Lúðurinn

Íslensku auglýsingaverðlaunin

Lúðurinn 2014, Íslensku auglýsingaverðlaunin, verða afhent föstudaginn 13.mars í Háskólabíói. 

Húsið opnar kl.17 með fordrykk í boði Ölgerðarinnar og Mecca.

Hátíðin sjálf hefst stundvíslega kl.18

Kynnir hátíðarinnar er enginn annar en Björn Bragi Arnarsson

Frjálst sætaval.

Að lokinni verðlaunaafhendingu verður partý í anddyri Háskólabíós sem stendur til kl.20.30

Lúðurinn er opinn öllum sem stunda gerð eða dreifingu auglýsinga á Íslandi. Tilgangur keppninnar er að vekja athygli á vel gerðum auglýsingum og auglýsingaefni og veita aðstandendum þess verðskuldaða athygli.

Flokkar  »
Nánar
Loka
Lúður - AAÁ
Athyglisverðasta auglýsing ársins, AAÁ, er lúður sem veitir frumlegum, skapandi og snjöllum hugmyndum sem eru útfærðar á framúrskarandi hátt viðurkenningu.

Lúður - ÁRA
Árangursríkasta auglýsingaherferðin, ÁRA, er lúður sem veitir herferðum viðurkenningu sem skilað hafa framúrskarandi árangri.

Veitt verða verðlaun í eftirtöldum  flokkum:
Kvikmyndaðar auglýsingar - AAÁ
Útvarpsauglýsingar - AAÁ
Prentauglýsingar - AAÁ
Vefauglýsingar - AAÁ

Samfélagsmiðlar -AAÁ

Umhverfisauglýsingar - AAÁ
Veggspjöld og skilti - AAÁ
Bein markaðssetning - AAÁ
Viðburðir - AAÁ
Mörkun - ásýnd vörumerkis- AAÁ
Almannaheillaauglýsingar (Non profit) - AAÁ
Auglýsing ársins - ,,Best in Show"     
Herferð - AAÁ
Árangursríkasta auglýsingaherferðin - ÁRA

Þátttaka í Lúðri  »
Nánar
Loka
Þátttökuréttur

Keppnin er opin öllum þeim sem stunda gerð auglýsinga á Íslandi. Skilyrði er að auglýsingin sé íslensk, þ.e. gerð af stofu/einyrkja á Íslandi fyrir íslenskt fyrirtæki eða íslenska vöru/þjónustu. Auglýsingin þarf að hafa birst á Íslandi, í auglýsingatíma eða á þriðja miðli í fyrsta skipti árið 2014 (ekki á eigin miðli auglýsinda).

Skilyrði fyrir þátttöku í flokknum Árangursríkasta auglýsingaherferðin, ÁRA, er að auglýsingaherferðin hafi birst á Íslandi milli 1. janúar 2013 og 31. desember 2014. Herferðir mega hafa hafist áður, en þær verða að hafa birst á þessu tímabili og hafa tengingu við það.

 

Innsendingar og skilafrestur
Tekið er á móti innsendingum á sérstöku vefsvæði hjá Hunang (hét áður Outcome), sem sett verður upp fyrir keppnina, dagana 5.janúar - 26. janúar 2015. Athugið að eitt svæði er fyrir AAÁ flokka lúðursins og annað svæði er fyrir ÁRA lúðurinn.

Skilafrestur á bæði við AAÁ og ÁRA flokka.
Innsendingar verða að hafa borist vefsvæði Outcome fyrir kl. 24.00, mánudaginn 26. janúar 2015.
Í flokkum þar sem skila þarf sýnishornum af innsendingum er tekið á móti þeim á skrifstofu ÍMARK að Borgartúni 28 (3. hæð) á milli kl. 13.00 og 16.00 26. janúar 2015.

Athugasemdir vegna Lúðurs
Formlegar athugasemdir vegna Lúðurs skal senda með tölvupósti á imark@imark.is og úrskurðarnefnd mun taka þær fyrir. Úrskurðarnefnd skipar stjórnarformann ÍMARK, framkvæmdastjóra ÍMARK og formann viðkomandi dómnefndar (AAÁ eða ÁRA). Formlegum athugasemdum er svarað með niðurstöðu úrskurðanefndar.

