaraldurs

Það er komið að fyrsta viðburði ÍMARK í vetur og er hann ekki af verri endanum.
Heimsfaraldurinn hefur reynst mikil prófraun fyrir markaðsfólk á Íslandi sem og í heiminum öllum. ÍMARK vill leggja áherslu á lærdóm síðustu mánaða og með hvaða leiðum fyrirtæki og stofnanir geti lagað sig að gjörbreyttu landslagi. Við höfum fengið í lið með okkur frábæra einstaklinga sem allir hafa ólíka reynslu og sögu að segja frá hvernig þau og þeirra fyrirtæki hafa verið að bregðast við á þessum fordæmalausu tímum. Einnig verður dagskrá fyrir veturinn kynnt og nýjungar á vegum ÍMARK.
Gestir fundarins eru:
Edda Hermannsdóttir - Samskipta- og markaðsstjóri Íslandsbanki
Helga Árna­dótt­ir - fram­kvæmda­stjóri þró­un­ar-, sölu- og markaðssviðs Bláa Lónsins
Magnús Geir Þórðarson - Þjóðleikhússtjóri
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir - Markaðsstjóri Nettó / Samkaup
Vegna fjöldatakmarkana og til að gæta að sóttvarnareglum þá þarf að skrá sig á fundinn. Fundurinn sjálfur er eingöngu fyrir félagsmenn ÍMARK, verðið er 5.900kr og er hádegisverður innifalinn í verði.
UPPSELT ER Á FUNDINN EN Í BOÐI ER AÐ HORFA Á HANN Í BEINU STREYMI
Hlekkur á live streymi verður gerður aðgengilegur samdægurs á fb síðu ÍMARK.