
ÍMARK dagur og Lúður 24. mars
Hvernig sköpum við árangur vörumerkja?
Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Hvernig sköpum við árangur vörumerkja?“. Við fáum til okkar framúrskarandi fyrirlesara sem koma frá leiðandi fyrirtækjum á heimsvísu og veita okkur innsýn í málefni markaðsmála í dag.
Um kvöldið fer svo fram uppskeruhátíð markaðsfólks þegar verðlaunahátíð Lúðursins fer fram. Hægt er að skoða dómnefnd Lúðursins hér.
DAGSKRÁ ÍMARK ráðstefnunnar
Fundarstjóri: Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Lyfju
12:00- Húsið opnar
12:30 – 13:15 Markaðssetning, leiðtogahæfni og frásögnin – Ketil Winther Løkke, Maskinen
Til að byggja upp vörumerki sem ná árangri þarf að huga að frásögninni (e. storytelling) og tungutaki. En hvers vegna skiptir það máli og hvernig getum við náð góðum tökum á þessari tækni? Ketil mun segja frá því hvernig má leiða vörumerki áfram til árangurs og hafa raunveruleg áhrif með góðri frásagnaraðferð.
Ketil Winther Løkke er stjórnandi og einn af stofnendum Maskinen sem starfar á sviði samskipta og stefnumótunar í Osló í Noregi. Áður en hann stofnaði Maskinen vann hann hjá TBWA\OSLO.
13:15 – 13:30 Verjum vörumerkin – Eiríkur Sigurðsson, samskiptastjóri Hugverkastofu.
Vörumerki eru meðal verðmætustu eigna þeirra sem framleiða eða selja vörur og þjónustu. Það er þess vegna góð hugmynd að skrá vörumerkin sín. Skráning vörumerkja er einföld og ódýr leið til að fá skýran einkarétt á notkun vörumerkja. Vörumerki geta verið allskonar og eru miklu fjölbreyttari en bara hefðbundin myndmerki. Vissir þú t.d. að það er hægt að skrá hljóðstef og liti sem vörumerki?
Eiríkur er samskiptastjóri Hugverkastofunnar og hefur yfir tuttugu ára reynslu af almannatengslum, markaðsmálum og nýsköpun.
13:30 – 14:15 Leiðin að árangri – Guðmundur Óskarsson Framkvæmdastjóri markaðs- og vörumála, Kerecis
14:15 – 14:45 Markaðskönnun Maskínu
Ólafur Þór Gylfason kynnir niðurstöður markaðskönnunar Maskínu um auglýsingastofu og vörumerki ársins.
14:45 – 15:00 – Kaffihlé
15:00 – 15:30 ÁRA — Árangursríkasta auglýsingaherferðin 2022
Verðlaunaafhending og kynning vinningshafa.
Hægt er að skoða dómnefnd Árunnar hér.
Hægt er að sjá tilnefningar til Árunnar neðst á síðunni hér.
15:30 – 16:15 Hve mikla athygli færðu? – Anna Burns og John Wilkinson, W communication
Á okkar stafrænu tímum, þá nota almannatengsl (PR) strategíu og taktískar leiðir til að segja áhrifaríkar sögur með það markmið að búa til sterk og öflug vörumerki (brands). Árangur getur verið mældur í umfjöllun, frægð (fame) og orðspori en hjá W er markið sett enn hærra og sá árangur sem skiptir mestu máli er mældur í því hvort vörumerki hafi skapað sér áhrifaríkan sess í menningunni og umræðunni um hana.
W Communications í London mun segja frá því hvernig þau hafa hjálpað vörumerkjum að þróast og verða hluti af menningunni - frá Spotify til adidas og Levi’s til British Airways. Með því hefur þeim tekist að tryggja arðsemi, traust viðskipti og dýpra samband neytenda við vörumerkin. Þegar vörumerkið hefur sett mark sitt á menninguna sést hvernig PR stefnumótunarvinnan hefur skilað árangri en þessi nýja nálgun hefur aldrei átt eins vel við og í dag.
Anna Burns hefur 20 ára reynslu í samskiptamálum og vann meðal annars annars hjá almannatengslafyrirtækjunum Weber Shandwick og Ogilvy, áður en hún hóf störf hjá W Communications.
John Wilkinson býr yfir mikilli reynslu af vinnu fyrir fyrirtæki sem starfa í ólíkum atvinnugreinum, allt frá neysluvöru til munaðarvöru og á matvæla- og drykkjarvörumarkaði. Á ferlinum hefur John þróað með sér djúpan skilning á því sem þarf til að byggja upp árangursríkar herferðir í almannatengslum sem ná til markhópsins og hafa raunveruleg áhrif.
16:15 – 16:30 Hraðferð í hönnun fyrir útimiðla Dino Burbidge
Útimiðlar eru alltaf að verða vinsælli. En hvernig á að hanna auglýsingar í þá á sem árangursríkastan hátt?
Dino Burbidge býr yfir viðamikilli reynslu á sviði útimiðla. Hann er stofnandi Sky Innovation Labs þar sem hann hefur unnið með fyrirtækjum sem hafa unnið til verðlauna á Cannes Lions fyrir frumlega notkun á útimiðlum, D&Ads og Ocean Outdoor keppninni.
16:30 Ráðstefnulok
DAGSKRÁ Lúðursins
17:30 – 18:30 Fordrykkur DJ. Víðir og Dýrið halda uppi stuðinu
18:30 – 20:00 Verðlaunaafhending Lúðursins 2022 Kynnar Vigdís Hafliðadóttir og Gummi Felixsson
Hægt er að skoða tilnefningar til Lúðursins 2022 hér.
Almennt verð:
ÍMARK dagurinn 42.500
Lúðurinn 12.500
ÍMARK dagurinn + Lúðurinn 47.500
Félagsmenn ÍMARK:
ÍMARK dagurinn 32.500
Lúðurinn 9.900
ÍMARK dagurinn + Lúðurinn 36.000
Nánari upplýsingar fyrir hópa eða aðrar pantanir má nálgast með því að senda póst á [email protected].
Hægt er að skrá sig í ÍMARK hér.