Innsendingar í AAÁ
Stöðluð innsendingarform skulu notuð fyrir fyrri umferð, sjá innsendingarvef Hunang. Í fyrri umferð er ekki tekið við samsettu kynningarmyndbandi sem kynnir innsendingu. Einungis er tekið við myndböndum sem voru beinn hluti af viðkomandi kynningarátaki, ljósmyndum sem sýna auglýsingar eða hluti í viðkomandi kynningu og hluti sem voru þáttur í kynningarátakinu (t.d. hlutir sem sendir eru á markhóp, líkt og t.d. í beinni markaðssetningu).

Innsendingar í ÁRA
Skrifa skal greinagerðina inn í rafrænt form á úthlutuðu vefsvæði Hunang (hét áður Outcome) og öll fylgigögn (s.s. gröf, töflur, línurit, auglýsingar) skulu vera sett sem viðhengi við tilheyrandi rafrænt innsendingarform.


 

Þáttökureglur  »
Nánar
Loka

Lúður 2014 – ÞÁTTTÖKUREGLUR

1. Þáttökuréttur
Keppnin er opin öllum þeim sem stunda gerð og/eða dreifingu auglýsinga á Íslandi.

Skilyrði er að auglýsingin sé íslensk, þ.e. gerð af stofu/einyrkja á Íslandi fyrir íslenskt fyrirtæki eða íslenska vöru/þjónustu. Auglýsingin þarf að hafa birst á Íslandi, í auglýsingatíma eða á þriðja miðli í fyrsta skipti árið 2014 (ekki á eigin miðli auglýsanda).

Skilyrði fyrir þátttöku í flokknum Árangursríkasta auglýsingaherferðin, ÁRA, er að auglýsingaherferðin hafi birst á Íslandi milli 1. janúar 2012 og 31. desember 2013. Herferðir mega hafa hafist áður, en þær verða að hafa birst á þessu tímabili og hafa tengingu við það.

 

2. Flokkar

Veitt verða verðlaun í eftirtöldum flokkum:

1. Kvikmyndaðar auglýsingar – AAÁ
2. Útvarpsauglýsingar – AAÁ
3. Prentauglýsingar – AAÁ
4. Vefauglýsingar – AAÁ
5. Samfélagsmiðlar -AAÁ
6. Umhverfisauglýsingar – AAÁ
7. Veggspjöld og skilti – AAÁ
8. Bein markaðssetning – AAÁ
9. Mörkun - ásýnd vörumerkis– AAÁ
10. Almannaheillaauglýsingar – AAÁ
11.Herferðir– AAÁ
12. Auglýsing ársins - ,,Best in Show"
13. Árangursríkasta auglýsingaherferðin – ÁRA
 

3. Þátttaka í Lúðrinum

Tekið er á móti innsendingum á sérstöku vefsvæði hjá Hunangi (hét áður Outcome), sem sett verður upp fyrir keppnina, dagana 5. janúar - 26.janúar 2015.  Athugið að eitt svæði er fyrir AAÁ flokka lúðursins og annað svæði er fyrir ÁRA lúðurinn. 

Tengill á vefsvæði Hunang (áður Outcome) fyrir innsendingar í Lúðurinn, bæði fyrir AAÁ innsendingar og fyrir ÁRA innsendingar, er birtur á heimasíðu ÍMARK 5.janúar - 26.janúar 2015. Þátttakendur smella á tengil til að komast á upphafssíðu vefsvæðis Hunangs  fyrir innsendingar, en þar er fyllt inn í reiti þær upplýsingar sem þarf til að fá úthlutað lykilorði að lokuðu vefsvæði innsendingaraðila.

Sendur er reikningur á þátttakendur samkvæmt yfirliti innsendinga á Hunang vefsvæðinu og athugið að það þarf að greiða reikninginn á gjalddaga (sem verður eftir fyrsta fund dómnefndar). Ef ekki er greitt innan tiltekins greiðslufrests verður innsendingarefni viðkomandi þátttakanda sjálfkrafa dæmt úr leik.

