Metfjöldi innsendinga fyrir Lúðurinn 2022

Um 400 inn­send­ing­ar bárust fyrir Lúðurinn 2022 í 16 flokk­um og er um metfjölda innsendinga að ræða.


Dómnefnd hefur lokið störfum en veitt eru verðlaunin fyrir frumleg, skapandi og snjöll verkefni sem talin eru framúrskarandi.


Verðlaunahátíð Lúðursins 2022 fer fram þann 24 mars í Háskólabíó og er miðasala á ÍMARK daginn og Lúðurinn hafin inn á MiðiX hér.


Dómnefndina í ár skipa:

Katrín M. Guðjónsdóttir- ÍMARK/Formaður dómnefndar

Ágústa Hrund Steinarsdóttir- Nathan & Olsen

Gunnhildur Karlsdóttir- Brandenburg

Guðmundur Heiðar Helgason- Tvist

Halldór Elvarsson/ Líparít

Hjalti Karlsson- Karlssonwilker

Högni Valur Högnason- Hér og nú

Lilja Björk Runólfsdóttir- EnnEmm

Rósa Hrund Kristjánsdóttir- Hvíta húsið

Selma Hrund Þorsteinsdóttir- Pipar/TBWA

Sveinn Birkir Björnsson- Íslandsstofa


Í dómnefnd Lúðursins sitja að jafnaði 11 aðilar. Sjö aðilar skulu tilnefndir af SÍA og skal hver og einn gegna stöðunni ,,Creative Director" eða ,,Art Director". Þrír aðilar skulu tilnefndir af ÍMARK, auk formanns dómnefndar sem leiðir dómnefndarstörf og hefur ekki atkvæðisrétt. Að lokum verða tveir fulltrúar frá auglýsingastofum sem að tilheyra ekki SÍA, og skulu þeir gegna stöðu ,,Creative Director" eða ,,Art Director". Fyrst og fremst er það hlutverk dómnefndar að skila af sér niðurstöðu sem almenn sátt ríkir um innan dómnefndar. Dómnefnd hefur umtalsvert frelsi um túlkun efnisatriða og má beita ýmsum aðferðum til að komast að niðurstöðu, svo lengi sem almenn sátt dómnefndar sé þar að baki. Er það á ábyrgð formanns að tryggja að svo sé.