Valmynd Gerast meðlimur

Námsferð

Námsferð ÍMARK til Stokkhólms

Staðsetning: Stokkhólmur

Dagsetning: 02. maí

Verð m.v. tvo í herb. frá 119.000 kr.

Námsferð ÍMARK til Stokkhólms

Farið verður í námsferð ÍMARK til Stokkhólms dagana 2.- 6. maí næstkomandi. Framsækin fyrirtæki verða heimsótt í skemmtilegum félagsskap markaðsfólks. Flogið verður með WOW air. Fá sæti eru í boði og því um að gera að tryggja sér sæti sem fyrst. 
Flogið er út á miðvikudagsmorgni 2. maí og heim aftur í hádeginu sunnudaginn 6. maí. Á fimmtudeginum og föstudeginum verða hemsóknir í framúrskarndi markaðsfyrirtæki. Þar ber helst að nefna auglýsingastofuna Creuna sem ætla að ræða við okkur um trend í digital marketing og eitt stærsta tölvuleikjafyrirtæki í heimi EA GAMES en þau ætla að segja okkur frá því hvernig staðið er að gagnasöfnun og gagnagreiningu. Fleiri fyrirtæki verða svo kynnt innan skamms.  

Við munum svo borða saman kvöldverð á föstudagskvöldinu 4. maí. Gist verður á Scandic Continental sem er á besta stað í miðborg Stokkhólms. Verð m.v. tvo í herbergi er 119.000 krónur og innifalið er flug, gisting í 4 nætur með morgunmat og kvöldverður á föstudeginum. Frestur til að skrá sig er til mánudagsins 26. mars. Nánari upplýsingar má nálgast með því að senda póst á imark@imark.is