Hlutverk og starfsemi samtakanna

ÍMARK, samtök íslensks markaðsfólks, voru stofnuð árið 1986 og eru samtök einstaklinga sem hafa áhuga á og/eða starfa við markaðsmál. Sigurður Ágúst Jensson var fyrsti formaður ÍMARK og var jafnframt hvatamaður að stofnun samtakanna.

Tilgangur samtakanna er m.a. að auka veg og virðingu markaðsmála hérlendis og stuðla að auknum skilningi á mikilvægi þeirra. Félagsmenn koma frá öllum helstu fyrirtækjum landsins og hefur breidd félagsmanna aukist á undanförnum árum. Aukin fræðsla og gott tengslanet er mjög mikilvægt í nútímaviðskiptalífi og ÍMARK hefur reynst góður vettvangur í því sambandi:


  • Að auka veg og virðingu markaðsmála á Íslandi og stuðla að auknum skilningi á mikilvægi þeirra
  • Að annast almenna kynningarstarfsemi á markaðsstörfum sem atvinnugrein
  • Að sjá um fræðslu í markaðsmálum fyrir félaga ÍMARK og gefa markaðsfólki tækifæri til að hittast og ræða um starfssvið sitt
  • Vinna að aðstoðar- og leiðbeiningarstarfi fyrir ungt fólk sem leitar sér menntunar og/eða starfsþjálfunar á sviði sölutækni, útflutnings- og markaðsmála
  • Vinna að viðurkenningu atvinnulífsins og hins opinbera á starfi markaðsfólks


Stjórn ÍMARK og starfsfólk

Stjórn ÍMARK samanstendur af reynslumiklu fólki víða að úr atvinnulífinu

Share by: