Skráðu þig í ÍMARK
Lægra verð á ráðstefnur og viðburði á vegum samtakanna.
Aðeins 14.900 kr. á ári
Skráðu þig á póstlistann
Fáðu allt það nýjasta frá okkur í pósthólfið.
Fréttir
27. nóvember 2020
Dómnefnd hefur valið efstu fimm fyrirtækin
Dómnefnd hefur komið að niðurstöðu um hvaða topp fimm fyrirtæki tróna á toppnum eftir að hafa yfirfarið innsend gögn frá fyrirtækjum. Aldrei hafa verið fleiri innsendingar og samkeppnin mikil, enda margar innsendingarnar alveg framúrskarandi í ár. Næst á dagskrá er dómnefndardagur þar sem fyrirtækin halda ítarlegri kynningu á markaðsstarfi fyrirtækisins fyrir dómnefnd ÍMARK. Fyrirtækin eru Krónan, Síminn, Arion banki, 66°Norður og Nova.
20. nóvember 2020
ÍMARK hefur aldrei fengið sendar inn fleiri tilnefningar
Nú stendur yfir val á markaðsfyrirtæki ársins 2020 en ÍMARK, samtök markaðsfólks á Íslandi hefur veitt Markaðsverðlaunin frá árinu 1991. Nú hefur verið lokað fyrir innsendingar á tilnefningum og hefur tíu manna dómnefnd hafið störf, en aldrei hafa verið sendar fleiri tilnefningar en í ár.
10. nóvember 2020
Sendu inn þína tilnefningu
Þann 14. desember næstkomandi verður val dómnefndar á markaðsfyrirtæki ársins 2020 kynnt. ÍMARK veitir því fyrirtæki sem hefur sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi síðustu tvö árin verðlaunin. Félögum ÍMARK gefst kostur á taka þátt í valinu með því að senda inn tilnefningar ásamt rökstuðningi sem dómnefnd hefur til hliðsjónar. Stjórn ÍMARK hvetur alla félagsmenn til að taka þátt og senda inn tilnefningu. Frestur til að senda inn tilnefningar er til og með 15. nóvember.
15. ágúst 2020
Þóra Hrund nýr framkvæmdastjóri ÍMARK
Þóra Hrund Guðbrandsdóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ÍMARK. Hún hóf störf í ágúst og tekur við af Jóni Þorgeiri Kristjánssyni sem hefur gengt starfinu síðan 2017 og lætur að störfum að eigin ósk og hefur verið ráðinn forstöðumaður samskipta- og markaðsmála hjá Þjóðleikhúsinu.