
ÍMARK-dagur og Lúðurinn 1. mars í Háskólabíói
DAGSKRÁ ÍMARK dagsins
Fundarstjóri: Elísabet Sveinsdóttir- markaðskona.
12:00 Húsið opnar
12:30 Dagskrá hefst
Formaður ÍMARK og fundastjóri: inngangur og vangaveltur
12:45 – 13:15 ÁRAN — Árangursríkasta auglýsingaherferðin 2023
Lúðraafhending ÁRU og kynning vinningshafa á árangusríkustu auglýsingu ársins.
Hægt er að sjá dómnefnd ÁRU hér.
13:15 – 13:45 Markaðskönnun Maskínu
Við verðlaunum og kynnum auglýsingastofu ársins og vörumerki ársins. Ólafur Þór Gylfason hjá Maskínu fer yfir markaðskönnun og álit stjórnenda markaðsmála á Íslandi.
13:45 – 14:45 Að ná til 55+ markhópsins – Kevin Chesters
Vissir þú að Jackie Chan og Angela Merkel eru jafnaldrar? Þau eru fædd árið 1954 og verða því bæði sjötug á árinu.
Efnaðasti markhópur heims er fólk á aldrinum 55 ára og eldri. Þrátt fyrir það verja fyrirtæki aðeins um 5% auglýsingafjár í að tala til þessa fólks — eða öllu heldur, að tala niður til þessa fólks, þar sem efninu hættir til að vera uppfullt af yfirlæti og klisjum.
Algeng mistök eru að hugsa um þennan hóp sem einsleitt og óljóst samansafn „eldri borgara“ með sama bakgrunn og svipuð áhugamál. Með þessum þankagangi fara stór markaðstækifæri í súginn og Kevin Chesters ætlar að fjalla um það í fyrirlestri sínum hvernig hægt er að snúa þessu við og hreyfa við þessum vannýtta markhópi.
Chesters hefur leitt strategíska markaðsvinnu fyrir fjölda auglýsingastofa og vörumerkja í meira en 25 ár. Hann hefur unnið fyrir W+K í London, Saatchi & Saatchi, British Telecom og hefur undanfarið gegnt stöðu CSO hjá Ogilvy. Hann er afkastamikill greinandi og hefur haldið fyrirlestra um markaðsmál um allan heim. Þá er hann einnig höfundur metsölubókarinnar The Creative Nudge, sem kom út árið 2021.
14:45 – 15:15– Kaffi og tengsl
15:15 – 16:15- Náðu samkeppnisforskoti með skapandi hugsun-Fernando Machado
Við lifum á tímum þar sem tækni og miðlar þróast ört. Vörumerki reyna að ná athygli fjöldans, sem neytendur upplifa í vaxandi mæli sem suð og hávaða. En hvaða markmiðum gætu vörumerki náð ef markaðsfólk liti á skapandi hugsun sem samkeppnisforskot?
Fernando Machado, fyrrum markaðsstjóri Burger King, Activision Blizzard og NotCo, trúir því að hugmyndaríkt og skapandi markaðsstarf sé grunnurinn að samkeppnisforskoti. Fernando deilir leiðum til að framleiða efni sem sker sig frá fjöldanum og fjallar um það hvernig það skapar virði fyrir vörumerki og hagnað fyrirtækja. Í þeim heimi sem við lifum í er ekki einungis gaman að hafa sérstöðu, heldur er það beinlínis forsenda þess að vörumerki lifi af.
Þessi fyrirlestur er einstakt tækifæri til þess að sjá dæmi um það hvernig vörumerki hafa náð undraverðum árangri gegn stórum keppinautum með skapandi hugsun að vopni.
16:15 Ráðstefnulok
DAGSKRÁ Lúðursins
17:30 – 18:30 Fordrykkur
18:30 – 20:00 Verðlaunaafhending Lúðursins 2023 Kynnar kvöldsins eru Birna Rún og Vilhelm Neto
Hægt er að sjá dómnefnd Lúðurs hér.
Hægt er að sjá myndband með tilnefningum hér.
Hægt er að sjá lista yfir tilnefningar hér.
Almennt verð:
ÍMARK dagurinn 49.000
Lúðurinn 14.900
ÍMARK dagurinn + Lúðurinn 54.000
Félagsmenn ÍMARK:
ÍMARK dagurinn 34.500
Lúðurinn 9.900
ÍMARK dagurinn + Lúðurinn 37.500
Hægt er að skrá sig í ÍMARK hér.