Innsendingar sem ekki fylgja þátttökureglum verða sjálfkrafa dæmdar úr leik án endurgreiðslu þátttökukostnaðar. Ef upp koma vandamál í sýningu á innsendingarefni í prufukeyrslu (sem er skilað samkvæmt þátttökureglum) er haft samband við viðkomandi þátttakanda til að fá efni endursent en í þeim tilvikum þarf þátttakandi að bregðast strax við.

Athugið að allt efni í ÁRA skal skila inn á rafrænu formi á vefsvæði Hunang.

Fyrirspurnum er svarað á skrifstofu ÍMARK í síma 8990689 eða í tölvupósti á imark@imark.is.

Ef innsent efni er ekki sent inn samkvæmt reglum má eiga von á að efnið verði ekki með í keppninni og þátttökugjald fyrnist.

4. Skilafrestur
Skilafrestur á bæði við AAÁ og ÁRA flokka.

Innsendingar verða að hafa borist vefsvæði Hunangs fyrir kl. 24.00, mánudaginn 26. janúar 2015.

Í flokkum þar sem skila þarf sýnishornum af innsendingum er tekið á móti þeim á skrifstofu ÍMARK að Borgartúni 28 (3. hæð) á milli kl. 13.00 og 16.00 26.janúar 20155. Þátttökugjald
Þátttökugjald er 10.000,- kr. fyrir hverja innsendingu í AAÁ að undanskildum flokknum auglýsingaherferðir AAÁ.
Þátttökugjald er 50.000,- kr. fyrir innsendingu í flokkinn auglýsingaherferðir AAÁ.
Þátttökugjald er 50.000,- kr. fyrir hverja innsendingu í ÁRA.

6. Greiðsla á þátttökugjaldi
Greiða skal þátttökugjald fyrir innsendingar inn í Lúðurinn samkvæmt reikningi ÍMARK er sendur verður á þátttakendur. Ef fullnaðargreiðsla fyrir innsendingunum á sér ekki stað innan tiltekins greiðslufrests verður innsendingarefni viðkomandi stofu/aðila sjálfkrafa dæmt úr leik.

Til athugunar: 

Í verði innsendinga er gert ráð fyrir að sending frá hverri stofu komi tilbúin samkvæmt reglum. Allar breytingar á innsendingum og lagfæringar eftir að gögn eru komin til Hunangs þarf að gera skriflega til ÍMARK og geta falið í sér aukakostnað fyrir þátttakendur. Því er mikilvægt að vanda undirbúning og frágang innsendinga við skil.


7. Skilgreining á AAÁ flokkum:
7.1. Kvikmyndaðar auglýsingar

Auglýsingar, leiknar, ljósmyndaðar eða teiknaðar, sem gerðar eru fyrir sjónvarp, kvikmyndahús eða vefmiðla. Leyfilegt er að senda inn fleiri en eina kvikmyndaða auglýsingu séu þær hluti af sömu herferð.

7.2. Útvarpsauglýsingar
Auglýsingar sem eingöngu eru gerðar fyrir útvarp. Hljóðrásir af sjónvarpsauglýsingum eru ekki gildar. Leyfilegt er að senda inn fleiri en eina útvarpsauglýsingu séu þær hluti af sömu herferð.

7.3. Vefauglýsingar
Stafrænar auglýsingar sem birtast í keyptu rými í vefumhverfi. Auglýsing getur einnig verið míkróvefur, herferðarvefur, leikir sem ætlaðir eru til að vekja athygli á vöru eða þjónustu eða auglýsingar í farsíma. Varanlegir vefir auglýsanda eiga ekki heima í þessum flokki. Leyfilegt er að senda inn fleiri en eina vefauglýsingu séu þær hluti af sömu herferð.


7.4. Prentauglýsingar

Auglýsingar sem gerðar eru til birtingar í dagblöðum og/eða tímaritum. Leyfilegt er að senda inn fleiri en eina prentauglýsingu séu þær hluti af sömu herferð.


7.5. Umhverfisauglýsingar og viðburðir

Þrívíð grafík á umhverfisskilti, sýningarbásar eða viðburðir sem vekja athygli á vöru og/eða þjónustu eða byggja upp ímynd fyrirtækis gagnvart viðskiptavinum eða starfsmönnum.


