ATH. Nýr skilafrestur – Lúðurinn - 26. janúar kl 16:00

Í framhaldi af frétt sem send var út í gær viljum við koma eftirfarandi á framfæri:
Áhugi á Lúðrinum í ár hefur verið óvenju mikill. Það er virkilega ánægjulegt að sjá þá miklu grósku og metnað sem nú ríkir í markaðsmálum á Íslandi.
Í ljósi þess hefur stjórn ÍMARK ákveðið að framlengja innsendingarfrest til mánudagsins 26. janúar kl. 16:00.
Markmiðið er að gefa innsendingum sem eru nánast tilbúnar færi á að klárast, á sama tíma og jafnræði er tryggt og ferli keppninnar haldið skýru og faglegu.
Að þeim tíma loknum lokar innsendingarkerfið endanlega.
Við hlökkum til að sjá innsendingarnar 🌟
https://ludurinn.awardhub.org/
