Valmynd Gerast meðlimur

NOVA, MARKAÐSFYRIRTÆKI ÁRSINS BÝÐUR Í HEIMSÓKN - HRAÐLEIÐ AÐ ÁNÆGJU!

FYRIRLESARAR

 • Ágústa Johnson, Framkvæmdastjóri Hreyfingar
 • Bjarney Harðardóttir, Framkvæmdastjóri hjá 66°Norður
 • Jack Santiago, Senior Facilitator Disney
 • Joseph Michelli Ph.D. Metsöluhöfundur og CEO hjá The Michelli Experience
 • Kristinn G. Bjarnason, Framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Toyota
 • Margrét Tryggvadóttir, Skemmtanastjóri Nova
 • Patrick Jordan, Senior Facilitator Disney

Bergur Ebbi er fundarstjóri

 

Ráðstefnan skartar meðal annars fyrirlesurum og sérfræðingum frá Disney Institute og Joseph Michelli metsöluhöfundi.

Sérfræðingar Disney munu fjalla um það hvernig Walt Disney Parks & Resorts hefur farið að því að skapa sína þjónustuupplifun. Joseph Michelli er margfaldur metsöluhöfundu en hann hefur gefið út bækur um þjónustu Starbucks, Zappos, AirBnB, Mercedes-Benz og Ritz Carlton svo eitthvað sé nefnt. Hann er einn vinsælasti þjónustufyrirlesari heims og hefur verið ráðgjafi við fyrirtæki eins og: Microsoft, Godiva, Nespresso, Volkswagen, Chick-Fil-A, Fiat, HP, Bombardier, Pandora, Capital one o.fl.

Hópur spennandi fyrirlesara úr ýmsum geirum munu ausa úr viskubrunni sínum og fjalla um hvað það hversu miklu máli það skiptir að huga að öllum smáatriðum, leggja aukna áherslu á hönnun þjónustuupplifunar viðskiptavina og tryggja að fyrirtækjamenning styðji við þjónustuloforðið.

Allir ráðstefnugestir fá boð í vinnustofu sem unnin er í samstarfi við Akademias þar sem farið verður yfir mikilvægi þess að skapa og veita framúrskarandi þjónustuupplifun.

 

GOTT AÐ VITA

 • Ráðstefnan fer fram í rafheimum - í beinni yfir netið.
 • Þátttakendur á netinu hafa tækifæri á að leggja fram spurningar og taka þátt í umræðum í beinni rétt eins og þú værir á staðnum.
 • Ráðstefnan fer fram þann 18. mars 2021 á milli kl. 12:00-16:30
 • Frítt á erindi NOVA fyrir félagsmenn ÍMARK 
 • Fullt verð á ráðstefnuna er 49.900 kr. en félagsmenn sem vilja sækja ráðstefnuna í heild sinni fá aðgang á einstöku verði,  19.900 kr. með kóðanum IMARK

Við mælum með að þið látið þetta ekki fram hjá ykkur fara og skráið ykkur um hæl hér fyrir neðan.