7.6. Veggspjöld og skilti

Tvívíð grafík á t.d. umhverfisskilti og eða hefðbundin plaköt. Leyfilegt er að senda fleiri en eina auglýsingu séu þær hluti af sömu herferð.

7.7. Bein markaðssetning

Bein markaðssetning í t.d. prentuðu eða rafrænu formi, hlutur eða gjörningur sem sendur er á fyrirfram skilgreindan hóp í þeim tilgangi að framkalla bein viðbrögð. Lágmarksfjöldi markhóps er 300 einstaklingar/fyrirtæki.7.8. Mörkun - ásýnd vörumerkis

Mörkun eða endurmörkun fyrirtækis tekur til nýrra eða eldri vörumerkja. Um er að ræða breytingar á merki eða heildarútliti. Sýna skal útlit fyrir og eftir breytingu sé um endurmörkun að ræða.

7.9. Almannaheillaauglýsingar (non-profit)

Fyrirtæki/samtök sem skila eigendum sínum hagnaði eða fjárhagslegum ávinningi (,,non-profit") falla undir almannaheillaflokkinn.

Auglýsingar í þessum flokki eru til þess fallnar að breyta hegðun/hugsun markhópsins og hafa áhrif á eða skila umbjóðendum betri lífsskilyrðum, t.d. auglýsingar um forvarnarmál, umhverfismál, heilsufarsmál, trúmál, minnihlutamál, mannréttindamál, menntamál, öryggismál, friðarmál, góðgerðarmál, pólitísk mál og auglýsingar stéttarfélaga. Ímyndarauglýsingar ,,profit" fyrirtækja eiga ekki heima í þessum flokki.

Í þessum flokki má senda jafnt auglýsingar fyrir ljósvaka-,prent- eða vefmiðla.

Almannaheillaauglýsingar má ekki senda inn í aðra flokka en þennan.


7.10. Samfélagsmiðlar

Stök auglýsing eða herferð fyrir samfélagsmiðla. Dómnefnd skal horfa til hversu snjöll notkun samfélagsmiðla er og hvernig skilaboðum og hugmynd er komið á framfæri. (Sérstaklega er tekið fram að þessi flokkur er ekki ,,like"-talning.)


7.11. Herferð

Hugmynd útfærð á ólíka og snjalla vegu í ólíkum miðlum með áherslu á að nýta sér ólíka eiginleika miðlanna.


7.12. Auglýsing ársins - ,,Best in Show"

Dómnefnd velur auglýsingu ársins úr öllum flokkum


Dómnefnd getur ákveðið að færa auglýsingu á milli flokka. Rökstuðningur mun ávallt fylgja slíkum ákvörðunum.


Fagverðlaun

Dómnefnd getur ákveðið að veita sérstök verðlaun fyrir metnaðarfulla og fagmannlega vinnu í eftirtöldum flokkum. Ekki er sent inn í þennan flokk.

1. Textagerð

2. Art Direction

3. Ljósmyndun

4. Kvikmyndataka

5. Hreyfimyndagrafík

6. Nýstárleg notkun á miðlum8. Form innsendinga í AAÁ flokkum: 

Stöðluð innsendingarform skulu notuð fyrir fyrri umferð, sjá innsendingarvef Hunang. Í fyrri umferð er ekki tekið við samsettu kynningarmyndbandi sem kynnir innsendingu. Einungis er tekið við myndböndum sem voru beinn hluti af viðkomandi kynningarátaki, ljósmyndum sem sýna auglýsingar eða hluti í viðkomandi kynningu og hluti sem voru þáttur í kynningarátakinu (t.d. hlutir sem sendir eru á markhóp, líkt og t.d. í beinni markaðssetningu).

8.1. Kvikmyndaðar auglýsingar
Hér skal skila inn myndböndum í forminu Mpeg4 / Quicktime/ H 264
Punktastærð: 1920 x 1080
Einnig skal skila inn einni mynd rafrænt í jpg 1024 x 768 í RGB fyrir mögulega birtingu vegna tilnefningar. 
8.2. Útvarpsauglýsingar

Hér skal skila inn hljóðskjali í MP3 format


8.3. Prentauglýsingar
Hér skal skil inn auglýsingum í pdf formi/Jpeg: 300dpi/~24cm) Einnig skal skil inn einni mynd rafrænt í jpg 1024 x 768 í RGB fyrir mögulega birtingu vegna tilnefningar.

