Viðburðir
-
-
06. febrúar
Rory Sutherland á morgunfundi ÍMARK Rory Sutherland verður gestur á morgunfundi ÍMARK miðvikudaginn 6. febrúar 2019. Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á markaðssetningu og auglýsingum. Það má segja að hann sé markaðsvísindamaður sem finnur upp nýjar aðferðir við markaðssetningu á vörum og þjónustu. -
Mannamót Mannamót ÍMARK á Bryggjunni, miðvikudaginn 16. janúar milli 12:00 og 13:15 Næsta Mannamót ÍMARK verður haldið miðvikudaginn 16. janúar frá kl.12.00 - 13.15 á Bryggjunni. Magga Dóra fjallar um upplifunarhönnun og hvað skiptir máli þegar þróa á vörur og þjónustu. Guðmundur Jóhannsson veltir upp spurningunni - „Þarf allt að vera snjallt?“ Hann skyggnist aðeins inn í heim tækninnar og skoðar helstu strauma og stefnur í snjallvæddum heimi.
-
12. september
Hvernig náum við til viðskiptavina á tímum sítengdrar tilveru? Hvernig náum við til viðskiptavina á tímum sítengdrar tilveru? Fyrsti morgunfundur ÍMARK verður haldinn í Gamla bíói miðvikudaginn 12. september milli klukkan 09:00 og 11:30. Við fáum í heimsókn Christine Boland "Trend analyst". Christine Boland hefur síðastliðin 30 ár unnið við að hjálpa fyrirtækjum að móta sterka framtíðarsýn. Með því að hugsa fram á veginn og ná utan um þær hugmyndir, strauma og stefnur sem komandi tímar munu færa okkur, geta fyrirtæki verið betur í stakk búin til þess að takast á við þá hröðu framþróun sem hefur átt sér stað s.l. ár. Hún hefur starfað fyrir fjölda stórfyrirtækja en þar ber helst að nefna Apple, Marks & Spencer, Victoria Secret, Bogaboo, Unilever o.fl. Á morgunfundi ÍMARK 12. september fer Christine yfir strauma og stefnur næstu ára, með sérstakri áherslu á vörumerki og smásölu. -
29. ágúst
Golfmót ÍMARK 2018 Hið árlega golfmót ÍMARK verður haldið hjá GKG í Garðabæ miðvikudaginn 29. ágúst, stundvíslega kl. 15.45 (ræst af öllum teigum samtímis kl. 16.00). Leiknar verða 9 holur á Mýrinni. Leikið er eftir Texas Scramble fyrirkomulagi (Betri bolti), í 4 manna liðum. Mögulegt er að skrá saman 4 manna lið til keppni eða að skrá sig sem einstaklingur. -
02. maí
Námsferð ÍMARK til Stokkhólms Farið verður í námsferð ÍMARK til Stokkhólms dagana 2.- 6. maí næstkomandi. Framsækin fyrirtæki verða heimsótt í skemmtilegum félagsskap markaðsfólks. Flogið verður með WOW air. Fá sæti eru í boði og því um að gera að tryggja sér sæti sem fyrst. Frestur til að skrá sig er til mánudagsins 26. mars.