SPÁUM Í TREND 30.OKTÓBER Í GRÓSKU

Næsti viðburður í vetrardagskrá ÍMARK ber yfirskriftina Spáum í trend og fer fram 30. október í Grósku. Þar verður sjónum beint að þróun og trendum í markaðsstarfi á tímum hraðra breytinga og óvissu.


Við kynnum með stolti Nick Petrillo, Strategy Director hjá M&C Saatchi/SSK, sem verður einn af ræðumönnum viðburðarins.
Hann flytur erindið:

Cultural Trends in an Era of Sustained Instability

Nick fjallar um hvernig pólitískur, efnahagslegur og tilfinningalegur óstöðugleiki eru ekki lengur truflanir heldur hluti af daglegu lífi – og hvernig vörumerki geta nýtt óvissu sem skapandi tækifæri.


📅 30. október kl. 15:00-16:30 í Grósku
🎟️ Miðasala hefst eftir helgi

👉 Fleiri fyrirlesarar og nánari upplýsingar verða kynnt fljótlega.