Öllu jöfnu skal efni vera í 100% stærð ef það er stærra en getið er um í skilgreiningum hér.


8.4. Vefauglýsingar

Slóð á vefsvæði þar sem er að finna umrædda vefauglýsingu, eins og hún birtist upphaflega. Einnig skal skil inn einni mynd til kynningar, rafrænt í jpg 1024 x 768 í RGB fyrir mögulega birtingu vegna tilnefningar.

8.5. Umhverfisauglýsingar og viðburðir
Hér skal skila inn í pdf/jpeg formi: (300dpi/24~24 cm). Stærð skráa á að vera að hámarki 150 MB. Einnig skal skila inn einni mynd rafrænt í jpg 1024 x 768 í RGB fyrir mögulega birtingu vegna tilnefningar.

8.6. Veggspjöld og skilti
Hér skal skila inn í pdf/jpeg (300dpi/~24cm) skjali, punktastærð 1920 x 1080.

8.7. Bein markaðssetning
Skilað inn í pdf/jpeg fromi: (300dpi/~24cm) eða Mpeg4/Quicktime/H264/ eða 1920 x 1080 punktastærð. Ekki skal senda inn kynningarmyndband á auglýsingaefni sem notað var í viðkomandi auglýsingaátaki, einungis stökum myndum af einstökum hlutum hennar, einungis því myndbandi sem var beinn hluti af auglýsingaátakinu. Stærð skráar á að vera að hámarki 150MB og ekki lengri en 60 sek. Einnig skal skila inn einni mynd til kynningar, rafrænt í jpg 1024x768 í RGB fyrir mögulega birtingu vegna tilnefningar.

8.8. Samfélagsmiðlar

Skilað inn sem samsettu efni á eftirfarandi formati; í pdf/jpeg formi: (300dpi/~24cm) eða Mpeg4/Quicktime/H264. Ekki er tekið við kynningarmyndbandi á auglýsingaefni sem heild. 1920 x 1080 punktastærð. Stærð skráar á að vera að hámarki 150 MB og ekki lengri en 60 sek. Einnig skal skila einn einni mynd til kynningar, rafrænt í jpg 1024 x 768 í RGB fyrir mögulega birtingu vegna tilnefningar. 

8.9. Mörkun - ásýnd vörumerkis
Skilað inn í samsettu efni á eftirfarandi formati; í pdf/jpeg formi: (300dpi/~24cm), 1920 x 1080 punktastærð. Stærð skráa á að vera að hámarki 150 MB. Einnig skal skila inn einni mynd til kynningar, rafrænt í jpg 1024 x 768 í RGB fyrir mögulega birtingu vegna tilnefningar.8.10. Almannaheillaauglýsingar
Efni skal skilað inn samkvæmt sambærilegu efni í öðrum flokkum. Ljósmynd eða myndband; í pdf/jpeg formi: (300dpi/~24cm) eða Mpeg4/Quicktime/H264. 1920 x 1080 punktastærð. Einnig skal skila inn einni mynd til kynningar, rafrænt í jpg 1024 x 768 í RGB fyrir mögulega birtingu vegna tilnefningar


8.11. Herferð
Hér skal skila inn samsettu efni, kvikmynduðum auglýsingum (í Mpeg4/Quicktime/H264), prentefni og öðru í pdf/jpeg formi: (300dpi/~24 cm). 1920 x 1080 punktastærð. Ekki skal senda inn kynningarmyndband á herferðinni sem heild, eingungis stakar myndir af einstökum hlutum hennar. Einnig skal skila inn einni mynd rafrænt í jpg 1024 x 768 í RGB fyrir mögulega birtingu vegna tilnefningar.


Kreditlistar skulu fylgja öllum innsendingum. Þar skal eftirfarandi tiltekið, einn eða fleiri einstaklingar.

