Valmynd Gerast meðlimur

Markaðsmanneskja ársins 2021

MARKAÐSMANNESKJA ÁRSINS 2021

Staðsetning: imark.is

Dagsetning: 03. febrúar

MARKAÐSMANNESKJA ÁRSINS 2021

Þann 27. janúar næstkomandi verður val dómnefndar á markaðsmanneskju ársins 2021, kynnt í beinni útsendingu á vefsíðu ÍMARK.
ÍMARK veitir þeim einstaklingi sem hefur sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi á líðandi ári verðlaunin, Markaðsmanneskja ársins 2021.

 

Félögum ÍMARK gefst kostur á taka þátt í valinu með því að senda inn tilnefningar ásamt rökstuðningi sem dómnefnd hefur til hliðsjónar. 

 

Stjórn ÍMARK hvetur alla félagsmenn til að taka þátt og senda inn tilnefningu. 

 

Frestur til að senda inn tilnefningar er til miðnættis þriðjudaginn 18. janúar.

 

Eftirfarandi atriði eru höfð að leiðarljósi við val á Markaðsmannneksju ársins 2021.

Að hægt sé að sjá af verkum einstaklingsins að hann sé markaðsdrifinn og að þau gildi hafi stýrt hans ákvörðunum í markaðsstarfi.

Að viðkomandi hafi sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi á líðandi ári.

Að viðkomandi hafi haft aðkomu að rekstri fyrirtækisins í a.m.k. tvö ár, þ.e. á þeim uppbyggingartíma sem að um ræðir (jan. 2020 til dagsins í dag). 

Ath. að einungis tilnefningar skráðra félaga eru gildar.