Valmynd Gerast meðlimur

Markaðsverðlaun ÍMARK - Markaðsfyrirtæki ársins 2020

Staðsetning: Harpa

Dagsetning: 14. janúar

Markaðsverðlaun ÍMARK - Markaðsfyrirtæki ársins 2020

Þann 14. desember næstkomandi mun forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson veita Markaðsverðlaun ÍMARK.
Dómnefnd á vegum ÍMARK hefur valið Markaðsfyrirtækið 2020 úr stórum hópi íslenskra fyrirtækja sem tóku þátt. Hulunni verður svipt af því hvaða fyrirtæki trónir á toppnum við hátíðlega athöfn sem haldin verður í beinni útsendingu hér á Facebook á milli klukkan 16:00-17:30 14. desember. n.k.
Markaðsverðlaun ÍMARK falla í skaut því fyrirtæki sem dómnefndin telur að hafi náð framúrskarandi árangri í markaðsmálum undanfarin tvö ár. Valið byggir á ítarlegu ferli og mati dómnefndar þar sem lagt er mat á fagmennsku við markaðsstarfið, árangur og að fjárhagslegt öryggi sé til staðar.
Tilnefnd sem Markaðsfyrirtæki ársins 2020 að þessu sinni eru Arion banki, Krónan, NOVA, Síminn og 66°Norður.