  • Hönnuðir
  • Texta-og hugmyndasmiður
  • Markaðsráðgjafi á stofu
  • Starfsfólk fyrirtækis (markaðsdeildar) sem að verki komu
  • Leikstjóri
  • Framleiðandi
  • Ljósmyndari
  • Aðrir sem að verki komu og rétt þykir að tiltaka


Innsendingar í seinni umferð

Fyrir seinni umferð verður gefinn kostur á að vinna innsendingu betur og senda inn til ÍMARK. Viðbótum við þær innsendingar skal skila 7 dögum eftir að dómnefnd hefur lokið fyrri umferð. Seinni umferð dómnefndar fer fram 10 dögum eftir fyrri umferð. 


9. Skilgreining á ÁRA flokki:

9.1. Árangursverðlaunum er ætlað að beina sjónum að herferðum sem skilað hafa framúrskarandi árangri. Lykilþáttur í mati dómnefndar er sönnun á árangri herferðarinnar. Herferðir verða að samhæfa á árangursríkan hátt fjölþætta færni sem þarf til að gera góða markaðsáætlun: Áætlanagerð, markaðsrannsóknir, birtingaáætlanir, hugmyndaauðgi og viðskiptastjórnun.
Greinargerðin og sönnun á árangri er mikilvægasti þáttur innsendingarinnar. Greinargerðin þarf að innihalda lýsingu á markaði og samkeppnisumhverfi, markaðsáætlun og markmiðum og síðast en ekki síst sönnun á árangri herferðarinnar. Greinargerðin er grunnurinn að einkunnagjöfinni. Reynslan hefur sýnt að sigurinnsendingar eru:
- Beinskeyttar: Þær segja sögu sína í auðlesnum og skrumlausum stíl.
- Skýrar og auðskildar: Innsendingar þurfa að skýrar og aðgengilegar.
- Hnitmiðaðar: Takmarka skal efnið við rýmið sem veitt er í staðlaða forminu. Innsendingar sem fara fram úr því verða dæmdar ógildar.
- Sönnun á árangri er skýr: Mikilvægt er að sína fram á raunverulegann árangur með rökstuddum hætti.
Auglýsingaherferðir sem birtust á Íslandi milli 1. janúar 2013 og 31. desember 2014 eru gjaldgengar keppnina. Herferðir mega hafa hafist áður en verða að hafa birst á þessu tímabili og hafa tengingu við það. Leyfilegt er að endursenda inn herferðir oftar en eitt keppnisár, svo framarlega sem þær hafa tengingu við viðkomandi tímabil og hafa ekki unnið til verðlauna í þessum flokki. Innsending verður að fela í sér minnst einn eftirtalinna miðla: Sjónvarp, útvarp, prentmiðil, vefmiðil eða umhverfisauglýsingar. Það er skilyrði að einn af þeim miðlum sem sendir eru inn sé lykildrifkraftur í árangri herferðarinnar eins og hann er kynntur í greinargerðinni.

Ástæður fyrir ógildingu innsendinga í ÁRA
Eftirfarandi leiðir til ógildingar innsendinga og fyrningar þátttökugjalds:
a. Ófullnægjandi sönnun um árangur – Allar upplýsingar sem settar eru fram sem „sönnun um árangur“ verða að vísa í ákveðna heimild. Þetta mega vera upplýsingar frá auglýsanda, auglýsingastofu eða rannsóknarfyrirtæki. Áskilinn er réttur til að sannreyna nákvæmni þeirra gagna sem lögð eru fram með viðeigandi heimildum. Vanti heimildir leiðir það sjálfkrafa til útilokunar.
b. Handskrifaðar greinargerðir – Innsendingum verður að skila á rafrænu formi á Hunang (áður Outcome) svæði sem úthlutað er af ÍMARK.
c. Skil á efni er ekki samkvæmt þátttökureglum.


10. Skil á efni í ÁRA flokki

10. Skil í ÁRA flokki:
10.1. Greinagerð
Skrifa skal greinagerð inn í rafrænt form á Hunang (hét áður Outcome) svæði sem úthlutað er af ÍMARK. Gröf, töflur og línurit skal skila inn í jpg formati 1024x768 í RGB eða sem pdf skjali og setja sem viðhengi á rafrænu forminu. Athugið að í pdf skjölum sem eru skiluð inn eiga einungis að vera gröf, töflur og/eða línurit, enginn viðbótar texti á greinagerð.
Auglýsingum skal einnig skilað inn sem viðhengi á rafrænu forminu og skilgreiningar eru þær sömu og í sambærilegum flokkum AAÁ.

