09. september 2013
Markaðsverðlaun 2013 Íslensku markaðsverðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum á líðandi ári og þykja hafa sannað að sýnilegur árangur hafi náðst. Við ákvörðun um verðlaunahafa er tekið mið af fagmennsku við markaðsmálin og að fjárhagslegt öryggi sé til staðar.09. september 2013
Stafræn Markaðssetning - Professional Digital Marketing Nýtt nám Opna háskólans í stafrænni markaðssetningu hefur verið hannað til að koma til móts við auknar þarfir atvinnulífsins fyrir sérfræðinga á þessu sviði. Við þróun og uppbyggingu námslínunnar var horft til alþjóðlegra fyrirmynda og leitað til nokkurra fremstu sérfræðinga landsins á sviði markaðsmála til að tryggja nýjustu nálgun námsefnisins og raunveruleg tengsl þess við íslenskt atvinnulíf. Umsóknarfrestur til og með 10. september. Athugið að félagar ÍMARK fá 5% afslátt af lengra námi og námsbrautum Opna háskólans.01. mars 2013
Lúðurinn afhentur í Hörpu Föstudagskvöldið 1.mars fór fram hin árlega afhending íslensku auglýsingaverðlaunanna, Lúðurinn. Auglýsingastofan Hvíta húsið fékk flest verðlaun eða fimm lúðra. Næst á eftir var Íslenska með fjóra lúðra og Fíton með tvo lúðra. Jónsson og Le´macks, Leynivopnið, Wonwei og Tjarnargatan hlutu einn lúður hver.