Viðburðir
-
-
12. desember
Markaðsmaður ársins 2017 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, var kjörinn Markaðsmaður ársins 2017 hjá ÍMARK, samtökum markaðsfólks á Íslandi. Árleg Markaðsverðlaun ÍMARK, samtaka markaðsfólks á Íslandi, voru afhent við hátíðlega athöfn í kvöld á Kjarvalstöðum, en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Markaðsmanni ársins verðlaun fyrir árið 2017. Íslensku Markaðsverðlaunin hafa verið afhent 25 sinnum, en þetta er í 19. skiptið sem ÍMARK heiðar einstakling fyrir vel unnin markaðsstörf. -
03. nóvember
Hver vann kosningabaráttuna? Hver vann kosningabaráttuna? Mannamót á föstudag milli 12:00 og 13:15 á Kjarvalsstöðum. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri hönnunarmiðstöðvar, Karl Pétur Jónsson og Andrés Jónssson, sérfræðingar í almannatengslum, ræða um hvaða stjórnmálaflokkur vann kapphlaupið í auglýsingaherferðum stjórnmálaflokkanna í þingkosningunum 2017. -
27. maí
Aðalfundur ÍMARK Aðalfundur ÍMARK verður haldinn fimmtudaginn 9. júní kl. 17:00 í húsnæði Digido, Borgartúni 29, 2.hæð. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar 2. Samþykkt reikninga 3. Kjör stjórnar og endurskoðenda 4. Ákvörðun árgjalda 5. Önnur mál Skráning og nánari upplýsingar má nálgast með því að senda póst á imark@imark.is.