11. Skil á auglýsingaefni í ÁRA flokki

11.1. Kvikmyndaðar auglýsingar
Mpeg4 / Quicktime/ H 264
1920 x 1080 punktastærð
Stærð skráar á að vera að hámarki 150MB
Einnig skal skila inn einni mynd rafænt í jpg 1024x768 í RGB fyrir mögulega birtingu vegna tilnefningar.

11.2. Útvarpsauglýsingar
MP3 format


11.3. Prentauglýsingar
Rafrænt sýnishorn af auglýsingu skilað inn í jpg eða pdf formati.
Merkja skal hvert eintak með tegundaheiti og heiti herferðar.
Einnig skal skila inn einni mynd rafænt í jpg 1024x768 í RGB fyrir mögulega birtingu vegna tilnefningar.

Öllu jöfnu skal efni vera í 100% stærð ef það er stærra en getið er um í skilgreiningum hér.

11.4. Bein markaðssetning
Skilað inn í pdf/jpeg formi: (300dpi/~24cm) eða Mpeg4/Quicktime/H264/ eða 1920 x 1080 punktastærð. Ekki skal senda inn kynningarmyndband á auglýsingaefni sem notað var í viðkomandi auglýsingaátaki, einingus stökum myndum af einstökum hlutum hennar, eingungis því myndbandi sem var beinn hluti af auglýsingaátakinu. Stærð skráar á að vera að hámarki 150MB og ekki lengri en 60 sek.  
Einnig skal skila inn einni mynd rafænt í jpg 1024x768 í RGB fyrir mögulega birtingu vegna tilnefningar.

11.5. Umhverfisauglýsingar og viðburðir

Hér skal skila inn í pdf/jpeg formi: (300dpi/~24cm). Stærð skráa á að vera að hámarki 150MB. Einnig skal skila inn einni mynd rafænt í jpg 1024x768 í RGB fyrir mögulega birtingu vegna tilnefningar.

11.6. Veggspjöld og skilti
Hér skal skila inn pdf/jpeg formi: (300dpi/~24cm) skjali, punktastærð 1920 x 1080.


11.7. Vefauglýsingar
Slóð á vefsvæði þar sem er að finna umrædda vefauglýsingu, eins  og hún birtist upphaflega. Einnig skal skila inn einni mynd til kynningar, rafrænt í jpg 1024 x 768 í RGB fyrir mögulega birtingu vegna tilnefningar.

11.8. Samfélagsmiðlar

Skilað inn sem samsettu efni á eftirfarandi formati; í pdf/jpeg formi: (300dpi/~24cm) eða Mpeg4/Quicktime/H264. Ekki er tekið við kynningarmyndbandi á auglýsingefni sem heild. 1920 x 1080 punktastærð. 


11.9. Almannaheillaauglýsingar

Efni skal skilað inn samkvæmt sambærilegu efni í öðrum flokkum. Ljósmynd eða myndband; í pdf/jpeg formi: (300dpi/~24cm) eða Mpeg4/Quicktime/H264. 1920 x 1080 punktastærð. Einnig skal skila inn einni mynd til kynningar, rafrænt í jpg 1024 x 768 í RGB fyrir mögulega birtingu vegna tilnefningar


11.10 Herferð
Hér skal skila inn samsettu efni, kvikmynduðum auglýsingum (í Mpeg4/Quicktime/H264), prentefni og öðru í pdf/jpeg formi: (300dpi/~24 cm). 1920 x 1080 punktastærð. Ekki skal senda inn kynningarmyndband á herferðinni sem heild, eingungis stakar myndir af einstökum hlutum hennar. Einnig skal skila inn einni mynd rafrænt í jpg 1024 x 768 í RGB fyrir mögulega birtingu vegna tilnefningar.


Dómnefnd  »
Nánar
Loka

Dómnefnd og dómnefndarstörf

í dómnefnd sitja að jafnaði 9 aðilar. Sjö aðilar skulu tilnefndir af SÍA og skal hver og einn gegna stöðunni ,,Creative Director". Tveir aðilar skulu tilnefndir af ÍMARK. Dómnefnd velur sér formann. 

Dómndefnd getur ákveðið að taka inn erlendan gestadómara í seinni umferð dómnefndar. Telst gestadómarinn þá tíundi aðili í dómnefnd.

Dómnefndarstörf fara fram í tveimur umferðum. Í fyrri umferð skal innsendingum fækkað niður í 3-8 og er það í verkahring dómnefndar að ákveða hversu margar tilnefningar skulu vera í hverjum flokki. Dómnefnd getur ákveðið að veita engin verðlaun í tilgreindum flokki. Faglegur rökstuðningur dómnefndar skal ávallt fylgja slíkum ákvörðunum. 

Dómnefnd ræðir saman opinskátt um verkin og kemst að sameiginlegri niðurstöu. Rökstuðningur skal fylgja öllum niðurstöðum. Ef sameiginleg niðurstaða fæst ekki verða greidd atkvæði um sigurvegara. Ef atkvæðagreiðsla gefur ekki niuðrstöðu er það hlutverk formanns dómnefndar að skera úr um málin. Formaður dómnefndar ber ábyrgð á niðurstöðum og kynnir þær á verðlaunaafhendingu. 

Störf dómnefndar verða opinber og aðgengileg eftir keppnina. Ef dómnefnd er ósammála og til atkvæðagreiðslu kemur, verður hægt að sjá atkvæði hvers dómara að keppni lokinni.

Starfsmaður ÍMARK annast ritarastörf og skráningu á dómnefndarfundi.


Almannaheillaauglýsingar
Reykjavíkurborg
Hvíta Húsið
Krabbameinsfélagið/Mottumars
Brandenburg
Miðstöð íslenskra bókmennta/Reykjavík, Bókmenntaborg UNESCO
Jónsson & Le´macks
Rauði krossinn
Hvíta Húsið
Krabbameinsfélagið/Bleika slaufan
Brandenburg
Árangursríkasta auglýsingaherferðin - ÁRA
Arion banki
Hvíta Húsið
TM
Brandenburg
Happdrætti SÍBS
H:N Markaðssamskipti
Vodafone
Hvíta Húsið
Bein markaðssetning
GAMMA
Jónsson & Le´macks
Pipar/TBWA
Pipar/TBWA
Herferðir
Icelandair
Íslenska
Íslensk Getspá
ENNEMM
Geysir
E&Co
Íslandsstofa
Íslenska
Ölgerðin
Pipar/TBWA
Kvikmyndaðar auglýsingar
Flugfélag Íslands
Íslenska
Icelandair
Íslenska
Bláa Lónið - Skin Care
Döðlur
Íslensk getspá
ENNEMM
Ölgerðin
Pipar/TBWA
Mörkun - Ásýnd vörumerkis
Höfuðborgarstofa
Íslenska
SFS - Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
Jónsson & Le´macks
Kjörís
Brandenburg
Kaffitár
Hvíta Húsið
Hverfisgata 12
Jónsson & Le´macks
Prentauglýsingar
Jónar Transport
Jónsson & Le´macks
Landsbankinn
Jónsson & Le´macks
Ölgerðin
Pipar/TBWA
Vínbúðin
ENNEMM
Kjörís
Brandenburg
Samfélagsmiðlar
Ölgerðin
Pipar/TBWA
66 gráður Norður
Jónsson & Le´macks
Icelandair
Íslenska
Nova
Brandenburg
Íslandsbanki
ENNEMM
Umhverfisauglýsingar og viðburðir
Bláa Lónið - Skin care
Döðlur
Kjörís
Brandenburg
Kjörís
Brandenburg
Icelandair
Íslenska
Icelandair
Íslenska
Útvarpsauglýsingar
Ölgerðin
Brandenburg
Íslensk getspá
ENNEMM
Ölgerðin
Pipar/TBWA
Macland
Jónsson & Le´macks
Vefauglýsingar
Nova
Brandenburg
Macland
Playmo
Landsvirkjun
Jónsson & Le´macks
Landsbankinn
Jónsson & Le´macks
TM
Brandenburg
Veggspjöld og skilti
Stuðmenn
Brandenburg
Vífilfell - Víking
Jónsson & Le´macks
Reykjavík Pride
Hvíta húsið
Geysir
E&Co.
Mjólkursamsalan
ENNEMM